Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Page 10

Eimreiðin - 01.10.1919, Page 10
202 RADÍUM [EIMREIÐIN ast, eða hérumbil 200 milligrömm. Eftir að friður var saminn, hefir herinn látið mikið radíum af hendi við læknana, enda var og er eftirspurn mikil eftir því. Frú Curie hefir lilotið heiðurinn af að finna radíum; vann hún að rannsóknum þessum í félagi við mann sinn, sem var mikils metinn visindamaður og því annað og meira en »maðurinn konunnar sinnar«. Þau hjónin hlutu Nóbelsverðlaun árið 1903. Pierre Curie varð nokkru síðar fyrir slysi á götu í Paris og dó af því; naut hans því ekki lengi við til frekari rannsókna. Frú Marie Curie er Pólverji og hefir hún nefnt frumefni eitt, sem hún hefir fundið, »Poloníum« eftir ættlandi sínu. Hún hefir unnið ósleitilega að frekari rannsóknum radíums og skyldra efna og m. a. fundið einingu, sem styrkleiki geislanna er mæld- ur við. Ýmsir rithöfundar hafa borið kvenþjóðinni á brýn skort á frumleika i hugsun og vísindalegri starfsemi, hafa bent á að karlmenn eigi allar meiri háttar uppgötvanir. Frú Curie hefir rekið sliðruorðið af kvenfólkinu. Hún hefir fundið hið nýja efni, radíum, sem reynst hefir heilla- drjúgt til að lina þjáningar og krankleika margra sjúk- iinga. Og ekki fer illa á því að einmitt konur bera mest úr býtum við radíumlækningarnar. Gunnlaugur Claessen. Verðlaunasagan. Hér á eftir fer sagan, er hlaut verðlaunin i samkepni þeirri, er auglýst var i 2. hefti Eimreiðarinnar þ. á. Dómnefndina skip- uðu, auk ritstjóra og útgefanda Eimreiðarinnar, þeir Ásgeir Ás- geirsson kennari, Jakob Jóh Smári magister, og-Porsteinn Gísla- son ritstjóri, og var nefndin öll sammála um að þessi saga hlyti verðlaunin. Alls höfðu 8 sögur borist Eimreiðinni í þessu skyni og mátli svo heita að sitt sýndist hverjum nefndarmanna um, hverja þeir teldi næst-tiestu söguna. Og þó að það skifti ekki mikíu máli hér, þar sem ekki var um nema ein verðlaun að ræða, má geta þess höfundanna vegna, að eftirtaldar sögur voru — sín af hverjum nefndarmanna — taldar næst-bestar »Kitlum«: Arngerður, Snjókast, Barnið og Tengdasonurinn. Sum- ar af þessum sögum mun Eimreiðin birta síðar. Því miður gelur Eimreiðin ekki birt nafn höfundarins að hinni útvöldu sögu, því hann hefir ekki gefið leyfi til þess. Ritstj.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.