Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 63

Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 63
63 mikilli rausn, og Verður koma hans yfirleitt sönn dagsbrún fyrir alla sveitina. í síðari sögunni segir frá ungri stúlku, sem fóreldrarnir neyða til að trúlofast efnuðum bóndasyni. En hún ann öðrum hugástum, og er hann druknar og líkið finst þar sem hún er stödd á danssam- komu með heitmanni sínum, þá tekur hún af skarið og skilar honum hringnum. Báðar sögurnar hafa þann galla, að bygging þeirra eða samsetn- ing er ærið viðvaningsleg, þráðurinn slitróttur og of mjög stiklað á hinu og þessu, án þess að gera nægilega grein fyrir því. En að öðru leyti hafa sögurnar líka mikla kosti. í þeim eru margar ágætar sýningar úr daglegu sveitalífi og stíllinn og málið á þeim er gott, bæði hreint og látlaust, og þó svo tilbreytingarmikið og auðugt af einkennilegum orðum og orðtækjum, að aðrir sagnahöfundar munu mikið geta af því lært, — og þá ekki síður orðbókahöfundarnir. Hann á framtíð fyrir sér, hann Valur, spáum vér. V. G. UPTON SINCLAIR: Á REFILSTIGUM. Eyrarbakka og Rvík 1913 — M- Bók þessi lýsir mjög átakanlega hinni hörmulegu meðferð auð- kýfinga og kjötjöfra á verkalýð sínum í slátrunarborginni miklu: Chicagó. Er það að vísu næsta ófögur lýsing, en frásögnin þó mjög »spennandi«, enda hefir bókin verið þýdd á flest menningarmál heimsins og hvarvetna lesin með mestu áfergju Geta íslendingar þar meðal annárs fræðst um það, hverjúm örlögum nýir innflytjendur éiga þar oft að sæta, er koma þangað mállausir og fáfróðir um alla lands- hætti og lenda þar í klónum á samvizkulausum agentum, sem auð- kýfingarnir hafa sent út af örkinni, til að ginna þangað auðtrúa út- lendinga og gera þá að þrælum sínum og réttlausum vinnudýrum. þýðandinn hefir ekki látið nafns sfns getið, og þó hreinn óþarfi að dyljast; því ekki þarf hann að skammast sín fyrir þýðinguna. Málið á bókinni er meira að segja óvenjulega gott. En stafsetning og einkum setning greinarmerkja og prófarkalestri talsvert ábótavant, og pappírmn lélegur. V G. ÞÚSUND OG EIN NÓTT. V. 2. endurskoðuð útg. Rvík 1914. í Eimr. XX, 145 var þess getið, að hún væri nú öll út komin í annað sinn (öll fjögur bindin). En þetta var misskilningur, sem staf- aði af því, að fyrri útgáfan vat í fjórum bindum. En nýja útgáfan er í 5 bindum, og er henni nú fyrst lokið. Eiga því þeir, er keypt hafa 4 fyrstu bindin, enn eóða glaðning í vændum, því margar góðar sögur eru f 5. bindinu. Þar er t. d. sagan af Albondúkaní, sem er svo skemtileg, að óhætt er að segja, að það sé »dauður maður«, sem hana getur lesið án þess að verjast hlátri, nærri frá upphafi til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.