Eimreiðin - 01.10.1919, Side 19
EIMREIÐIN]
KITLUR
211
Eg sá hvorugt þeirra um daginn. En seint um kveldið
reikaði eg úti við og gekk fram á þau bak við heyhlöð-
una. Eg leit á þau eitt augnablik. Hann reis makindalega
upp við vegginn og starði út í loftið. Hún hjúfraði sig
upp að honum og tók báðum höndum í vestisbarminn
hans, og hann hélt handleggnum utan um hana, eins og
hann væri að styðja við heytorfu.
Það var sem nýtt líf færi um hann, þegar hann sá mig.
Hann hreyfði sig ekki, en augun loguðu af heift og sigur-
fögnuði. Það var eins og hann vildi segja, að eg, helvítis
ílækingurinn, skyldi ekki taka hana frá sér, og að hann
skyldi rista mig sundur með ljánum, ef eg reyndi það.
Hún bærði ekki á sér og sá mig víst ekki. Hún mókti
við brjóst hans, eins og úrvinda barn. En Þumbi leit á
eftir mér eins og hann gæti ekki verið að ómaka sig á
að hrækja framan í mig.
Þetta var siðla sumars og farið að dimma nótt. Það
var tekið að rökkva. Eg fór inn og settist við opinn
glúggann.
Veðrið var dauðakyrt og alvarlegt, og svefnhöfgi siginn
a héraðið, en áin grét þungt og hljótt við bakkann. Það
dimdi hægt og hægt. Myrkrið seig yfir jörðina, þungt og
óumflýjanlegt eins og örlögin.