Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Qupperneq 64

Eimreiðin - 01.01.1916, Qupperneq 64
64 enda. Þó er máske þýðing Gröndals af henni enn skemtilegri, en þýðing Steingríms, og vantar þó sízt á, að hún sé spriklandi af fjöri. En þó vér nefnum aðeins þessa einu sögu, þá er það ekki af því, að hinar séu ekki líka skemtilegar. Yfirleitt eru þær allar skemti- legar, og viljum vér því ráða öllum þeim, sem ekki hafa enn fengið sér bókina, að kaupa öll bindin og gefa börnum sínum. Því mest yndi og not mun æskulýðurinn hafa af henni, þó hún sé auðvitað engu síður sælgæti fyrir fullorðnar sálir. V. G. ÁGÚST H. BJARNASON: DRAUMA-JÓI. Rvík 1915. Bók þessi er um þá gáfu manna, er fjarskygni kallast eða fjar- vísi, og farandskygni heitir önnur tegund hennar. Er þar skýrt nokk- uð frá erlendum rannsóknum í þeim efnum og tilfærð nokkur dæmi upp á fjarskygni manna. En megnið af bókinni er þó um íslending, sem hefir þessa gáfu, og kallaður hefir verið »Drauma-Jói«, en heitir réttu nafni Jóhannes Jónsson (f. ,4/4 1861), og nú á heima á þórshöfn. Eru þar tilfærðar 37 sögur af fjarvísi Drauma-Jóa, og sumar í fleiri útgáfum, og hefir höf. leitast við að afla allra þeirra sannana fyrir þeim, sem unt hefir verið að fá, og borið þær undir Jóa sjálfan. Er niðurstaðan sú, að hanp teiur 13 nokkurnveginn full- gildar sannanir fyrir fjarvísi Jóa, 15 hafi veiklað ' sönnunargildi, 3 sýni, að Jóa hafi getað skjátlast, og 6 verði að teljast óstaðfestar. Pá skýrir höf. og frá eigin tilraunum sínum við Jóa sjálfan, og hafa þær algerlega mistekist, sem bendir á, að fjarvísi Jóa hafi farið hnignandi með aldrinum. Þó getur það og hafa nokkru um valdið, að tilraunir þessar voru ekki gerðar í heimahúsum, heldur á ferða- lagi og undir breyttum kringumstæðum frá daglegu lífi. Rannsóknir þessar, sem prófessor Á. B. hefir gert fyrir Sálar- rannsóknarfélagið enska, eru fyllilega þess virði, að þeim sé gaumur gefinn, enda sögurnar svo skemtilegar, að bókin hlýtur að fljúga út. Er það ekki sízt fyrir oss íslendinga gaman að kynnast hjá nútíðar- mönnum sömu fjarskygnis- og farandskygnisgáfunni, sem svo oft er getið um í fornritum vorum, og Snorri lýsir svo hjá Óðni: »Óðinn skipti hömum; lá þá búkrinn sem sofinn eða dauðr, en hann var þá fugl eða dýr, fiskr eða ormr, ok fór á einni svipstund á fjarlæg lönd at sínum erendum eða annarra manna.« Og svipað er sagt um Finn- ana, er þeir vildu skygnast um á fjarlægum stöðum (t. d. er Harald- ur Gormsson sendi þá til íslands), að búkurinn lá kyr sem sofandi eða dauður, meðan andinn fló til fjarlægra staða og »svipaðist« þar um. V. G. HANNES T'ORSTEINSSON: GALDRA-LOFTUR. Söguleg rann- sókn. (Sérpr. úr »ísafold«). Rvík 1915. í ritgerð þessari rannsakar H. I\, hvað vitað verði um Galdra- Loft með sögulegri vissu, og er það í höfuðatriðunum þetta: Loftur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.