Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Side 5

Eimreiðin - 01.10.1919, Side 5
EIMREIÐINl RADIUM 197 vegna hinnar sífeldu geislunar, sem út frá því stafar, og hafa eðlisfræðingar reiknað út, að geislakraftur radiums þverri um helming á 1800 árum. Geislarnir eru ekki allir sama eðlis; það eru venjulegir ljósgeislar heldur ekki, sem sýna má með því að hleypa þeim gegnum þrístrent gler, er skilur þá sundur í ýmis- lega lita geisla. Radíumgeislarnir eru greindir sundur með segulmagni og með því að hleypa þeim gegnum misjafnlega þykkar málmplölur. Með þessum aðferðum hafa fundist þrennskonar radíumgeislar, alfa-, beta- og gammageislar. Hinir síð- ast töldu orsakast af ölduhreyfing í ljósvak- anum. Munurinn á þess- um ýmislegu geislum er afarmikill og fáist menn við lækningar með ra- díum, er áríðandi að hafa fullan kunnugleika á þessum ýmsu geisla- flokkum. — Einkenni gammageislanna er, að svo má heita að þeir bruni gegnum alla hluti, sem á vegi þeirra verða; þeir komast gegnum málma og jafnvel þumlungs þykkar blýplötur fá ekki með öllu stöðvað rás þeirra. Öðru máli er að gegna um hina geislana; alfa-geislarnir komast t. d. ekki gegnum pappír eða baðmull og er því auðvelt að »sía« þá frá hinum geislunum; þetta nota menn sér við radíum-lækn- ingarnar. Eg gat þess í upphafi, að radíum gæti valdið breyt- ingum á holdi manna og dýra og urðu menn þess fljótt varir. Röntgengeislar og radíum hafa mjög svipuð áhrif á hörundið. Hið fyrsta, sem vart verður, er roði og hár- los. Mjög algengar eru skemdir á fingrum hjúkrunar- kvenna og lækna, sem við radíum fást, ef ekki er gætt 4. mynd. Eftir radíum-lækninguna.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.