Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 36
36 og var hávær; en við vorum vakandi, og hlustuðum með athygli á þetta samtal. Það brást aldrei, að karl nokkur utan úr Ólafsvík kæmi á hverj- um vetri til okkar, og víðar um sveitina. Hann var af dönskum ætt- um og hét Friðrik Plúrn. Og oftast var hann með dóttur sína með sér, stóra og sterklega telpu, um 14—15 ára, er Friðrikka hét. Eitt sinn man ég eftir því, að þeim lenti saman, Jóni rytju og Friðriki Plúm. Það var um vökuna. Jón var að tálga eitthvað að vanda, en Plúm að ganga um gólfið. Var hann töluvert upp með sér, og mikl- aðist af ætterni sínu. Þessvegna var hann líka oft að »snakka« dönsku og syngja danskar vísur. En sú skemtun það kvöld! Plúm byrjar og segir; »Kan du ikkje at snakka dansk, rýjan mín?« — »Nei,« segir Jón. — »Tá kan du segje gú moren.« — »Nei,« anzar Jón, og bætir við: »Þú miklast af því, sem þú ættir að skammast þín fyrir; þér þykir skömm að móðurmálinu þínu.« — »Je har ikkje moersmaal, min far var dansk köbmader, og mo min vætti seng min fars, so hun fór vekk fra han. At snakke dansk kan du ikkje, din ræfil.« Nú reiddist Jón og segir: »Væri ég yngri, skyldi ég gefa þér á hann, b............montarinn þinn. Talaðu íslenzku! Nei, þú kant nú ekki svo mikið, ómyndin þín. Ég hefi aldrei verið montinn. Ef ég hefði flakkað um landið, með fullorðna stelpu í viðbót, þá hefði ég skammast mín. Gerðu eitthvað, mannskratti; þú nennir bara að gaula bjagaðar danskar vísur. Spurðu húsbóndann hérna að því, hvort nokkurt orð sé rétt hjá þér í dönskunni.« f’á segir Plúm: »Ég er nú að kenna bömunum hér nokkur orð ( dönsku. Að »dúkka« niður, er sama og að synda á sjónum; að »svömme« sama og að sveima.« Síðan fór hann að syngja: »Jeg er munter og jeg er glad, jeg er glad og munter.« Þessarar skemtunar aftr- aði ekki pabbi, og við vorum öll orðin máttlaus af hlátri, og faðir minn líka. Slíka skemtun höfðum við aldrei haft, og óskuðum, að hana þryti aldrei Þeir áttu að samrekkja um nóttina, Plúm og Jón rytja. En þegar þar að kom, byrjaði annar þáttur leiksins. Sagði þá Plúm, að aldrei hefði hann sofið hjá niðursetu. Jón heyrði lítt, en grunaði af útliti Plúms, hvað um væri að vera, og segir: »Hálfdanskur narri, hafðu hægt um þig, því Jón gamli gæti, ef til vill, lamið í þér hvert bein.« Stúlkumar komu hlæjandi og spurðu, hvar Plúm ætti að sofa. f*á sagði pabbi: »f*ar sem ykkur sýnist, þá í hinu rúminu.« f’ær fóru og sögðu Plúm að fara nú að hægja á sér við Jón gamla, því hann gæti gert hann að ketti eða hundi. Fór þá Plúm að hátta, og ætlar upp ( hjá Jóni, því hann var orðinn hræddur um. að Jón mundi annars gera sig að dýri. En þegar hann stígur á rúmstokk- inn, þá vill Jón ekki sjá hann, og segir: »Skríddu nú í danskinn þinn!« Varð þá Plúm auðmjúkur, en alt kom fyrir eitt, því Jón lét sig ekki. Var Plúm þá fengin önnur rekkja, en dóttir hans var hátt- uð hjá annarri vinnukonunni. Pannig endaði samvera þessara gagn- ólíku manna. Plúm var heimskingi, en Jón gamli var greindur vel. Lengi bjuggum við ungmennin á heimilinu að þessu skemtilega kveldi. Pá var ég ekki syfjuð, og fékk lausn frá prjónunum. Ég man það,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.