Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Page 52

Eimreiðin - 01.10.1919, Page 52
244 TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR [eimreiðin Þá fundu menn líka nóg dæmi í ritningunni, t. d. flug Habakúks, og einkum þó þegar djöfullinn tók Jesúm með sér upp á fjallið og musterisbrúnina. Hví skyldi hann þá ekki vera fús á að hjálpa vinkonum sinum á stefnu- mótið? Þegar til Bloeksbergs kom, voru borð skjótlega upp sett og slegið upp veitslu. Voru allskonar kræsingar á borð- um, en salt vantar þar þó í allan mat. En sjá má fólsku Satans í því, að stundum lét hann gesti sína óafvitandi eta úldin hræ og annan óþverra. Allir voru skyldugir til að koma á hverju ári í þessa veitslu, annars gátu þeir ekki sofið í friði. Þegar borð voru upp tekin, byrjaði dansinn, með allskonar svívirðilegum látum, og kemur ruddaskapur miðaldanna fram í j'msu við þær lýsingar, svo að ekki eru hafandi eftir. Endar svo veitslan með því, að hver púki velur sér lagskonu, og dvelja þau saman til morguns. Peir, sem nýir koma, rita nöfn sín með eigin blóði sínu í afarmikla bók, því næst lúta þeir djöflinum, og játast honum á hönd með því að kyssa hann á þá staði, sem ógeðslegastir mundu þykja. Stundum gerir hann þeiin sjónhverfingar þannig, að þeir þykjast sjá glæsilegan konung, og halda að þeir séu að kyssa á hönd honum, en þá er það i rauninni ógeðslegur hafur, sem lætur þá kyssa á lend sér. Að því loknu þrýstir djöfullinn með vinstri klónni innsigli sínu á líkama þeirra, einkum ef honum þóttu þeir ekki tryggir. Varð þá sá blettur alveg tilfinningarlaus alla æfi upp frá því, og var kallaður stigma diaboli. Ef slíkur blettur fanst, eða var látið sem hann hefði fundist, þá var það sú allra öruggasta sönnun fyrir því, að sá eða sú, er í hlut átti, væri í tæri við Kölska. Þegar nýr félagi hafði bætst við í hópinn, kendi djöf- ullinn honum fyrst af öllu að búa til galdradrykki og galdrasalvi úr ungbörnum. Gefur hann þeim þá líka duft nokkurt, baneitrað og skaðvænlegt. En það er svo til komið, að hann bregður sér í hafurslíki og lætur brenna sig til ösku, en askan er duftið. Sjálfur er hann svo jafn-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.