Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 59

Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 59
EIMREIÐIN'l 251 Hitsjá. HULDA: TVÆR SÖGUR. Rvík, Bókav. Arinbj. Sveinbj. 1918. Sögurnar heita »Þegar mamma deyr ung« og »Átthagar«, og samtals eru þær 130 bls. Fyrri sagan er um stúlku, sem lærir sjálf að vera góð stjúp- móðir á því að eiga vonda stjúpmóður. Er það reyndar eldgam- all sannleikur, eins og Hebreabréflð segir: með þvi að hans sjálfs var freistað, er hann fær um að fuiltingja þeim, sem verða fyrir freistingu. En með þetta efni er hér farið með lipurð þeirri og prúðmensku, sem Huldu er lagið, og auk þess er frásögnin lif- andi og persónurnar vel auðkendar. En »Átthagar« er þó betri saga, meira efni og fastari tök. Stíllinn er viða einkennilega þjappaður og þróttmikill — og er það annars ekki einkenni Huldu. Hamarhlíðarættin er ekkert flysjungsfólk og þarna hefir ættin búið, maður fram af manni. Paö er því ekki furða þótt átökin verði hörð, þegar nýtt afl kemst inn í ættina, afl, sem togar burt, burt frá átthögunum. Vandlifað fyrir þá, sem unna átthögunum, en flnna kailið utan úr heimi listarinnar. En gamli stofninn sigrar, svo hlaut það að enda — hjá Huldu. Hulda trúir á sigur þess góða, og hví má hún það ekki? Þó að reyfarahöfundar noti slíkt til þess að þóknast múgnum, sem vill láta allar sögur »fara vel«, þá væri það ekki nema kjark- leysi, og skáldi ósamboðið, að þora ekki að láta söguna »fara vel«, þegar það er sprottið af sannfæringu. Fylgi hver sinni sannfæringu, það er og verður best. M. J. SIG. HEIÐDAL: HRÆÐUR II: HILDÁLF. Rvík, félagið Hlyn- ur, 1919, 243 bls. Hræður II er saga af einum manni, Karli, sem kallar sig Hildálf, syni Jóns Ólafssonar, sem var ráðsmaður í fyrri sög- unni, en er nú kaupmaður i Rvík. Kalli er litill strákur í Hræð- um I, en þó beygist þar strax krókur að því, sem verða vill. Karl er ekki hversdagsmaður, og sagan er tilraun að leysa þessa ráðgátu. Ut frá því einu verður hún að dæmast. Hitt er alt skraut (staffage). í æsku er Iíalli ófyrirleitinn, og þegar hann stálpast, ber snemma á einhverri mótþróalöngun, samfara metorðagirnd. Retta dregur höf. upp með fáum en skýrum dráttum. Kalli segir að Ijótt sé á Vatnsenda, eingöngu af því, að hann heflr heyrt alla aðra stagast á því, að þar sé fallegt. Og ræðan hans í fjárhús- inu, hvað er hún annað en umbrot frægðarfýsnarinnar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.