Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Side 44

Eimreiðin - 01.01.1916, Side 44
44 1557 m- Geysir segir hann að sé norður af Heklu, og skýtur þar dálítið skökku við. — Á suðvesturströndinni segir hann, að jökulárnar hafi sjerstaklega myndað víðáttumiklar sandsléttur og fylt firði. Allir vita, að þetta á sér einkum stað á suðurströnd landsins austanverðri. Loftslag segir höf. miklu harðara á Norðurlandi en Suður- landi og mjög mismunandi eftir árstíðum, en telur samt vetrarhita Akureyrar 4- 6,s° og sumarhita 8,8°, en Reykja- víkur 4- 3,5° og 12°, og eftir því ætti munurinn á sumar- og vetrarhita að vera hjerumbil hinn sami á Akureyri og í Rvík, og er þetta hvað upp á móti öðru. Ársmeðalhita Rvíkur telur hann 3,6° og Akureyrar 0,5°, en þetta er heldur ekki rétt. — Sá mað- ur, er sannfróðastur er um ísland allra núlifandi manna, dr. Porv. Thóroddsen, segir í íslandslýsingu sinni hinni miklu, sem vafa- laust má telja hið bezta og áreiðanlegasta rit um landið, árs- meðalhita Rvíkur 4,2°, vetrarhita -f- i,o° og sumarhita 10,5°, en ársmeðalhita Akureyrar 2,4°, vetrarhita 4- 3,1° og sumarhita 9,6°. Eftir þessu er mismunur vetrar og sumars á Akureyri 12,7°, en í Rvík ii,5°, svo ekki munar næsta miklu. í Grímsey er munur- inn enn minni, aðeins 8,6°. — Petta er alt 28 ára meðaltal. Villandi er það, sem höf. segir um gróðurríkið, að það líkist mjög gróðurríki Suður-Grænlands; því þótt gróðurlagið sé auð- vitað nokkuð svipað, þá eru tegundirnar hér að miklu leyti aðr- ar; en aftur sömu og austan hafs, svo ísland verður að teljast til Norður-Evrópu í gróðurfræðislegu tilliti. Ekki lítur út fyrir, að höf. viti neitt um skipun alþýðufræðslu í landinu. — Gagnfræðaskóli segir hann að sé á Möðruvöllum. Um botnverpingana getur höf. ekki, en segir, að fiskiveiðun- um hafi farið mjög fram, síðan fengin voru þilskip frá útlöndum. — Rjúpur og æðarfuglar eru að hans sögn þeir fuglar, sem helzt eru veiddir hér, annarra ekki getið; hefði þó óneitanlega legið nær, að nefna einhvern fugl fremur en æðarfuglinn! Ekki tekur betra við, þegar til sögunnar kemur. Par segir, að Norðmenn hafi fundið ísland á 9. öld, og hafi H a r a 1 d u r hárfagri slegið eign sinni á landið, og þangað til 1262, þegar það komst undir Noreg, var það sjálf- stætt höfðingja-lýðveldi (»toges i Besiddelse af Harald Haarfager, og indtil 1262, da 0en kom ind under Norge, var

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.