Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Page 17

Eimreiðin - 01.01.1916, Page 17
»7 Verði þér að von þinni og trú. Eg staðnæmist, þegar ég mæti þessu ferfætta barni jarðar- innar. Og músin nemur staðar. Hún horfir á mig, skjálfandi af hræðslu, hungri og kulda. Buxnaskálmin flaksar um mjóalegg minn og gúlpar í golunni. Músin mænir upp í misfelluna. Langar þig, einstæðingur, inn í milli fatanna? Hún hniprar sig á snjónum, situr á eftri fótunum og annarri framlöppinni. Annarri heldur hún á lofti, eins og hún vilji orna sér, teygir trýnið fram og leggur eyrun aftur. Nú færi ég stafinn til og vil gera holu í snjóinn, handa mús- inni til afdreps. Pá hræðist hún veldissprota minn og leggur á flótta. Hún hleypur beint á svarðarhlaðann og hverfur í renninginn. Eg ræ á skíðunum fram í brunagráðið og læt fjölina fljóta frá músarmótinu. »En kalinn á hjarta þaðan slapp ég.« Eg sé dökka þústu standa upp úr snjó og renningi langt í burtu. Pað er bærinn minn, nærri því fentur. — Þangað er nú förinni heitið. Par er ekki að tómum kofum að venda — ekki alveg. Og þó finst mér þessi ganga mín vera þunglamaþramm á helvegi. Ég geng með símastaurunum, því akbrautin er öll í kafi. Málmstrengirnir ymja í frostbitrunni. Og á hverri símastöð kveð- ur við sama fréttin: Jarðbönn — heyskortur — fjárfellir fyrir dyrum — og: kosningar til alþingis á morgun. Stálharka tíðarfarsins blasir við veðurglöggu auga frá heið- ríkjunni, yfir endalausum jötunheimi þessa fimbulvetrar. Viku- hláku mundi þurfa til bræðslunnar. Og þó ekki von um sauð- snöp nema á hávöðum. — En engin merki sjást á himni um sól- bráð né þey. Og engir bataboðar eygjast í hillingum draum- anna. x Einhver rödd kemur innan úr hugskoti mínu, sem mælir á þessa leið: »Pví styttirðu ekki litla berfætta vesalingnum aldur, hungruð- um og athvarfslausum aumingja, sem jörðin er búin að byggja út og linkind lífsins búin að steingleyma? — Eitt högg með stafnum, og þá var hún aldauða.« 2

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.