Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 35

Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 35
35 vandarhöggum, fyrir passann góða. En rúmfastur hafði hann legið á eftir í 3 daga. Hafði þá sýslumaður gengið til hans, og átti víst bágt með að sjá hann; því Árni sýslumaður var einstakt góðmenni, enda þótt dómar hans þættu harðir. Mun hugsun hans hafa verið líkt háttað og Matth. Jochumsson lætur Lárenzíus sýslumann segja í j Skuggasveini«, þegar hann er í efa um, hvort hann eigi að dæma Harald sekan: »Nei, réttlætið skal feta beint fram, og líta hvorki til hægri né vinstri.« — Ekki svo illa sagt af skólapilti, og sýnir leik- ritið, hvað í piltinum bjó. Ekki held ég neinn verði, né hafi nokkru sinni verið, samdóma Bjarna gamla rektor, sem sagt var, að hefði sagt við Matthías: »Þú skalt ekki ímynda þér, drengur minn, að þú verðir skáld, þó þú hafir búið til þetta »pródúkt«.« Þykir sú spá Bjama lítt hafa ræzt, enda man ég, að oft hló dr. Hjaltalín að þess- ari setningu hans, og bætti þá við, að hann væri eins »prósaiskur« og hann væri stór, en rektor væri hann góður. Mörgum árum síðar, þegar allir héldu Sölva dauðan, kom á Vestfirði maður ókunnur öllum, er nefndi sig Sylvíus, og héldu menn það Sölva verið hafa. Hefir hann eftir því seint látið af brellum sínum. Nú kemur karl til sögunnar, er ég man vel eftir. Hann hét Jón, auknefndur »rytja«. Var hann niðurseta á 2—3 bæjum í 'sveit- inni, og vildu allir hafa karlinn, þó gamall væri, því hann var vinnu- samur, og gat smíðað dalla og aska. Hann var ætíð mánuð hjá okkur, og sat inni 1 stofu, að smíða smávegis, og tálgaði alt með kutanum sínum, vindutré og smástokka með renniloki, til að geyma ( smádót. Fékk ég einn undir fífukveikina mína, og annan fyrir pjötl- ur, sem ég saumaði úr pjötluvasa. Þeir voru svo gerðir, að kliptar voru ferstrendar pjötlur, sín með hvorum lit, saumaðar síðan saman, og látið fóður undir, höfð rifa að ofan, svo hönd kæmist ofan i, síðan settur strengur á og bönd, og bundið um mittið. Var vasinn hafður hægra megin, og höfðu allar konur svona vasa í ungdæmi mínu, en skáru ekki göt á pilsin, og settu ekki vasapoka þar í, eins og nú er títt. Pjötluvasinn hékk utan á pilsinu, undir svuntunni. Jón gamli rytja var ættaður norðan af Hornströndum, og hafði fengist við galdra í ungdæmi sínu. Var hann stundum kallaður Jón galdrakarl, en aldrei hafði hann verið við kvennmann kendur. Satt var það, að Jón var ákaflega forn í skapi, og oft var hann stirður í lund. Hann heyrði og illa, og eiginlega gat enginn látið hann heyra, nema Jón bróðir minn. Því á honum hafði karl miklar mætur, og hann gat talað við hann nærri því hljóðskraf. Einu sinni í rökkrinu herti Jón bróðir upp hugann og sagði við hann: »þú fórst með galdra, Jón minn, áður fyr.« Tók þá karl að blása, sem vandi hans var, er honum var mikið niðri fyrir, og segir: »Lítið lét að því.« Þá segir Jón: »Þú varst að hjálpa honum Egg- ert Fjeldsted einu sinni til að vekja upp drau': í Flatey.« Karl þeg- ir, en bróðir minn heldur áfram: »Já, en því hættirðu við galdrana, skarst úr leik, og varst ekki með félögum þínum?« Karl blés mjög og mælti: »Ég átti fyrir sálu að sjá, og þessvegna yfirgaf ég þá pilta.« Hélt karl, að allir svæfu, eins og þá var títt í rökkrinu, 3’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.