Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Qupperneq 15

Eimreiðin - 01.10.1919, Qupperneq 15
EIMREIÐIN] KITLUR 207 mér, þar sein eg sat réttum beinum, og lagði hrammana þunglamalega á axlirnar á mér og hnén við herðarnar. Eg skeytti þessu lítið, og laut meira áfram í því skyni að hafa hann af mér. En hann fylgdi eftir, hægt og þungt, og beygði mig alveg saman. Eg leitaðist við að rísa upp, en þá lagðist hann ofan á mig með öllum sínum þunga. »Meiddu hann ekki, æ-i!« heyrði eg að gamla konan sagði. »Og þetta er alt í góðu«, sagði Tumbi, fast og rólega, eins og hann var vanur, en mér fanst sem hnífkutinn hans mundi fylgja orðunum. Eg náði ekki andanum og gat enga björg mér veitt. Eg ætlaði að öskra upp, en mér sortnaði fyrir augum, og mér skildist í einu vetfangi að eg mundi verða dauður eftir nokkur augnablik, og að Tumbi mundi liggja ofan á mér, þangað til honum væri farið að leiðast. Hann dæsti af áreynslunni; það var eins og mannýgt naut væri að þjarma feigum manni. Eg átti varla mikið eftir. Þumbi hreyfði sig ofurlítið, eins og til að hagræða sér. En á því tapaði hann. Þetta skifti engum togum. Eg varð ofan á. Hann var miklu sterkari en eg, en hann var alt af svifaseinn, og var kom- inn í sömu bóndabeygjuna áður en hann fengi við gert. Eg var svo reiður, að eg hefði getað drepið hann. Þess vegna slepti eg honum undir eins. Eg hélt að hann mundi fljúga á mig aftur, og þá ætlaði eg að berja hann undir drep, þvi eg vissi að hann var varnarlaus fyrir höggum. En Tumbi fór sér ekki óðslega. Hann stóð upp með mestu hægð og laut eftir hattinum sínum. Eg sá að hann ætlaði að ganga frá við svo búið, og mér varð það fyrir, að eg sparkaði í hann, þar sem hann stóð hálfboginn. Eg dró ekki af, og hann hentist út í hylinn á kolsvarta kaf. Kvenfólkið veinaði upp. En Þumbi klóraði í bakkann og skreið upp úr. Hann fnæsti út úr sér vatninu og glamraði tönnunum af hrolli. Úlpan og hólkvíðar buxna- skálmarnar vöfðust fast að honum, svo að honum varð erfitt að standa upp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.