Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 8

Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 8
8 hnettir, sem eingöngu eru samsettir af þunnum gufum. Áður héldu menn, að þær væru stjömuhópar, sem aðeins væru svo fjarlægir, að sjónpípur gætu ekki greint hinar einstöku stjörnur; en litsjáin teknr hér af öll tvímæli, sýnir eingöngu litaðar rákir, engar svartar, og bendir það á fullkomið gufuform efnisins; inn- an um þessa gufu eru þó oft blettir af þéttara efni og hnettir, sem líkjast vanalegum fastastjörnum. Menn ætla því, að þoku- hnettir þessir séu sólir, sem eru að skapast, hnettir á fyrsta æskustigi, og hafa stjarnfræðingar méð mikilli alúð reynt að grenslast eftir allri myndunarframför þeirra og þroskun, og mun- um vér annarstaðar geta þess nánar. Furðulegan árangur hafa ljósrannsóknirnar enn haft á annan hátt. Með þeim hefir fundist ný aðferð til að mæla hreyfingu hinna fjarlægustu himintungla, sem menn áður ekki höfðu haft nein hugsanleg ráð til að kanna. Áður var hægt að mæla hlið- arhreyfing nokkurra fastastjarna, eins og hún ber við frá vorri jörð, en ekkert viðlit var til að mæla, hvort stjarnan hreyfðist í stefnu til vor eða frá oss. Nú hefir »spektróskópið« bætt úr þessu, gefið óyggjandi ráð til að mæla hreyfingu stjarna frá oss og til vor, og það þeirra stjarna, sem eru svo langt burtu, að ómögulegt er að mæla fjarlægð þeirra; hreyfing hnatta er jafn- hægt að mæla á þenna hátt, hvort sem þeir eru nálægir'eða fjarri, bara ef ljós þaðan nær til vor. Fyrsta ráðið til þessara mælinga ’fann Sir William Hugginsl) i868, og síðan hefir að- ferðin verið mikið bætt og fullkomnuð. Huggins uppgötvaði, að rákirnar mjakast dálítið til í ljósbandinu fram eða aftur eftir því, hvort stjarnan fjarlægist eða nálgast, og með nákvæmri mæling -þeirra breytinga, sem standa í eðlilegu sambandi við bylgjuhreyf- ing ljóssins, má reikna hreyfingu hnattanna. Menn hafa hvað eftir annað reynt þessa aðferð, með því að nota hana við sól vora og plánetur í sólkerfi voru, þar sem allar hnattahreyf- ingar áður hafa verið nákvæmlega mældar og reiknaðar á annan hátt, og hefir þessi ljósmælinga-aðferð reynst furðulega nákvæm. Hreyfing ótal fastastjarna hefir verið mæld með þessari aðferð; einna fljótast fer Blástjarnan (»Vega«); hún stefnir á vort sól- *) Sir William Huggins í London (f. 1824) hefir því nær eingöngu fengist við stjarneðlisfræði og gert ótal merkilegar uppgötvanir; kona hans hefir verið sam- verkamaður hans í vísindum og hafa hjónin bygt sér sérstakan stjörnuturn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.