Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 79

Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 79
155 málamanninum danska«. Hann hafði nú aftur dvalið suður á Miðjarðarhafsströnd og reynt með rannsóknum í bókasöfnum þar að grafast betur fyrir, hver þessi ís- lenzki hershöfðingi hefði verið, er tók Hyéres 1707. Og nú varð niðurstaðan á rannsóknum hans sú, að það væri aðeins prentvilla, að hershöfðinginn hefði ver- ið íslendingur. Hann mundi hafa verið írlendingur (misprentast S fyrir r). Pó er svo af grein hans að ráða, sem fullvíst sé nú þetta ekki heldur, en líkurnar þó meiri fyrir því, að írland hafi átt manninn en ísland. í*að er því líklega ekki annað fyrir hendi, en að skila honum aftur og þakka fyrir lánið og stundarsómann. V. G. IRMINSÚL OG GOÐASULÚR heitir ritgerð, sem dr. A. Olrik hefir ritað í norska tímaritið »Maal og minne« (1910X. Heldur hann því fram, að öndvegissúlur fornmanna hafi verið goðasúlur goðalíkneski, því sjá megi, að hinar elztu goða- myndir hafi tíðast ekki verið annað en stólpar með útskornu höfði á efri enda (stólpagoð). »Reginnagli« í öndvegissúlum álítur hann sé sama og »regingaddi* og »veraldarnagli«, sem getið er í Sn.-E., II, 494, og tákni járngadd, sem staðið hafi upp úr enda súlunnar; bendir hann á dæmi slíks á súlu hjá Finnlöppum fyr á öld- um, er muni hafa verið samskonar og fórnarsúla sú, er þeir hafi kallað »Maylmen- súlu« og kent við goð sitt »Maylmen Radien« eða »Veralden Radien« öðru nafni; en þau nöfn þýði »Veraldargoð«, »Veraldarvaldi« eða »Himinvaldur«, og tákni þá súlan, sem ímynd guðsins, veraldarsúlu, er beri heiminn eða haldi honum uppi. Komi þetta alveg heim við goðasúlu Saxa, »irminsúl« (er Karl mikli eyðilagði 772), því það nafn þýði einmitt »veraldarsúlu« (celumna universalis, quasi sustinens oninia). Hann bendir og á, að eins og fórarinn loftunga kalli Ólaf helga »reginnagla bóka- máls«, eins sé »máttarstólpar kristninnar« hjá Páli postula (Gal. 2, 9) í þýzkri pré- dikun frá 13. öld þýtt með »fursten und irmensuwel der christenheit«. — Hugmynd- in um veraldarsúluna geti ekki verið upprunaleg hjá Finnlöppum, heldur hljóti að vera til þeirra komin frá Norðurlandabúum, eins og margar aðrar hugmyndir, er finna megi í átrúnaði þeirra. í^essi skýring er að mörgu leyti mjög sennileg, því víst er að öndvegissúlurnar vóru skoðaðar sem eins konar húsguðir (sbr. Privatbol. 185), og eins hitt, að hinar elztu goðamyndir vóru ekki annað en súlur eða stólpar með útskornum höfðum, sem smámsaman nálgast meira og meira mannsmynd (sbr. Aarb. f. nord. Oldk. 1881, 3^9—389, Fig. 1—3, bls. 371). En hæpið álítum vér að skýringin á »reginnagli« sé allskostar rétt, að því leyti, að það hafi verið járngaddur upp úr efri enda súl- unnar. Fyrir því hefir dr. Olrik aðeins eina sönnun, lýsinguna í Leems »Beskrivelse over Finmarkens Lapper« (bls. 437), en hún er afarveik, þar sem óvíst er, hvort þar einu sinni er um fórnar- eða goðasúlu að ræða, þó nokkrar líkur séu til þess. Aftur minnist Jens Kildal ekki á neinn slíkan gadd í Maylmensúlunni, heldur segir. að hún hafi verið með klauf eða klofin í endann (»med en kloft i enden«). Og ein- mitt þannig álítum vér að súlur hafi yfirleitt verið, því það er svo margt, sem bend- jr til þess. Vér álítum meira að segja, að sjálft nafnið »súla« þýði einmitt háan stólpa með bogadreginni klauf í efri enda, enda þýðir orðið það enn í Noregi (sbr. Aasen). A það bendir og lýsingarorðið »sýldr« (Flat. III, 418) og íslenzka fjár- markið »sýlt« (myndað af »súl« eða »súla«, eins og »stýftc af »stúfr«), og enn fremur fjallsnafnið »Súlur«, sem kemur svo víða fyrir á Islandi um fjöll með klofn- um tindum (sbr. »Den islandske Lods« t. d. bls. 133, mynd 117). Sama má sjá af lýsingum á gömlum súlum í Danmörku, að efri endinn hefir ávalt verið sýldur eða klofinn (sbr. Mejborg: Gamle danske Hjem, bls. 96). En hafi efri endinn ávalt verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.