Eimreiðin - 01.10.1919, Qupperneq 14
206
KITLUR
[EIMREIÐH®
á engjunum. Við sátum í hvirfingu skamt frá árbakkan-
um. Þar var hylur í ánni.
Við höfðum lokið að matast, en sátum í makindum.
Bóndi var með okkur og fórum við að engu óðslega.
Slægjan var góð og tiðin lék í lyndi.
Eitthvað hafði slest upp á vinskapinn með okkur Lóu.
Hún þaut á fætur og færði sig. í þeim umsvifum misti
hún annan skóinn, og hrökk hann að fótum Línu, vinnu-
konunnar, þar sem hún sat. Eg spratt upp til að hafa
hendur á skónum; það var nýbryddaður selskinnsskór,
með rósalepp innan i. Nú átti að leika kóngsson og
karlsdóttur.
Lina hafði horft á okkur Lóu, eins og svo oft endra-
nær. Nú skarst hún alt í einu í leikinn og greip skóinn
til að forða honum. Eg hirti ekki um það, og ætlaði
umsvifalaust að þrífa hann af henni.
Hún hélt víst að eg ætlaði að kitla sig. Hún kiptist
við, og hallaði sér aftur á bak upp í fangið á mér. —
»Þú mátt ekki kitla mig, elsku góði«, sagði hún.
Mér hvarf ónotalega allur gáski við þennan málróm, og.
það var eins og einhvern skömmustusvip drægi yfir hitt
fólkið. Eg bjóst til að ganga að verki, en fólkið sat, eins
og í hálfgerðum vandræðum. Eitthvað óhreint var að
slæðast í þessari þögn, og eg tók á því sem eg átti til,
að láta mér ekki bregða.
Það var eins og mér væri forvitni á að grenslast um
hug Tumba. Eg gekk aftan að honum, þar sem hann sat,
sté upp á axlirnar á honum, sínum fæti á hvora, og stóð
svo. Eg hafði stundum gert það áður.
Hann hreyfði sig ekki. »Það er misjafnt hvað menn
þreyta sig á vinnunni«, sagði hann ofurhægt.
Eg sagði ekkert, því eg vildi ekki egna hann. Og þessi
hnífill hans snart mig ekki. Hitt vissi eg vel, að hann
vann sér alt erfiðara en eg.
»Góða veðrið biður eftir okkur«, sagði bóndi, og stóð
upp. Stúlkurnar stóðu líka upp.
Eg hafði sest framar á bakkanum og var að laga á
mér skóinn. Þá stóð Tumbi upp. Hann gekk hægt að