Eimreiðin - 01.10.1919, Page 40
232
BISMARCK FURSTI
(EIMREIÐIN
öll önnur. Sá, sem gat bælt Pýskaland undir Prússland, gat
einnig bælt rétt annara þjóöa undir hiö nýja þýska riki.
Aðalglappaskot hans var þaö, að hann setti valdaviljann í rétl-
arviljans sess. Og hegningin varð sú, að hin undursamlega ham-
ingja hans gerði hann að dýrlingi. Miljónir manna trúðu á hann
og lituðu vilja sinn hans litum. Leiðtogi þýsku þjóðarinnar varð
afvegaleiðari.
Verk Bismarcks mun, þrátt fyrir alla aðdáun á stjórnmála-
tafllist hans, að loknum þessum ófriði, rýrna að gildi. Pað eru
komnir alt of stórir blóð-ryðblettir á járnhermannslíkan hans.
Pað verður bautasteinn yflr sorgarleik eins hinna vanbúnu
snillinga.
í bréfi, rituðu í mars 1890, hefir Björnstjerne Björnson, meðal
annars sagt um Bismarck:
»Eftir að hann hafði fullkomnað sameining Pýskalands með
oibeldi, var hann aðallega taflmaður, sem vann öll töflin, en
við það glataði framtíðinni; því hann var miðaldanna maður, og
hugsunarháttur nútímans fanst honum vera fráhvarf..............
Eg óttast, að við, vegna þessa nýja keisara, steypumst út í
Ijölda af mistökum, sem gerir afturkastið enn harðara og, ef
til vill, vekur Bismarck, eða að minsta kosti fyrirkomulag hans,
upp aftur. Ó, hve erviðir timar standa fyrir dyrum!«
B. P. Gröndal
tgdii.
Embættaveitmgar.
Eitt af því marga, sem oft þykir aflaga fara bæði hér
hjá oss og víðar, eru embættaveitingarnar, og þarf ekki
mikla umhugsun til þess að sjá, hve skaðlegt slíkt getur
orðið fyrir þjóðfélagið. Embættismennirnir eru hvorttveggja
í senn, vinnumenn þjóðarinnar og húsbændur. Þeir eru
trúnaðarmenn, sem halda giftu hennar eða ógiftu á hönd-
um sér meira en nokkrir aðrir. Þeir eiga að vaka yfir
því, að lögum hennar sé hlýtt, gæta heilbrigði hennar
andlega og líkamlega, geyma fjármuni hennar, fram-