Eimreiðin - 01.10.1919, Síða 57
EIMREIÐIN]
FRESKÓ
249
»Kæra frændkona! Eg er sárhryggur út af þessu, og
get ekki fyrirgefið mér þessa glópsku mína. En þegar
þess er gætt, að Esmée hefir aldrei verið meira en þrjá
mánuði úr árinu heima á Milton Ernest, þá var ekki
auðvelt að hugsa sér að þetta gæti komið fyrir. Eg er
hræddur um að við Llandudno lávarður höfum engan
rétt til þess að skifta okkur af hag hennar, nema í fjár-
málum. Við höfum engan rétt til þess að skifta okkur af
því, hvort hún býður málara að snæða með sér, og ef
satt skal segja, þá bjóðum við báðir iðulega málurum
að snæða með okkur sjálfir. Þér lítið að vísu enn þá
heldur niður til málaranna, en það er nú svona, að
heimurinn hefir skift skoðun í þessu efni. Hún getur að
minni skoðun vel boðið honum til borðs með sér án
hneykslis, en hitt sé eg vel, að þetta er óhæfileg byrjun
hjá henni á því, að gefa honum undir fótinn. Þetta er
auk þess hrópleg ógæfa fyrir veslings piltinn, því að
nærri má geta, hvað hann getur haft upp úr því annað
en tál. Þegar henni fer að leiðast að hlusta á Tassó og
eiga við mandólínið, þá skal eg ábyrgjast að hún gleymir
honum á 24 klukkutímum eins og hann væri alls ekki
til í veröldinni, og heimtar af honum að hann þakki
henni auðmjúklegast fyrir 500 pund sterlings, sem hún
fær honum.
Eg held nú sannast að segja, að þér þurfið ekki að
gera yður alvarlegar áhyggjur út af þessu, enda þótt eg
sjái fullkomlega, hve móðgandi þetta hlýtur að vera
fyrir yður. Eg vildi óska að eg hefði aldrei rekist inn í
myndastofu Renzós. Annað eins og eg hafði fyrir því að
komast þangað, því að eg varð að ganga upp 195 tröpp-
ur í kolamyrkri til þess að komast þangað. Og í bjöllu-
strengnum hékk ávöxtur«.
Ekkjufrú Cairnwrath, Milton Ernest, til hr. Hollys,
Róm:
»Kæri Hinrik! Mig tekur sárt að sjá það, hvernig heim-
urinn er farinn að rífa niður allan stéttamismun og veð-
ur í léttúð út í allskonar ófærur. Þó að Llandudno lá-
varður bjóði málurum að snæða með sér, þá er eg samt