Eimreiðin - 01.10.1919, Síða 9
EIMREIÐIN]
RADÍUM
201
Til þess að forðast skaðvæn brunasár og annað ógagn
af völdum radíumgeislanna þarf venjulega að skjóta þykk-
um blýplötum í veg fyrir geislana. Sé tilætlunin að geisla
krabbamein í vör, þarf því fyrst að leggja og festa blý-
plötu yfir meinið, en leggja radíumhylkin yfir plötuna.
Geislarnir þurfa því fyrst og fremst að komast gegnum
hið lokaða platínuhylki, sem radíumduftið er í, og þar á
eftir gegnum þykka blýplötu áður en þeir komast að sár-
inu. Með þessu móti er trygð geislun á meininu með hin-
um sterkustu geislum, en veikir og gagnslausir eða jafn-
vel skaðvænir geislar komast ekki gegnum svo þykka
málma.
Sjúklingarnir eru misjafnlega lengi geislaðir í hvert sinn;
fer það eftir eðli sjúkdómsins og ásigkomulagi. Stundum
liggur radíum að eins í 1—2 klukkustundir við sjúkling-
inn, en geislunin getur líka tekið heilan sólarhring. Geisl-
unin er mjög misjafnlega sterk; fer það eftir þvi hve
mikið radíum er notað og hve margar klukkustundir og
er styrkleiki geislunarinnar einmitt oft til tekinn í milli-
gram-stundum. Miklu ræður og hvers konar málmplötum
(»filtrum«) og hve þykkum er hleypt í veg fyrir geislana;
stundum er notað gúmmí eða önnur efni í stað málina.
Alt þetta verður radíumlæknirinn að ákveða í hvert skifti
eftir nákvæma skoðun á sjúklingnum.
Radíum hefir verið notað til annars en að lækna sjúka
menn og þjáða. Styrjaldarárin var radíum tekið í þjón-
uslu hernaðarins til þess að greiða fyrir limlestingum og
manndrápum. Stórskotaliðsmönnum hugsaðist sem sé það
snjallræði, að hafa radíum á fallbyssumiðum til þess að
betra væri að miða byssunum í skuggsýnu. Með því að
koma fyrir á' byssumiðinu efni sem lýsir í myrkri fyrir
áhrif radíums, fengu menn dálítinn ljósdepil á miðið og
gátu því betur miðað byssunum. Afleiðingin af þessu varð
sú, að mestalt radíum, sem framleitt var, gekk til hernað-
arþarfa en lækningarnar voru látnar mæta afgangi. Síð-
ustu styrjaldarárin fengu Bretar aðallega til hernaðarþarfa
á viku hverri álíka mikið radíum frá Ameríku og radíum-
forði sá er, sem Radíumstofnunin í Reykjavík hefir eign-