Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 4

Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 4
4 harður. Hinar örsmáu hreyíingar í ljósvakanum framleiða hita, ljós, liti og allar efnabreytingar, sem ljósmyndasmíðin er bygð á, aðeins með mismunandi löngum og hröðum bylgjum. Með|miklu hugviti og kyndugum tilraunum hafa vísindamenn getað sundur- liðað geislana, og mælt og talið hinar einstöku ljósvakabylgjur; en hér er um svo smáar stærðir að ræða, að þær verða jafn- óskiljanlegar eins og hinar miklu fjarlægðir í himingeimnum. Rauða ljósið brotnar minst, bylgjulengd þess er 0,000788 mm, fjólubláa ljósið brotnar mest, og eru bylgjur þess nærri helmingi styttri, 0,000403 mm, hinir litirnir eru þar á milli. Hraði þess- ara hreyfinga er svo mikill, að hinar ýmsu bylgjur í ljósbandinu, frá rauða endanum til hins fjólulita, gjöra 300—760 bilj. sveiflur á hverri sekúndu. Hugann sundlar við að hugsa um slíkar tölur, og. þó hefir þetta alt verið mælt með hinni ýtrustu nákvæmni. Hinumegin við rauða litinn í ljósbandinu eru ósýnilegir geislar, aðallega hitageislar; og handan við fjólulitinn eru einnig ósýnileg- ir geislar (últra-fjólulitir geislar); þeir stýra mjög efnabreytingum. Pessar örsmáu ljósbylgjur eru því nær hinir einu miðlar vorir við umheiminn; án þeirra gætum vér ekki skynjað veröldina; og um leið eru þær skilyrði alls lífs á jörðunni. Snemma á 19. öld fundu menn fjölda af dökkum rákum í ljósbandi sólar, en seinna varð Charles Wheatstone *) þess var, að ljósbönd logandi gufu voru mismunandi eftir efni gufunnar, með fleiri eða færri mislitum rákum, ýmislega niðurröðuðum eftir því, hver efnin voru. Árið 1860 báru þeir Kirchhoff og Bunsens) saman ljósband sólar við ljósbönd ýmsra efna, og fundu ráðning gátunnar, hvernig stóð á svörtu rákunum í sólarljósinu. Það kom í ljós, að mislitu og björtu línurnar í glóandi gufum sam- svöruðu dökku línunum í sólarbandinu, af því ljós glóandi líkama sýgst upp og hverfur við að fara gegnum glóandi gufu (absorb- sion). Lofthvolf sólar er sjóðandi eimur, sem geislar hinna innri efna verða að fara gegnum. Svörtu rákirnar koma af því, að hinir einstöku geislar frá gufukendu frumefni gleypa í sig einmitt x) Charles Wheatsttne (f. 1802, d. 1875), nafnfrægur enskur eðlisfræðingur og hugvitsmaður, fann margt, er snerti notkun rafmagns og síma. 2) Gustav Robert Kirchhofl (f. 1824, d. 1887), háskólakennari í eðlisfræði í Heidelberg og Berlín. Robert Wilhelm Bunsen (f. 1811, d. 1899), heimsfrægur efnafræðingur, háskólakennari í Heidelberg, gerði ágætar eldmenjarannsóknir á ís- landi 1846. Sbr. >Landfræðissaga« IV, 42—44.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.