Eimreiðin - 01.10.1919, Qupperneq 38
230
BISMARCK FURSTI
lEIMREIÐIN
ders, Schillers og Beethovens var háleitari og ávaxtaríkari, heldur
en metnaðargirnd Bismarcks og Treitschkes, sem fyr eða síðar
hlaut að lenda i ógöngum.
Menn fá góða hugmynd um, hversu kynjasigrar Bismarck-
timabiisins og sá innblástur, sem streymdi út frá lífsstarfi járn-
kanslarans, hafa getað heiliað (»synhverfe«) mikinn hluta af
einni af dugmestu þjóðum jarðarinnar, þegar menn líta á það,
að af óllum fulltrúum þýska verkalýðsins í Ríkisdeginum, sem
voru ekki færri en 110 að tölu, var ekki einn einasti maður,
svo vitanlegt sé, sem fyrir stuðning flokksins fékk tækifæri
til að mótmæla, þegar rikiskanslarinn þann 4. ágúst 1914 hélt
því fram, að nauðsyn bæri til að senda þýska herinn yfir
Belgiu og brjóta þar með það hlutleysi, sem þýski ríkiskanslar-
inn og utanríkis-ritarinn höfðu skýlaust viðurkent örfáum árum
áður. Enginn mótmælti, svo menn viti, þeirri meginreglu, að
xnauðsyn brýtur lög«. Sennilegasta skýringin er sú, að einnig
meiri hlutinn af foringjum þýsku jafnaðarmannanna hafi látið
telja sér trú um, að ófriðurinn mundi verða útkljáður á fáeinum
vikum, með hraðgöngu til Parísar, og að varanlegur heimsfriður,
undir þýskri yfirdrotnan, yrði ávöxturinn af striðinu. Menn voru
druknir af gífurlegum hagnaðarlíkindum þýsku þjóðarinnar,
sviþað og margir síðar, á hættulegri stund, létu dáleiðast af
kamþavíni frönsku vinkjallaranna, rétt fyrir höfuðorustuna við
Marne!
Pá er annað dæmi, sem éngu siður sýnir hversu blóð- og
járnpólitikin var næm. í þýsku »hermannaalmanaki« fyrir árið
1915, sem auðsjáanlega er ætlað til geysiútbreiðslu og lesturs í
skotgröfunum, eru tilfærðir ritningarstaðir úr gamla- og nýja-
testamentinu við hliðina á kraftyrðum úr ritum Nietzsches.
»Pér segið, það er hið góða málefni, sem helgar jafnvel stríð.
Eg segi yður: »góiJ styrjöld helgar sérhvert málefni«. Svo segir
Friedrich Nietzsche, spámaður síðustu tima. Styrjöld er Nietz-
sche »góð styrjöld« þegar hún er nægilega langvinn og harð-
neskjuleg til þess að »þróttefla« hina »kristtrúarveikluðu« Norð-
urálfu og gefa þjóðunum aftur »hið harða táp herbúðanna, hið
djúpa, ópersónulega hatur, morðrósemina með góðri samvisku
......hið stolta kæruleysi fyrir stórtjónum, fyrir sinni eigin
tilveru og vina sinna .... eins og sérhver mikil styrjöld gerir«.
Pað verður skiljanlegt, hvernig áhlaupin á Verdun, sem eftir
svissneskum útreikningum kostuðu þýska vesturvígstöðvaher-
inn alt að hálfri miljón ungra, kröftugra manna, gátu átt sér
stað, þegar það er vitanlegt, að meðal annars, sem lesið er i
herbúðunum, eru slík kraftyrði eftir hinn nýja Zarathustra. Pegar
það kom upp úr kafinu, að styrjöldin varð ekki útkljáð með
einni sigurgöngu til Parisar og Calais og að úrslit hennar voru