Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Síða 62

Eimreiðin - 01.10.1919, Síða 62
254 RITSJÁ IEIMREIÐ1N ágaetar þessar bækur eru, en villist á þessu latneska nafni. Og svo eru þær lítt haföar á boðstólum hér. M. J. SKÓLABLAÐIÐ, ritstjóri HELGI HJÖRVAR. Vekja vill Eimreiðin athygli allra á þessu blaði. Pað hefir nú um nokkra hríð komið út, »aukið og endurbætt« undir ritstjórn Helga Hjörvars kennara, og er það hið vandaðasta að öllum frá- gangi, jafnt efni sem búningi, og hið eigulegasta í alla staði. M. J. ÁRSRIT FRÆÐAFÉLAGSINS. 4. ár. 1919. Petta rit er nú orðinn einn af sjálfsögðu gestunum á ári hverju, og jafnan laglega úr garði gert. I þessu hefti er fyrst grein eftir prófessor Porvald Thóroddsen um Alex. Húmbolt, ágæt ritgerð, bæði fróðleg og skemtileg. Pá er afarlöng ritgerð eftir ritstjórann, Boga Th. Melsted, um sambandslögin nýju og allra handa »landsins gagn og nauðsynjar#. Kemur greinarhöf- undur afskaplega viða við og gefur margar hollar bendingar, en óþarflega hefir hann alt á hornum sér, sem Islendingum við- kemur, en hellir væmnu, og sumpart óhóflegu, lofi á Dani. Er hóf best í því sem öðru. Petta eru veigamestu ritgerðirnar, en annars er best fyrir menn að fá sér ritið og sjá hvað þar er fleira. Allmargar myndir eru í ritinu. M. J. KÖTLUGOSIÐ 1918. Safnað hefir og samið GUÐGEIR JÓ- HANNSSON. Með myndum. MCMXIX. Ársæll Árnason. Hér er safnað saman í bók frásögnum ýmsra sjónar- og heyrnarvotta að Kötlugosinu mikla 1918. Eldgos eru jafnan í annálum vorum talin með stórtíðindum, enda eigi kyn þótt seint úr minni líði þeim, er í nánd búa. Hafa þau oft valdið stórmiklu tjóni á eignum og jafnvel mannslífum, og hallæri farið í kjölfar þeirra. Pessu gosi fylgdi og það, sem oft veldur mestum usla, sem sé ógurlegt jökulhlaup. Pað er því vel til fallið, að safna þessum frásögnum í eina heild, og varla getur þá skáldsögu er meira sé »spennandi« en sumt í þessum sönnu og látlausu frásögnum þeirra Skaftfelling- anna. Yfirleitt er ágætlega frá sagt. Bókin er hin snotrasta að öllum frágangi. Fylgja henni góðar myndir af gosinu og jakahrönnum eftir hlaupið. Auk þess upp- dráttur af Mýrdalsjökli og þeim sveitum, er hlaupið fór um. Eimreiðin flutti siðastl. ár ofurlítinn kafla úr þessu riti, sem þá var í smíðum, og nú í þessu hefti er enn nokkuð um þetta efni. M. J. JURTALITIR. PÓRDÍS STEFÁNSDÓTTIR safnaði. Fylgirit »19. .júní«.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.