Eimreiðin - 01.10.1919, Page 58
250
FRESKÓ
[EIMREIÐIN
viss um, að hann mundi síðastur allra gela dætrum sin-
um leyfi til þess að giftast þeim. Og nú skal eg segja
yður það í fullri alvöru, að eg gæti best trúað þvi, að
Esmée frænka mín tæki upp á því af einhverjum brjál-
semis þráa, að fleygja sér í fangið á þessum manni. Mér
finst vera kominn tími til þess, að þér kallið saman ætt-
arráðsfund til þess að binda enda á þessa óhæfu«.
Hr. Hollys, Itóm, til ekkjufrúar Cairnwrath, Milton
Ernest:
»í Englandi er »conseilo de famille« ekki í lögum.
Hvað í ósköpunum eigum við að taka til bragðs?«
Ekkjufrú Cairnwrath til hr. Hollys (simskeyti):
»Getið þér ekki látið aðstandendur hans í Róm kalla
hann heim strax? Er ekki samningur við Ítalíu um fram-
sal skaðræðismanna?«
Hr. Hollys til ekkjufrúar Cairnwrath (símskeyti):
»Maðurinn hefir ekkert aðhafst, sem varðar við lög, og
hvernig á þá að heimta hann framseldan? Eg stend uppi
ráðþrota. Eg ætla að skrifa Llandudno. Eg er viss um
að hann fer strax til Milton Ernest«.
Ekkjufrú Cairnwrath til hr. Hollys (símskeyti):
»Mér þykir vænt um að Llandudno lávarður kemur.
Eg skal ekki trúa öðru en hún virði orð hans einhvers.
En þér ættuð samt að muna, að það var ekki Llandudno
lávarður, sem sendi þennan mann hingað«.
[Framh.].