Eimreiðin - 01.10.1919, Síða 2
194
RADÍUM
IEIMREIÐIN
reyndist jarðtegund þessi afar-geislarík og ályktaði því, að
hún mundi hafa óþekt frumefni að geyma. Ekki síst fyrir
þetta eru rannsóknir frú Curie mjög glæsilegar; hún á-
lyktar að nýtt efni með sérstakri náttúru hljóti að vera
til, áður en hún eða aðrir eínafræðingar hafa fundið það.
Frúin átti við ýmsa erfiðleika að striða því tilraunirnar
voru að öllu leyti dýrar og flóknar og útheimtu m. a.
afar-mikið af jarð-
tegundinni frá Bæ-
heimi. Stjórn Aust-
urríkis sýndi þá
rausn.að gefa henni
og senda til París-
ar eina smálest af
»Pechblende«; var
þessi dýrmæti jarð-
vegur klofinn í ýms
efnasambönd og
lauk tilraununum
þannig, að frú Cu-
rie fann nýtt frum-
efni með afar-mik-
illi geislaorku og
nefndi það radíum
(radius = geisli).
Hið nýja frumefni
fanst í upphafi í
1. mynd. _
Krabbamein i andliti. Sambandi VÍð Önn-
. ur efni, sem radí-
um-salt, en árið 1910 tókst frú Curie að framleiða al-
gerlega hreinan radíum-málm.
Til þess að vinna radíum úr einni smálest þeirrar jarð-
tegundar, sem það finst í, þarf margar smálestir af kem-
iskum efnum, ósköpin öll af vatni, mikinn vinnukraft og
húsakynni; radíum hlýtur því að vera dýrt efni, enda
verða ekki unnin meira en ca. 20 centigrömm radíums
úr allri smálestinni; það er álíka mikið og fimti hluti úr
venjulegum aspirín-skamti handa fullorðnum manni.