Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 2

Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 2
2 Svo mátti heita, aö mælinga-stjarnfræðin væri á miðri 19. öld komin á hæsta stig, svo hún hefir litlum framförum tekið síðan. Fyrir þrem öldum var farið að nota sjó'npípur, og fékst við það miklu betri þekking á sólkerfi voru, og augað skygndist miklu lengra út í geiminn en áður. Eftir því sem sjónpípurnar urðu fullkomnari, því betur tókst stjörnufræðingum að skoða yfirborð jarðstjarna og tunglsins; þá var nákvæmlega farið að athuga inn- byrðis afstöðu og niðurröðun fastastjarna og þokustjarna, ná- kvæmir uppdrættir voru gerðir af himninum, og sumir sömdu stjörnuskrár yfir ýms héruð hvelfingarinnar. Á þessu stigi var stjörnufræðin fyrir og um miðbik 19. ald- ar, þegar Björn Gunnlaugsson orti Njólu, og Jónas Hallgrimsson þýddi stjörnufræði Úrsíns. Flest var búið að mæla og reikna, sem hægt var að reikna, afstöður og hreyfingar í sólkerfinu voru ákveðnar með hinni ýtrustu nákvæmni, og fátt var nýtt að skoða eða athuga. Það bar helzt til tíðinda, að eitthvert smástirnið fanst í sólkerfi voru, nýjar halastjörnur, flökkukindur utan úr himindjúpinu, komu stundum fram á sjónarsviðið; og það bar líka við, áð ný stjarna stöku sinnum blossaði upp úti í geimi, í einhverju fjarlægu stjörnumerki. F*að var lítil útsjón til, að menn kæmust lengra, en að reikna og staðfesta þessi fyrirbrigði. Styrk og sjónarmagn sjónpípunnar var örðugt að áuka úr þessu, og þar sem hvorki augað né reikningslistin gátu komist að, virtist nærri óhugsandi að mannlegur andi mundi geta ráðið fleiri gátur í ginnungagapi alheimsins. Heimspekingurinn August Comte *) tók það fram 1844, að úr þessu hlytu allar stjörnufræðisrannsóknir að verða árangurslausar, að því er snerti nýjar uppgötvanir eða verulega viðauka við þann þekkingarforða, sem þegar væri feng- inn; það væri því tímaeyðsla, að vera að bisa við að rannsaka ráðgátur, sem aldrei væri hægt að leysa. Um sólkerfið væru menn búnir að fá vissa þekkingu, en um fastastjörnurnar vissu stjörnufræðingar í raun og veru ekki neitt, og mannkynið gæti heldur aldrei fengið neina aðra vitneskju um þær, en að þær væru til; um hreyfing þeirra, hita, efnasamsetningu og þesskonar vissu menn ekki neitt, og svo mundi það altaf verða; þar væri mannlegum anda takmörk sett. August Comte franskur heimspekingur (f. 1798, d. 1857). Sbr. Ágtíst Bjarnason: »Nítjánda öldin«. Rvík 1906, bls. 195—198.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.