Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 38
38 íður, og var einkar skemtileg og greind. Hún var ætíð mánaðartíma hjá okkur, og var mjög þokkaleg kona. Ég var 8—9 vetra, er Þuríður gamla vildi eitt sumar fara til grasa með okkur börnunum. — Til grasa! Að fá nú að fara aftur til grasa! Og fyrir mánuði síðan vorum við búin að fá að fara á grasafjaU með mömmu. Sá, sem í fyrsta skifti fer á grasafjall, og finnur grös, verður hrifinn. Ég veit ekki, hvaða tilfinningar gripu mig, þ. e. a. s. ég get ekki gert mér ljósa grein fyrir þeim, en það eitt man ég, að ég fyltist óþektum unaði, er gagntók mig svo, að ég vildi aldrei hætta að tína grösin. Lyktin, þessi ilmandi lykt úr jörðunni, hafði endurnærandi áhrif á mig. Og áfergjan í að ná sem mestu! Ég man ekki til, að ég væri eins ánægð við nokkra vinnu. Já, nú fórum við með Éuríði til grasa upp á Grundarfjall. Við riðum upp undir fjallið, og upp í hina svo kölluðu Sneiðgötu. Svo komu tveir stallar, sem drengirnir hlupu upp. En það gat ég ekki, svo þeir urðu að draga mig upp. Við höfðum nesti í poka, köku, mjólkurost, sem kallaður var kjúka, og smjör í dálitlum öskjum úr skíði, með útskornu loki, og jafnmarga kandísmola og við vorum mörg. f>á áttum við að hafa í staðinn fyrir kaffi. Nú fórum við upp i svo kallaðan Mjóvadal, síðan upp í Hróksdal, þaðan upp j Vatnaborg, og svo niður á Fossakletta. En þar var ekki grasblað að sjá. Dimmviðri var valið til þess, að taka grös. Ekki var mikið um grös á Grundarfjalli, en þó var þetta gert á hveiju ári. En nú mega grösin eiga sig óáreitt, bæði á Grundarfjalli og annarstaðar, líklega af því, að velmegunin er meiri en þá. Ég held, að menn nú kunni ekki að lifa á öðru en aðkeyptum mat. Nú þyrsti okkur eftir matinn, en nóg var af lækjum, giljum og ám. En Þuríður gamla vildi ráða, hvar við drykkjum, og lét okkur drekka í gegnum hvítt léreft, því annars gætu farið ofan í okkur vatnskettir, brúnklukkur og ótal, ótal kvikindi. Við trúðum öllu, sem Þuríður gamla sagði, og gerðum eins og hún lagði fyrir. Og altaf var hún að segja okkur sögur um huldufólk, og að það væri mein- laust. Svo þegar pokarnir voru fullir, fórum við til hestanna. Og þegar heim kom, fórum við öll að hreinsa allan mosa úr grösunum. Og svo fengum við grasavelling úr tómri mjólk, sem er ágætismatur, hollur og nærandi. Einnig fórum við oftsinnis með Éuríði á berjamó. I’ar var að óttast lyngormana, og gefa gætur að köngulónum, og segja svo við þær: »Könguló, könguló, vísaðu mér á kolsvartan beijamó, ég skal gefa þér gull í skó, ef þú vísar mér á kolsvartan berjamóD Att- um við þá að hafa strangar gætur á, hvert hún hlypi, í hveija átt; og það brást ekki, að ef við fórum í sömu átt, þá fundum við ber. þetta var trú Þuríðar gömlu. Nú var eftir að taka blóðbjörg (blóðberg). I’að gerði f’uríður einn dag, en ég tók alt sumarið einsömul blóðbergið, dag og dag, en ekki svo langt frá mönnum samt, að ég ekki ávalt sæi húsið heima, eða fólk á túninu. Huldufólk væri í stóra steininum í stekkj- arhvamminum, sagði Kristín vinnukona mér, því þar hefði hún heyrt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.