Eimreiðin - 01.10.1919, Side 61
EIMREIÐIN]
HITSJÁ
253
starf, par sem helst má engu skeika og ekkert vanta. En Páli
er trúandi til þess að leysa það af hendi af snild.
Hér er nú loks að komast í framkvæmd nauðsynjaverk, sem
ekki verður hótinu þýðingarminna, þó að þeir kunni að vera að
tiltölu fáir, sem skilja það. Til hvers er að eiga fjársjóðu, og fela
þá svo fyrir sjálfum sér? En það gerir sú þjóð, sem safnar hand-
ritum, en hirðir ekki að eiga handbæra skrá yfir þau.
í athugagrein á káþunni segir höf., að riti þessu verði haldið
áfram »smámsaman, eftir því sem fé verður fyrir hendi«. Er
ekki þetta dásamlegt? Hér hefði höf. átt að eiga svo herralega
húsbændur, að hann hefði getað sagt, að rit þetta kæmi út sem
óðast, að höf. hefði undan að búa það undir þrentun. Engin
ósköp mundi það nú kosta, og sama og ekkert á móts við fjár-
sjóðuna, sem hér opnast aðgangur að, um leið og Páll hrópar
sitt Sesam, Sesam yfir klettinum.
Við verðum að muna eftir því að nota Pál og aðra hæfa
menn meðan það er ekki of seint. Með því farnast þjóð vorri
best. M. J.
ISLANDICA, Vol. XI: The Periodical Literature of Iceland
down to the Year 1874, by HALLDÓR HERMANNSSON, 100
stórar bls. með mörgum myndum og eftirlíkingum.
Pað er vel farið, að einhverjir verði til þess að gefa gaum
og gera arðberandi bókmentafjársjóði vora, er vér höfum eigi
efni á sjálfir. Landsbókasafnið, fullkomnasta safn íslenkra fræða,
er svo haldið, að varla er einu sinni hægt að vita hvað þar er
til. En þá er gott að til skuli vera hið mikla bókasafn Fiskes,
búið nógum efnum til þess að gefa út vandaða bókaskrá og auk
þess gera alla bókafjársjóðuna arðberandi. Auk þess er það lán
mikið, að eiga við safn þetta, jafn óþreytandi og vandvirkan út-
vörð íslenskrar menningar og Halldór Hermannsson.
Petta er nú ellefta bókin, sem út kemur undir nafninu Is-
landica, og er ein sú merkasta þeirra. Er ekki annað um hana
að segja en lof eitt og þakkir, því að hún er bæði skemtileg og
ítarleg og án efa vönduð í alla staði, um það er nafn höfundar-
ins mér næg trygging, þó að ég sé ekki sá sérfræðingur á þessu
sviði, að ég geti dæmt um alla smámuni. Er hér rakin nákvæm-
lega saga allra blaða og tímarita, sem út komu á íslandi fram
að 1874, og er það ekki óverulegur þáttur í sögu landins á því
100 ára tímabili.
Væri bók þessi á íslensku er ég viss um að fjöldi alþýðu-
manna hefði stórmikið gaman og gagn af henni, og jafnvel þótt
á ensku sé, er ilt til þess að vita, í hve fárra höndum »Islandica«
virðist vera hér á landi. Pað er eins og fæstir vari sig á þvi, hve