Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 21
21
perlur, dýrindis gimsteinar. Og þessar perlur á ég, því þetta
land, sem þú stendur á, og svo langt sem augað eygir, er mín
eign. Skilurðu það, mín eign, mitt ríki.<
Svo hvarf hann inn í skóginn, jafn-hljóðlega og hann kom.
Þetta atvik kom fyrir mig seinni hluta júlímánaðar, sumarið
sem ég dvaldi á Ási.
Eg gat ekki gleymt karlinum, gamalmenninu einmana, sem
reikaði fram og aftur um skóginn, til þess að telja daggardrop-
ana á laufum trjánna. Eitthvað var það í fari hans, sem gaf til
kynna, að hann ætti sér einhverja sögu, einhverja einkennilega
raunasögu.
Bóndinn á Ási sagði mér sögu hans, skömmu síðar, þegar
ég hafði fært þetta í tal við hann.
fórður hét hann og var einbirni. Faðir hans var ríkur.
Hann átti Ás og allan skóginn hér umhverns. Ás hafði lengi
verið í sömu ættinni. Mann fram af manni búnaðist öllum hér á
Ási. Pangað til Björn, faðir Pórðar, kom til sögunnar.
Hann drakk mikið. Vanrækti að sýsla um búið. Loks var
As seldur upp í skuldirnar og skógurinn með. Björn dó um
sama leyti, í eymd og vanhirðu.
Pórður var 18 ára, þegar þetta gerðist.
Hann hafði verið léttlyndið og kætin sjálf; máske viðkvæm-
ur um of.
Hún hét Ásta, stúlkan hans. Pegar Ás var farinn, yfirgaf
hún hann, bað hann að gleyma sér, fyrirgefa sér. Hún hefði
ekki vitað hvað ást var, þegar hún lofaðist Pórði. Hún elskaði
hann ekki.
Þá varð hann svona, einrænn og undarlegur.
Eg var að hugsa um þetta, vonbrigði Pórðar og hvers hann
hefði farið á mis í lífinu, um þessa sorgarsögu, sem hafði ger-
breytt lífi hans, þegar Ásbóndinn mælti:
sþað hefir líklega átt að fara svona. Eg er búinn að gera
mikið á Ási, miklu meira en Pórð nokkru sinni hefir dreymt um.«
Pað var sigurhreimur í rödditini. Mér varð litið upp. Ég
horfði á hann. En hann horfði á akra og hús, skóg og engjar,
og sá, að það, sem hann hafði gert, var »harla gott«.