Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Síða 3

Eimreiðin - 01.10.1919, Síða 3
EIMREIÐIN] RADÍUM 195 Alls munu hafa fundist um 40 ný geislarík frumefni, sem eru hvert öðru skyld og venjulega skipað niður í fjóra aðalflokka. Rannsókn á radíum og öðrum geislandi efnum hefir leitt ýmislegt nýtt í ljós um eðli og ásigkomulag frum- efnanna. Enginn vafi leikur á að radíum sé frumefni; það hefir ýmisleg einkenni, sem til þess eru talin óyggjandi, svo sem ákveðinn þunga efniseind- anna (atómanna), sérstök sambönd við önnur efni, ein- kennilegt »speetr- um« og svo frv. En radíum er þó annars eðlis en hin gamalkunnu, rosknu og ráðsettu frumefni, t. d. járn eða gull; það er engu líkara en í því sé einhver ó- rói eða óeirð, sem lýsir sér þannig að radíum klofnar sundur og mynd- ast af því önnur frumefni — helíum og polonium — og klykkja þessar byltingar efniseinda radíums út með þvi, að af þeim myndast blý. Þar að auki gefur radíum frá sér eim eða gufu, svonefnda »emanation«. Það hefir verið einn af höfuðlærdómum efnafræðinga nútimans, að einu frumefni yrði ekki breytt í annað; járn væri járn og gæti aldrei annað orðið og svo væri og um önnur frumefni. En nú kemur í ljós að radíum og fleirk geislarík efni ekki einasta klofna og ganga í sambönd við önnur efni, heldur myndast beinlínis af þeim ný frumefni; *13

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.