Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 72
7 2 tárin af kinnum drengsins. Hann skammaðist sín ákaflega. Hanra var lítill vexti, rauðhærður og freknóttur, með óvenjulega stór augu. »Ég skal víst spila fyrir þig, komdu með mér inn. Má hann> ekki vera dálitla stund enn þá?« sagði hún og leit til litlu stúlkunnar, »segðu, að ég hafi tekið hann rétt sem fljótast.c Drengurinn var feiminn, en sæll var hann. Hann sat á stól og borðaði kökur. Frú Alfheiður horfði á hann. j>Þykir þér fjarska garoan að heyra spilað?« »Já.« Hann leit upp stórum augum. »Mest gaman af öllu?« — »Ja-á.« — »Hvað ertu gamall?« — »Níu ára.« — »Er nokkurt hljóðfæri heima hjá þér?« Hann leit á hljómborðið. »Nei, en pabbi spilar á fíólfn.« Hún brosti og strauk hárið á stóra kollinum hans. »Ég skal reyna að kenna þér dálítið 1 vetur, ef pabbi þinn og mamma vilja það.« Hann hætti að borða kokurnar og horfði ýmist á hljóðfærið eða konuna, sem sat þar. Hann vissi varla, hvort þetta var draumur eða vaka. Rétt á eftir leiddi frú Álfheiður drenginn heim til hans. Hún bauð foreldrunum að byija að kenna honum næsta vetur, og hann mátti koma svo oft, sem hann vildi, að hlusta á hana. Stefán litla dreymdi næstu nótt, að hann helði vængi og flygi hærra og hærra, þar til hann sá opinn himininn. f’ar uppi sat frú Álfheiður og lék, og englarnir sungu með. Hún brosti og hneigði sig til hans og allir englarnir brostu líka, og hann vissi, að nú mátti hann syngja með. Svo fór hann að syngja og þa grétu allir, af því hann söng svo fallega, og hann sjálfur grét líka Hann leit á frú Álfheiði, hún beygði sig yfir hljóðfærið og tárin hrundu. — En þá vakti móðir hans hann.« Vér hlökkum til að lesa næstu sögurnar hennar Huldu. Og svo mun fleirum fara, er þeir hafa kynst þessum. En menn ættu að lesa þær oftar en einu sinni. Þá munu menn njóta þeirra betur og finna betur listina — snildina. V. G. IÐUNN I, i—2. Tímarit til skemtunar og fróðleiks. Ritstjórn: Ágúst H. Bjarnason, Einar Hjörleifsson, Jón Ólafsson. Rvík 1915 Það er »gamla Iðunn«, sem hér er verið að vekja upp frá dauð- um, og ekki ólíklegt, að það lánist, jafnslyngir og seiðmennirnir eru, sem fyrir uppvakningunni standa. En formi ritsins og fyrirkomulagi er þó talsvert breytt. Því þar sem »gamla Iðunn« var mestmegnis sögusafn, þá er fullkomið tímaritssnið á þessari »nýju Iðunni«, og éfnið margbreyttara í hverju hefti, svipað og í »Eimreiðinni«. En brotið er líkt og áður, enda einkar hentugt til þess, að kaupendun- um sýnist, að þeir fái meira fyrir iðgjöld sín. Því þegar brotið er lítið, má hafa arkirnar fleiri fyrir sama verð. Þannig eru í »Iðunni« á hverri bls. af meginmálsletri ekki nema 36 línur með til jafnaðar 41 staf, eða samtals 1476- stafir á bls.; en í »Eimr.« 39 línur með 51 staf, eða samtals 1990 stafir á bls. Af minna letrinu eru í »Ið- unni« 40 llnur með 47 stöfum eða samtals 1880 stöfum á bls.; en í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.