Eimreiðin - 01.10.1919, Side 50
242
TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR [EImreiðin
Dæmi upp á samning gerðan einslega má nefna þetta
skjal: »Eg undirrituð.............lýsi því hér með yfir, að
eg í nærveru herra.............og djöfulsins Beelzebub, af-
neita gersamlega og af öllu hjarta, af öllum mætti og
orku guði, föður, syni og heilögum anda, hinni allra
hæstu guðs móður, öllum dýrlingum og englum«. Má af
þessu sjá, að lýsing prestsins muni rétt.
Þá er alkunnur samningur Jóhanns Fásts og djöfuls-
ins: »Eg Jóhann Faustus viðurkenni með minni eigin
hendi í bréfi þessu: Eg hefi ásett mér það, að rannsaka
frumefni alls. En þar eð eg hefi ekki með þeim gáfum,
sem mér eru að ofan gefnar, vitsmuni til þess, né heldur
get lært það af mönnum, þá hefi eg nú gefið mig á vald
útsendum anda, sem kallar sig Mefistofeles, sem er þjónn
fursta helvítis. Eg hefi valið mér hann til þess, að hann
kenni mér þetta, og hefir hann lofað að vera mér auð-
sveipur og undirgefinn. Þar á móti lofa eg honum og
heiti, að þegar 24 ár eru liðin frá dagsetningu þessa
bréfs, þá megi hann gera við mig hvað sem hann lystir
á alla máta og kærir sig um. Telst þar alt með, líkami
minn og sál, hold og eigur, og gildir þetta um alla ei-
lífð------—«.
Eða þá þegar Satan á að láta hertogann af Luxem-
burg hafa strax 10000 ríkisdali, og siðan 100 rikisdali
fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði o. s. frv.
Sama gilti einnig um máttinn til þess að gera öðrum
ilt eins og það að fá sjálfur ýms fríðindi. Það var líka
oft skoðað svo að gæfa og gleði væri beinlinis tekin frá
einum og gefin öðrum. T. d. voru dæmi til þess, að
»gæfu« var skift jafnt milli fleiri, eða að »gæfa« var
heimtuð aftur við málssókn.
Samningurinn var ávalt þannig, að maðurinn fékk gull
og græna skóga, um nokkurra ára bil, og mikinn mátt
yfir öðrum, en launin voru æfinlega sála mannsins um
alla eilífð. Og áhugi Satans að ná sálunum verður skilj-
anlegur, er vér höfum heyrt þá visdómslegu kenningu
»Galdrahamarsins«, að guð hafi ákveðið svo í upphafi,
að þegar viss tala sálna væri komin í himnaríki, þá