Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 4
4
JÓLABLAÐ VÍSIS
jf i:u|
ktieth þú hittir þar
SMASAGA EFTIR
KRISTMANN GUÐMUNDSSON
X/'ínarborg ljómaði í vorsól-
^ inni, ilmur af ungu laufi og
fnykur af óhreinindum göt-
unnar blandaðist í andrúms-
loftinu; apríl var byrjaður.
Á gatnamótum við Giirtelinn
beið fjöldi fólks eftir sporvagn-
inum upp til Böblinhverfis. Ég
var þar á meðal útlendingur og
framandi, næmur fyrir öllu,
mér þótti nýstárlegt.
Klukkan var iiðlega tólf og
allir að flýta sér heim til há-
degisverðar. Um fimmtíu
manns var þarna saman komið,
flest miðaldra fólk og þögult.
Tvær ungmeyjar, hláturmildar
og ókyrrar, hvörfluðu um hóp-
inn; öðru hvoru skellihlógu þær
og hristu hárið frá enninu um
leið, með snöggum hreyfing-
um. Þrjár fullorðnar konur, er
stóðu saman, litu táturnar ó-
hýrum augum. En gamall, hor-
aður maður, skuggalegur á svip, j
starði á ungu stúlkurnar með^
seirðu augnaráði, sem ekki varð
miskilið, — ónei, það varð ekki'
misskilið, kulur fór um hrygg- |
inn á mér. er ég sá það; mig
langaði til að berja hann. —
FT^alsverður kliður var í hópn-
um og í fyrstu tók ég lítið
eftir bænarorðum betlarans. Ég
segi bænarorð, því það var,
íyrsta hugsun mín, eftir að ég*
gerði mér grein fyrir tilveru!
hans, að kvabbið í honum hljóm-|
aði einna líkast bæn hugstola'
manns. Mér varð allt í einul
Ijóst, að hann hafði verið þarna*
síðan ég kom og gengið milli1
manna betlandi, en slíkt. var1
svo algengt í stórborginni, að
maður veitli því ekki athvgli'
venjulega. Fvrstu dagana eftirj
að ég kom frá Norðurlöndum1
hlustaði ég með óhugnaði á
beltarana, er hvarvetna urðu á!
vegi mínum: — „Gefið mér í
Guðs nafni nokkur groschen, ég|
er að deyja úr, hungri!“ — Að
verða við bón þeirra var eins og
að hella í botnlausa gjá; þeir
voru ótel/andi og pyngjan mín
fremur létt, mér var nauðugur
einn kostur að daufheyrast. En
það kom fyrir að mig drevmdi
þá á nóttinni: — Kasir af fölum
ásjónum, augu sem störðu,
tryllt af auðmýkingu og von-
leysi. Og stundum þóttist ég sjá
barnið mitt á meðal þeirra, það
bað mig um mat og ég átti ekk-
ert að gefa því. —
Er ég hugsaði um þetta atvik
síðar, þá fannst mér eins og
. betlarinn hefði lengi verið að
. nálgast mig, eins og hann hefði
, hnitað ínai'ga hringi umhverfis
. mig, hringi sem alltaf voru að
þrengjast. En fyrst í stað greindij
ég ekki orð hans, sennilega af
því, að hann talaði bjagaða
þýzku, með annarlegum mál-
hreimi. Það var aðeins bænar-
hljómurinn í rödd hans sem
náði vitund minni, hið lága en
örvæntingarfulla óp, sem loks
varð að öskri. Samtímis heyrði
ég dyninn í sporvagninum, sem
var að koma, og skynjaði næg-
fara hreyfingu fólksins í kring-
um mig, er það tók að þjappast
saman yzt á gangstéttinni, þar
sem líklegast var að dyr
vagnsins myndi bera að, er hann
næmi staðar. Ég mjakaðist
ósjálfrátt 1 sömu átt.
T^að lá sérlega vel á mér þenn-
an morgun — sól og vor,
æskuþrótíur, lag sem ómar í
huga manns. Já, þetta lag, —
mér er það enn í minni: — „Ich
bin von Kopf bis Fuss auf Liebe
eingestellt". — Það var í tízku
þá. Rétt í þessu fór einhver í
hópnum að raula það og hlátur-
mildu ungmeyjarnar tóku strax
undir. Gamli maðurinn horaði
glotti ógeðslega og starði á þær
sefasjúkum augum, en fullorðnu
konurnar þrjár drógu munnvik-
in niður, stórhneykslaðar á svip.
Fleiri fóru að syngja og brátt
bauluðu fimmtán — tuttugu
raddir fullum hálsi:
„Frá hvirfli allt til ilja
af ástarþrá ég brenn.“
En þær gátu ekki þaggað
hróp betlarans. Það smaug um
taugar mínar, líkt og ískur í
korki, sem er tálgað með bit-
lausum hníf, og að síðustu
hrökk ég upp með andfæhmi
af draumadcala morgunsins. Ég
starði glaðvakandi á manninn,
er í þeim svifum kom í flasið
á mér, með báðar hendur útrétt-
ar og augu, sem hvimuðu í all-
ar áttir, friðlaus og myrk af
kvöl. Neyðaróp hans skóf inn-
an á mér hlustirnar, svo að ég
lyfti ósjálfrátt öxlunum til að
verjasi því. Og orð hans meitl-
uðust í hugskot mitt óafmáan-
lega: — „Gefið mér í Guðs
nafni fyrir mat lianda barninu
mínu!“ — Hann var útlending-
ur, það var auðhejn’t á mæli
hans, sjálfsagt flóttamaður að
austan, siginaxla, lágur í lofti,
klæddur skyrtu og buxum, sem
hvoru tveggja voru slitrur ein-
ar, og á fótunum hafði hann
leifar af sokkum, en enga skó.
Ég hafði aldrei séð neinn jafn-
hörmulega til fara og starði for-
viða á þennan útgang. Það sá
alls staðar í manninn beran.
Rétt í þessu kom sporvagn-
inn og nam staðar. Fólkið
þyrptist inn. Áður en varði var
ég einn eftir á gangstéttinni
með betlaranum. Hann stóð fyr-
ir framan mig, með útréttar
hendur, og horfði á mig þeg.j-
andi. Ég heyrði að hlátursroku
sótti að ungmyjunum sem stóðu
á afturpalli sporvagnsins.
Gamli maðurinn horaði var þar
hjá þeim, og fullorðnu konurn-
ar þrjár. Þau störðu öll á mig.
— Sporvagnsstjórinn hringdi til
brottfarar, ég tók viðbragð, veik
betlaranum íil hliðar og snar-
aðist upp á dvraþrepið í því að
vagninn rann af stað. — En í
sömu andrá mætti ég augna-
ráði betlarans og skerandi hróp
hans nísti mig: — „Ó, gefðu
mér í Guðs nafni fyrir mat
handa barninu minu!“ — Ég
fálmaði í ofboði niður í vasann,
sem ég alltaf geymi í smápen-
ingana mína, en greip í tórnt,
þar var ekki svo mikið sem eitt
einasta groschen. Og svo starði
ég ráðalaus í augun myrku uppi
á gangstéttinni; — auðvitað
hafa ekki liðið nema ein eða
tvær sekúndur, en ég komst að
því þá hversu afstætt hugtak
tíminn er. — Allt fram að þessu
hafði naumast hvarflað að mér
að hjálpa manninum, ekki sök-
um harðneskju eða hjartakulda,
heldur af því að hugsun mín
beindist blátt áfram ekki í þá
átt. Það var fyrst þegar ég fann
að vasinn minn var tómur, sem
ég skildi hve sárlega hann
þarfnaðist þess, er hann bað um.
Hverjum manni, er heyrði
bænakall hans, hlaut að verða
Ijóst að það var engin uppgerð.
Og hefði ég þrátt fyrir allt ver-
ið í vafa, myndu augu hans hafa
leitt mig í allan sannleika.
■jlXörg skáld hafa ort og skrif-
að um þjáninguna í aug-
um mannanna. Lýsingar þeirra
hafa snortið tilfinningar mínar,
án þess þó að ég skildi í raun
og veru hvað fyrir þeim vakti.
En nú horfði ég sjálfur í augu
þjáningarinnar, nú blöstu þau
við mér, nakin og hræðileg, og
það — það var annað en skáld-
skapur. —
Betlarinn hafði þagnað, hann
starði þögull á mig, en örvænt-
ing hans nisti eigi að síður hljóö
himnurnar í eyrum mínum: —
,Guðs nafni — mat — barninu
mínu!“ Og ég átti sjálfur barn,
sem ég elskaði. Það stóð þarna
við hlið hans og bað, í miskunn-
arlausum, glottandi heimi. —
„Gefið mér salt að eta, svo að
tungan skrælni í munni mín-
um,“ — loks skildi ég hvað átt
var við með því. Það var óp þess
lífs, sem dauðinn getur ekki
leyst frá óbæru böli, af þeim
sökum, að sjálfur kærleikur-
inn nærir hatur þess. Ég las
bæði kærleikann og hatrið í
þessum dökku augum kvalar-
innar, og' hin vonlausa bæn
þeirra lamaði mig svo gjörsam-
lega, að ég gat um stund ekki
hreyft leg'g eða lið. Mér varð
ljóst hversu þýðingarlaust það
er að látast ekki sjá ógæfu ann-
arra, því að öll þjáning heims-
ins er einnig þ’áning vor, hún
hún mun naga hjartarætur þín-
ar unz þú leggur hlustir við og
réttir hönd þina til hjálpar! Og
sem ég starði stjarfaður í augu
bróður míns, birtist mér sá
skilningur í allri sinni óttalegu
nekt, að barnið hans var mitt
barn, að það var barnið mitt,
sem var að deyja úr hungri og
að ég hafði brugðizt því.
Hann mun hafa séð hvað mér
leið, því að allt í einu slaknaði
á harðspenntum andlitsdráttum
hans, og samstundis var sem ég
losnaði úr dróma. Heili minn
tók til starfa og vann leiftur-
hratt að lausn málsins: — Ég
var með ávísun sem selja mátti
í hvaða verzlun sem var; — bezt
að fara með manninum og at-
huga barnið, kannske þurfti það
á læknishjálp að halda?
Þegar ákvörðunin var tekin,
ætlaði ég að stökkva niður á
gangstéttina aftur. En spor-
vagninn var þá kominn af stað
og þetta var engan veginn hættu
laust uppátæki. Einhver sterk-
ur maður, sem sá hvað ég hafði í
hyggju, þreif í öxlina á mér og
hélt fast unz vagninn var kom-
inn á fleygiferð. í stympingun-
um missti ég af mér hattinn og
hárið á mér ýfðist. Ungmeyj-
arnar tvær voru að kafna úr
hlátri og glott gamla mannsins
horaða var orðið fádæma ógeðs-
legt. Ég greindi í svip fullorðnu
konurnar þrjár, með munnvikin
dregin djúpt niður. Það var
orðin talsverð háreysti á vagn-
pallinum og einhverjir kröfðust
þess, að kallað væri á lögregl-
una. Rétt í því sleppti sterki
maðurinn öxlinni á mér svo
snögglega, að ég hrökklaðist aft-
ur á bak út af þrepinu og fór
margar veltur eftir götunni.
Sporvagninn hringdi ofsalega
og það gengu öll ósköp á, en
einhvern yeginn tókst mér að
brölta á fætur og flýja. — AI-
veg ósjálfrátt tók ég stefnuna
þangað sem ég hafði skilið yið
betlarann og vonaði að hann
myndi vera þar enn. — Ég var
allur aumur og lemstraður, föt-
in mín rifin og skítug og úr báð-
um höndum mínum vætlaði
blóð. En með allri þeirri þrjósku
sem mér er eiginleg, hljóp ég við
fót til baka þá leið, sem spor-
vagninn hafði farið með mig
nauðugan.
T>egar ég kom á áfangastað-
-*- inn, hafði aftur safnast
hópur manna, sem beið eftir
sporvagninum. Ég flýtti mér inn
í þvöguna og leit á hvern og
einn, í þeirri von að finna betl-
arann minn. En hann var hvergi
sjáanlegur. Ég æddi aftur og
fram um allar nálægar götur,
en kom samt hvergi auga á
hann. — Mér var orðið mjög
illt í höfðinu, eftir byltuna, og
einhverjir órar sóttu á mig,
eins og ég hefði hitasótt: —
Hver var eiginlega þessi betl-
ari? Var hann nokkuð annað en
ímyndun, — eða var hann —
var hann —? Ég sá fyrir mér
augu hans, sem geymdu í djúp-
um sínum alla þfáningu heims-
ins. Og allt í einu þótti mér sem
ég sæi tötrana hrynja af honurn;
frammi fyrir mér stóð skínandi
vera sem horfði ásakandi á mig:
, Það sem þér gerið mínum
minnsta bróður —.“
Ég hafði aftur nálgast hóp-
inn, sem beið eftir sporvagnin-
um. Tvær hláturmildar ung-
meyjar störðu á mig, þar sem
ég stóð, óhreinn og rifinn, með
úfið hár og hræðslu i augum.
Allt í einu greip önnur þeirra
niður í tösku sina, tók upp eitt-
hvað og gekk til mín. — „Gerðu
svo vel,“ sagði hún, með feimn-
islegu góðleikabrosi — og lagði
skilding í lófa minn.
Þetta er frú Jane Balclasare, sem ó heimsmet í kafsundi með
súrefnistæki. Hún synti 14 mílur, og um leið setti hún met i
þolköfun — var 62 stundir í kafi. Það var maður hennar, Fred
Baldasare, sem átti fyrra metið í langsundi í köfun — 13,2
mílur — en þegar hann kvæntist Jane fyrir 7 árum var lnin
ósynd og vatnshrædd!