Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 19

Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 19
EIMREIÐIN] KITLUR 211 Eg sá hvorugt þeirra um daginn. En seint um kveldið reikaði eg úti við og gekk fram á þau bak við heyhlöð- una. Eg leit á þau eitt augnablik. Hann reis makindalega upp við vegginn og starði út í loftið. Hún hjúfraði sig upp að honum og tók báðum höndum í vestisbarminn hans, og hann hélt handleggnum utan um hana, eins og hann væri að styðja við heytorfu. Það var sem nýtt líf færi um hann, þegar hann sá mig. Hann hreyfði sig ekki, en augun loguðu af heift og sigur- fögnuði. Það var eins og hann vildi segja, að eg, helvítis ílækingurinn, skyldi ekki taka hana frá sér, og að hann skyldi rista mig sundur með ljánum, ef eg reyndi það. Hún bærði ekki á sér og sá mig víst ekki. Hún mókti við brjóst hans, eins og úrvinda barn. En Þumbi leit á eftir mér eins og hann gæti ekki verið að ómaka sig á að hrækja framan í mig. Þetta var siðla sumars og farið að dimma nótt. Það var tekið að rökkva. Eg fór inn og settist við opinn glúggann. Veðrið var dauðakyrt og alvarlegt, og svefnhöfgi siginn a héraðið, en áin grét þungt og hljótt við bakkann. Það dimdi hægt og hægt. Myrkrið seig yfir jörðina, þungt og óumflýjanlegt eins og örlögin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.