Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 17

Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 17
»7 Verði þér að von þinni og trú. Eg staðnæmist, þegar ég mæti þessu ferfætta barni jarðar- innar. Og músin nemur staðar. Hún horfir á mig, skjálfandi af hræðslu, hungri og kulda. Buxnaskálmin flaksar um mjóalegg minn og gúlpar í golunni. Músin mænir upp í misfelluna. Langar þig, einstæðingur, inn í milli fatanna? Hún hniprar sig á snjónum, situr á eftri fótunum og annarri framlöppinni. Annarri heldur hún á lofti, eins og hún vilji orna sér, teygir trýnið fram og leggur eyrun aftur. Nú færi ég stafinn til og vil gera holu í snjóinn, handa mús- inni til afdreps. Pá hræðist hún veldissprota minn og leggur á flótta. Hún hleypur beint á svarðarhlaðann og hverfur í renninginn. Eg ræ á skíðunum fram í brunagráðið og læt fjölina fljóta frá músarmótinu. »En kalinn á hjarta þaðan slapp ég.« Eg sé dökka þústu standa upp úr snjó og renningi langt í burtu. Pað er bærinn minn, nærri því fentur. — Þangað er nú förinni heitið. Par er ekki að tómum kofum að venda — ekki alveg. Og þó finst mér þessi ganga mín vera þunglamaþramm á helvegi. Ég geng með símastaurunum, því akbrautin er öll í kafi. Málmstrengirnir ymja í frostbitrunni. Og á hverri símastöð kveð- ur við sama fréttin: Jarðbönn — heyskortur — fjárfellir fyrir dyrum — og: kosningar til alþingis á morgun. Stálharka tíðarfarsins blasir við veðurglöggu auga frá heið- ríkjunni, yfir endalausum jötunheimi þessa fimbulvetrar. Viku- hláku mundi þurfa til bræðslunnar. Og þó ekki von um sauð- snöp nema á hávöðum. — En engin merki sjást á himni um sól- bráð né þey. Og engir bataboðar eygjast í hillingum draum- anna. x Einhver rödd kemur innan úr hugskoti mínu, sem mælir á þessa leið: »Pví styttirðu ekki litla berfætta vesalingnum aldur, hungruð- um og athvarfslausum aumingja, sem jörðin er búin að byggja út og linkind lífsins búin að steingleyma? — Eitt högg með stafnum, og þá var hún aldauða.« 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.