Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 39
39
strokkhljóð og skelt aftur kistu. Eitt sumar vorum við öll systkinin
að taka blóðbjörg í þessum sama hvammi, og heyrðist okkur þá
hringlað í lyklum þar inni í steininum. Var steinn sá einkennilegur,
kolsvartur allur. Stebbi bróðir minn fann það út, að steinninn gaf
hljóð frá sér, ef kastað var í hann steini. Nú fórum við öll að stein-
inum, og höfðum sinn steininn hvert okkar í höndunum, og börðum
steininn fast. Ég segi fyrir mig, að það gerði ég með hálfum huga.
Það söng í honum, satt var það. Kristín vinnukona var við stekkinn,
kallar á okkur og segir: »Hættið þið þessum leik, því þið vitið ekki,
nema eitthvað komi út úr honum.« Þá kom pabbi - til skjalanna og
sagði: »Fyrir löngu vissi ég, að málmblendingur væri í steini þess-
um, og þó mest jám.« Eftir það urðum við aldrei hrædd við stóra
svarta steininn.
Blóðbergs-te var drukkið við öllum kvillum. Ef við fengum kvef
og höfuðverk, vorum við í rúminu daglangt, og drukkum blóðbergs-te
í sífellu, til þess að svitna. Þetta létu foreldrar mínir alla gera á
heimilinu. Og daginn eftir var vanalega öllum batnað. Enginn drakk
önnur eins ókjör af því og pabbi. I’að hafa víst verið 20 bollar á
dag, og varð því að taka mikið af því, ef veikindi kynnu að koma.
En vanalega var það ekki haft í stað vökvunar, því nóg var
mjólkin.
Læt ég svo staðar numið í þetta sinn; en meira hefi eg samt í
pokahorninu af æskuminningum, ef menn óska.
Aðeins þarf ég að bæta við, hversvegna ég fór að dirfast að rita
í Eimreiðina, eða nokkurt blað, er á prent kemur. Mér kom það
aldrei. til hugar, að tildra mér svo, hvorki í því né öðru. f’ví sann-
leikur'inn er sá, að ég hefi aldrei verið nein tildurrófa. Ég hafði ritað
eitthv’að af ferðasögu minni til Rvíkur, og bar þá svo við, að góð-
kunnngi minn sá það, sem ég var búinn með, og segir: »Haltu á-
fram Anna, og skrifaðu minningar frá æskuárum þtnum.« — >Held-
urðu « segi ég, »að mér detti í hug að láta prenta svona bull?« —
»Það er vel skrifað,« segir hann. — »Ertu að tala alvöru?« segi ég.
— »Já, þú mátt trúa mér, þú færð borgun fyrir það,« segir hann.
Og fyrir fortölur þessa góðkunningja míns réðist ég í að senda dr.
Valtý ferðina til Rvíkur.
Þessi góðkunningi minn er Ágúst Þórarinsson, verzlunarstjóri
Tangs-verzlunar í Stykkishólmi, sem er bæði vel greindur, og á-
litinn að hafa skarpa dómgreind.
Stykkishólmi, 23. nóv. 1914.
ANNA THORLACIUS.