Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 44
44 1557 m- Geysir segir hann að sé norður af Heklu, og skýtur þar dálítið skökku við. — Á suðvesturströndinni segir hann, að jökulárnar hafi sjerstaklega myndað víðáttumiklar sandsléttur og fylt firði. Allir vita, að þetta á sér einkum stað á suðurströnd landsins austanverðri. Loftslag segir höf. miklu harðara á Norðurlandi en Suður- landi og mjög mismunandi eftir árstíðum, en telur samt vetrarhita Akureyrar 4- 6,s° og sumarhita 8,8°, en Reykja- víkur 4- 3,5° og 12°, og eftir því ætti munurinn á sumar- og vetrarhita að vera hjerumbil hinn sami á Akureyri og í Rvík, og er þetta hvað upp á móti öðru. Ársmeðalhita Rvíkur telur hann 3,6° og Akureyrar 0,5°, en þetta er heldur ekki rétt. — Sá mað- ur, er sannfróðastur er um ísland allra núlifandi manna, dr. Porv. Thóroddsen, segir í íslandslýsingu sinni hinni miklu, sem vafa- laust má telja hið bezta og áreiðanlegasta rit um landið, árs- meðalhita Rvíkur 4,2°, vetrarhita -f- i,o° og sumarhita 10,5°, en ársmeðalhita Akureyrar 2,4°, vetrarhita 4- 3,1° og sumarhita 9,6°. Eftir þessu er mismunur vetrar og sumars á Akureyri 12,7°, en í Rvík ii,5°, svo ekki munar næsta miklu. í Grímsey er munur- inn enn minni, aðeins 8,6°. — Petta er alt 28 ára meðaltal. Villandi er það, sem höf. segir um gróðurríkið, að það líkist mjög gróðurríki Suður-Grænlands; því þótt gróðurlagið sé auð- vitað nokkuð svipað, þá eru tegundirnar hér að miklu leyti aðr- ar; en aftur sömu og austan hafs, svo ísland verður að teljast til Norður-Evrópu í gróðurfræðislegu tilliti. Ekki lítur út fyrir, að höf. viti neitt um skipun alþýðufræðslu í landinu. — Gagnfræðaskóli segir hann að sé á Möðruvöllum. Um botnverpingana getur höf. ekki, en segir, að fiskiveiðun- um hafi farið mjög fram, síðan fengin voru þilskip frá útlöndum. — Rjúpur og æðarfuglar eru að hans sögn þeir fuglar, sem helzt eru veiddir hér, annarra ekki getið; hefði þó óneitanlega legið nær, að nefna einhvern fugl fremur en æðarfuglinn! Ekki tekur betra við, þegar til sögunnar kemur. Par segir, að Norðmenn hafi fundið ísland á 9. öld, og hafi H a r a 1 d u r hárfagri slegið eign sinni á landið, og þangað til 1262, þegar það komst undir Noreg, var það sjálf- stætt höfðingja-lýðveldi (»toges i Besiddelse af Harald Haarfager, og indtil 1262, da 0en kom ind under Norge, var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.