Eimreiðin - 01.10.1919, Síða 12
204
KITLUR
[EIMREIÐlít
Hann var þrælslerkur og stirður, og svo feitur og lura-
legur, að það var eins og alt stæði honum á beini, fötin
og skinnið. Hann var skegglaus, með mikið, svart hár,
módökk augu, gríðarlega kjálka og þykkar varir. Hann
kýmdi stundum en hló aldrei, og það hét ekki að togað
yrði úr honum orð. En það voru að jafnaði ósvikin orð,
sem hann ýtti út úr sér, því hann var vel viti borinn.
Hann lagði tii einskis manns, og fáir urðu til að áreita
hann eða gera sér dælt við hann.
Hann hét Tómas og var kallaður Tumi. En eg gat al-
drei látið svo létt nafn loða við hann, og eg kallaði hann
Tumba og stundum Þumba. Eg kallaði hann það í góðu
og hann reiddist því ekki.
Þau voru trúlofuð, vinnukonan og hann, og höfðu
verið það í tvö ár. Hún hét Sigurlín og hafði flust í dal-
inn, og þótti þar ekki verklagin eða vinnusöm. Hún var
kát og bráðlynd, ljóshærð og ekki ólagleg í andliti, með
blá og skær augu. Flétturnar tóku henni vel í mitti, en
fötin fóru henni illa, og fótnett var hún ekki eða ökla-
prúð, og hreyfingarnar eins og hún væri síþreytt og þjök-
uð. Og yfir tiihugalífinu var sami blærinn. Lína hafði
víst lítil kynni af skúrum og skini æsku og ásta, og
minni en hún sjálf hefði kosið. Tómas bar til hennar
þunga, viðkvæma ást, en blíðu eða vinahót lét hann
aldrei á sér sjá.
Eftirlætisbarnið í hópnum var önnur kaupakonan. Hún
var seytján eða átján ára, snyrtileg stúlka, ekkert nema
ærslin og gæðin. Hún hét Lóa — það er að segja: hún
hét Kristbjörg, en var kölluð Lóa, því hún var kaup-
staðarbarn. En af Kristbjargar nafninu kallaði eg hana
æfinlega Bjöggu, og var hún orðin því svo vön, að hún
gegndi því engu síður en hinu.
Lóa var með þeim hætti, að hún flissaði að öllum
sköpuðum hlutum, og hana kitlaði svo hemjulaust, að
hún hafði til að hrökkva við eins og ótemja, ef einhver
hreyfði sig nálægt henni.
f*að lætur að líkindum, að við Lóa vorum glöðust í