Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 34
34
Eyrarsveit þá verstu eg veit á Vesturlöndum,
full er hún af fúlum öndum.
Og var nú hreykinn af að geta ort um óvini sína. Þá svarar pabbi:
Eyrsveitingar eru víst en friðland hjá þeim finna sízt
iðjusamir flestir; flökkusnatar verstir.
Varð Sölvi þá hljóður alt kvöldið, anga-greyið.
Oft gaf Sölvi okkur myndir af kóngum og spekingum, sem hann
málaði. Hann dró og upp allskonar uppdrætti, sem hann sagði, að
væru »skatterings-munstur« og »bróderingar«. En faðir minn sagði
um þessa uppdrætti, að hversu nákvæmlega sem leitað væri með log-
andi ljósi, þá væri ómögulegt, að fá nokkurn snefil af viti úr þeim.
Ég hafði þá ekkert vit á þesskonar, en heyrði, að móðir mín sagði,
að þeir væru ólíkir náttúrunni; því engin blóm væru þannig. En ég
man, að mér þótti þau falleg.
Sölvi var allajafna vel klæddur, og hélt sig að heldri manna sið
i búningi. Sá ég hann aldrei öðruvísi en í dökkum klæðisfötum, með
dökkgræna klæðishúfu á höfði, er hann hafði sjálfur sniðið eftir sín-
um smekk, að því er hann sjálfur sagði. Man ég enn vel, hvernig
húfan var. Hún var lág að aftan, en fór hækkandi fram eftír höfð-
inu, og var allrahæst að framan. Lítið der var á henni, og í báðum
vöngum lét hann hanga skúfa, úr stórum gulum glertölum, ex einhver
hafði gefið honum. Hann vildi ekki »svína sig út«, sagði hann oft.
Ekki man ég, hvaða verk það var, er hann átti eitt sinn að vinna
með piltunum, föður mínum og drengjunum, bræðrum mínum. Hann
fór með þeim, en kom brátt heim aftur, og sagðist vera óvanur saur-
verkum, eða að ata út föt sín. Ég man, að móðir mín sagði þá, að
hún skyldi ljá honum önnur föt á meðan. En ekki sagðist hann
klæðast í annarra manna föt, svo mikill maður sem hann væri.
Verkið mun hafa verið, að setja 2 báta upp í naust; en annar bát-
urinn var nýbræddur, og var ekki orðinn vel þurr.
Sölvi var vel vaxinn, miðmjór og herðabreiður, og hafði oftast
báðar hendurnar á mjöðmum sér, tíl þess að sýna hinn undraverða
vöxt sinn. Hann mátti heita laglegur maður, hátt og breitt enni,
nefið beint, og hafið ögn upp að framan, augun blá, og ekki smá,
hvelfdar brýr, og hakan nokkuð löng, og toginleitur. Skegg ýmist
topp á höku, eða þá fult vangaskegg. Sundurgerðamaður var hann
í meira lagi, er sjá mátti á vasaklútnum, sem ætíð hékk úr buxna-
vasa hans ofan á mitt læri. f’að gerðu og fleiri, og þótti »mont«.
Hann vildi einnig hafa hvítt hálslln, og gerði það, er hann gat.
Ég man, að daginn, sem Sölvi átti að fara, — þá fyrst, en fyr
ekki, — sást, að hann var ekki sneyddur allri tilfinningu. Éví stúlk-
urnar bentu mér á hann frammi í dyrunum og sögðu: »Nei, hann
Sölvi hefir grátið!« Þær sáu það á augum hans. Alla kvaddi hann
með kossi og handabandi, og var mjög dapur. Kendu þá allir í
brjósti um hann. Síðan fór hann út í Krossnes, og þaðan með
sýslumanni út í Olafsvík, og þar var hann hýddur tvennum 27