Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 22

Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 22
22 JÓLABLAÐ VÍSIS IVÖUIA NHPI Þetta er ósköp hversdagsleg frásögn, um hversdagslegt efni -— og allt gerist þetta þegar enn var fært frá á íslandi. — Eg var á þrettánda árinu og ráðinn sem vikastrákur í sveit. Ekkert er borgarbörnunum, sem alast upp í göturykinu, heilbrigðara en aS dveljast sumai'langt í sveit, og umgang- ast og kynnast skepnum. Það er lífsreynsla fyrir sig. Koma svo heim að haustinu, bústin, sterk og hraust, vera búin að sprengja utan af sér fötin og orðin svo stór að mamma og pabbi þekkja varla barnið sitt aftur. Efiaust var það foreldrum minum mikill léttir að losna við mig ’ um stund, pöróttan götustrák, sem aldi’ei sat á sátts höfði við neinn og alltaf var verið að kvarta undan. Margt armæðuorðið hafði fall- ið þegar ég kom heim gauðrif- inn og skítugur eins og ég hefði verið í kolum eða rennblautur upp fyrir haus, svo lak úr hven’i spjör, þegar ég hafði dottið í sjóinn við að veiða kola niðri á bryggju. Margur hefur kastað mæðinni af minna til- efni en að losna við slíkan peyja. En að fara í sveit í þá daga, var ekki bara að labba með út- troðinn sjópoka eða tösku í hendinni niður á Ferðaskrif- stofu, kaupa sér farmiða með bifreið, setjast upp í og halla sér aftur á bak í dúnmjúku sæt- inu og láta fara vel um sig. Þá voru hestvagnarnir aðal- flutningatæki bænda í kaup- staðaferðum. Sumir voru með þetta 6-^-8 hestvagna í lest. Strákar, sem voru að fara í sveit, urðu að gera sér að góðu að sitja ■ á einhverjum *vagn- anna, og‘ef til vill voru himin- háir bingir af hertum þorsk- hausum jfyrir aftan þá á sama vagninuip. Þá var harðmeti notað méir í sveitum en nú er orðið. Sýo silaðist vagnalestin áfram sppr fyrir spor, og hið sí- felda, ópmbreytanlega urg í vagnhjóllmum er þau smullu af hnuUfingunum á veginum höfðu svéefandi áhrif. Þá vildu nú mardir óvanir ferðalangar ver.ða syjfjaðir, og ef þeir voru eklji butdnir á vagnana ultu þeir bar^ mður á þjóðveginn. . Venja bænda í þessum fei’ð- um Var að leggja af stað úr kaupstað að aflíðandi nóttu. Þetta var gert til að oma hest- unum á beit yfir nóttina. Væri farið úr Reykjavík austur var venjan að fara upp í Vötn og tjalda þar- fyrstu nóttina. Næsta dag farið yfir Hellis- jheiðL Þétta voru nú dagleiðirn- ’íulí þá daga. \ . O-r-O Bærinn hét Núpur í Hraun- sveit. Reisulegur bær á þeirra tíðar vísu; byggður úr timbri í gömlum bæjarstíl, með þrem- ur stafnþiljum. Þar var kirkju- staður. Bærinn stóð undir all- háu felli, með miklum og ein- kennilegum hömrum beint upp af bænum. Fyrir ofan bæinn stóð lítil, gömul timburkirkja. Fellið fyrir ofan bæinn, sem hét Núpsfell, var kjarrivaxið ofan frá hömrunum niður að tún- fæti. Fyrir framan bæinn, neð- an við túnið, voru rennisléttar grundir. Svo tóku við óræktar- móar og mýrar niður að Dalsá, allmiklu vatnsfalli, er rann um dalinn, en þó alllangt frá bæn- um. Núpur var talin kostajörð og hafði yerið setin af efna- bændum í langan tíma. Húsbóndinn hét Jóhann Ár- mannsson. Það fyrsta, sem ég minnist um hann er hæruskot- inn hökutoppurinn. Allir karl- ar voru skeggjaðir í þá daga. En það vai’ alveg sérstaklega virðulegt að vera með höku- topp, enda var Jóhann virðing- armaður í sinni sveit. Hann var hreppstjóri. Hann var mað- ur kominn á efri ár; stjórnsam- ur á heimili, nokkuð vinnuharð- ur talinn, þumbaralegur í tali og gat verið snöggur upp á lag- ið, ef því var að skipta. Annars var hann allra bezti karl inni við beinið, þó stundum fyndist mér helvíti langt inn í beinið á honum, ef mér varð eitthvað á í messúnni. Húsfreyjan hét Katrín Samú- elsdóttir. Hún var frekar lág vexti, en sá algildasti kvenmað- ur sem ég hafði þá augum litið. Eg undraðist það mest, að hún slcyldi aldrei sitja föst í bað- stofudyrunum. Enda var sagt, að gárungarnir í sveitinni hefðu það í flimtingum, að það væri röskui' tíu mínútna gangur i kringum hana. En það var nú náttúrlega heldur mikið sagt. Katrín var góð kona, alltaf brosmild og ljúf í viðmóti. Ein af þessum ástúðlegu gömlu konum, sem lýsa upp og hlýja allt umhverfi sitt. Þau hjónin voru barnlaus. Það var um tuttugu manns í heimili á Núpi. En ég get nú ekki farið að gera manntals- skýrslu um það. Heimilisfólkið var svona eins og gengur og gerist, en einn verð ég að nefna. Það er Nonni. Oft fannst mér hann vera eina persónan á heimilinu, sem nokkru máli skipti, enda er hann aðalsögu- persónan í þessari frásögn. Nonni var sautján ára, hnell- inn og samanrekinn, með eld- rautt hár og svo' hræðilega freknóttur, að mér fannst ég eiginlega aldrei sjá almenni- lega framan í haiuu.Hann vai* EFTIR C'ju&M. ~K. éJiríl. nson að nokkru leyti alinn upp á Núpi. — Já, hann Nonni, það var nú karl í krapinu, og eng- inn veifiskati, eitilharður og sterkur og mesti áflogaseggur. Við fórum líka í margar brönd- óttar, oftast í góðu, þó stundum gæti slegizt upp í vinskapinn. Hann átti það til að verða ein- kennilega ofsafenginn, eins og honum væri það alls ekki sjálf- rátt. Eg held að mér hefði leiðzt alveg hræðilega á Núpi fyrsta kastið, hefði Nonni ekki verið þar. Hann breytti allri tilvei’- unni. Það hefði verið dauður maður, sem hefði leiðst í návist hans og verið þó vottur að öll- um hans ski’ingilegu uppátækj- um. Þótt ýmsir yrðu fyrir glettingum hans á heimilinu, held ég að öllum hafi verið meinlaust til hans. Það hefði þá helzt verið Rósant, sem lít- ið vai’ um hann gefið framan af sumri. Rósant var ungur kaupamað- ur úr Reykjavik; hálfgerður spjátrungur og stertimenni, sem var annaðhvort ástfanginn upp fyrir eyru eða bara eitt- hvað að daðra við hana Fíu, unglingsstelpu, sem var þar líka í kaupavinnu. Hún var víst líka eins og þeir vildu hafa þær, þessir kvennamangarar, snoppufríð stelpa, með liðleg- an kropp og þrýstin brjóst und- ir þröngri blússunni, með hæfi- lega kunnáttu á hinar réttu sveigjur í mjöðmunum, með æsandi, áfengan hlátur og log- andi ástríðu í taugunum, fjör í augunum og sakleysið farið veg allrar veraldar. Þau voru að pukrast úti á kvöldin með leynd. En Nonni var þefvís og naskur á hlutina í kringum sig. Þau gengu upp í skógarkjarrið upp í Núpnum fyrir ofan bæinn. Þar settust þau til að stytta sér stundir. Rósant tók að kítla Fíu og hún rak upp penpíulegan hlátur. Svo kyssti Rósant Fíu, og Fía kyssti Rósant. Og' Fía sagði: — Æ, Rósant ... Ó, elsku Rósant .. . Og fleira gerðist . . . En við Nonni trénuðumst fljótt upp á að gantast við þess- ar turtildúfur og leiðinda hjú. Það var lítið spennandi til lengdar. 0—0 Eitthvað mánuði eftir að ég kom að Núpi, henti mig slys. Eg var á Blesa gamla, traust- um hesti; hafði verið- sendur með skilaboð á næstu bæi. Eg var kominn að rennisléttum flötunum fyrir neðan Núp, og spretti úr spori, reið í loftinu. Eg ímyndaði mér að. ég væri knapi á veðreiðum, eins og ég hafði. séð í bíó. heima r— og ég- ætlaði mér að/.vþrða .fyrstur í mai'k og hljóta verðlaunin. í hliðinu var lág grind, en mér fanns það alveg sjálfsagt að kenna Blesa gamla líka lúndr- unarhlaup — eins og var í bíó- myndunum. En þegar að hlið- inu kom, snarstanzaði Blesi, en ég hentist í loftköstum inn fyr- ir hliðið og hafnaði í moldar- traðkinu í tröðunum. Nei, Blesi garnli var ekki efni í neinn veð- hlaupa-Blesa — það sannfærð- ist ég um á stundinni. Eg stóð upp haltrandi, hafði snúið mig illa á öðrum fætin- um. Á hlaðinu stóð Jóhann bóndi og hreppstjóri. Mér fannst andlitið á honum jafn ógnþrungið og á mannætu tíg- risdýri, sem mundi eta mig á stundinni og það var enginn vafi að hökutoppurinn titraði. Mér var aldrei þessu vant boð- ið haltrandi inn í stofu eða kon- tór á Núpi. Það var líka í það eina skipti sem ég kom þar inn allt sumarið. Þar fékk ég þær yfirhellandi skammir, að ég minnist þess ekki að hafa heyrt slíkar síðan. Eg man ekki eitt orð af öll- um þeim orðaflaumi. Eg man aðeins, að ég gjóaði augunum ýmist niður í gólfið eða upp um veggi. En ég man annað enn mjög vel. Eg man eftir öllum mvndunum á veggjunum í stofunni. Það var mikið af ýms- um heimilismyndum, brúð- kaupsmyndum og svoleiðis, og stór mynd af séra Hallgrími Péturssyni, Jóni Sigurðssyni, Napoleon mikla á hvítum fáki, Drottinn blesSi heimilið, mynd af Mai’íu mfey og stór litmynd úr útlendu blaði: Eyðilegging Jerúsalemsbogar. Eg varð að vera í rúminu í nokkra daga' og það var borið eitthvað á fótinn á mér. Dag einn, meðan ég lá í rúm- ínu, kom Nonni inn til mín. Og til að gleðja mig í legunni dró hann kistil undan rúminu sínu og tók ýmislegt dót upp úr hon- um til að sýna mér. Þar var einn glæsilegur dólkur, kassa- myndavél og mikið af útskorn- um dýrum í tré: kindur, hund- ar, hestar og beljur, einnig út- skorinn karl að skera neftóbak og kerling að spinna á rokk. Þetta hafði gamall maður á bænum skorið og gefið Nonna, þegar hann var fyrir innan fermingu. Nú var gamli mað- urinn dáinn. Þá voru þarna nokkrar bækur, bréf og mynd- ir. En eitt var þarna, sem ég horfði á stórum augum. Það var súkkulaðipakki i marglit- um umbúðum, með mynd af belju með bjöllu um hálsinn. Það kom vatn í munninn á mér og það glaðnaði nú heldur en ekki yfir mér því ég bjóst auð- vitað við, að nú. mundi Nonni brjóta ofurlitla - ögn af súkku- laðinu og gefa mér, af því ég lá í rúminu. En í þess stað tók ,hann upp mynd af stelpu á fermingarkjól og sagði: — Þetta er hún Snjólaug á Árbakka. í þessu kom Katrín hús- freyja, og fyllti upp í baðstofu- dyrnar, og kallaði á Nonna. Nonni flýtti sér að rusla öllu ofan í kistilinn, líka súkkulað- inu — og þar með var sá draum urinn búinn. Hann henti efstu bókinni ofan á sængina hjá mér og sagði: v — Þú getur lesið í þessari. Hún er alveg ægilega spenn- andi! Og þau voru farin. Eg leit á bókina. Það var gömul marka- skrá. — Fari það í........ Nei, það er ekki prenthæft, sem ég sagði. 0—0 Eg var aftur tekinn til við fjárgæzluna. Kvöld eitt, er Nonni gerði það sér til gamans að reka með mér kvíærnar í haga, niður að bökkum Dalsár, fór hann að segja mér af Snjó- laugu á Árbakka. Árbakki var handan Dalsár, svo að segja beint á móti Núpi. Snjólaug á Árbakka var fermingarsystir hans. Hún var há og grönn, með hvelfdan barm; ljóshærð, björt og ynd- isleg og með þáu allara, allara fegurstu augu sem hann hafði séð, drottinn minn. Hann hafði oft fylgt henni alla leið heim, þegar hún kom til spurningar, og hafði líka oft dansað við hana á dansleikunum í Ung- mennafélagshúsinu. Og Nonni sagðist segja mér það í fylsta trúnaði, að eitt síðkvöld í fyrra- sumar, þegar Ungmennafélagið fór í skógarför, sem það gerði oftast einu sinni á sumri, hefði hann kysst hana — og varla vitað, hvernig hann komst heim af eintómri hamingju. Að lokum sagðist hann drepa mig, ef ég segði nokkurri lifandi sálu frá þessu. Eg hlustaði á allt þetta tal með ólund. Eg fór að hugsa hvort Nonni ætlaði að fara að verða eins hundleiðinlegur og Rósant, og leggast í eitthvert bölvað kvennastúss. Stelpur voru ekki hátt reiknaðar í mínu höfði. — Nú verður þú að duga mér, Mumrni, sagði Nonni aft- ur. — Það er svo langt síðan ég hef séð hana Snjólaugu. Eg veit ráð til að vera sendur yfir að Árbakka. Eg á líka erindi við hana Snjólaugu. Eg á nefnilega svolítið sem ég ætla að gefa henni. súkkulaði, sem ég fékk með ferðinni í vor, sem þú komst með. Eg mundi vel eftir súkkulað- inu. Slíkur munaður var dýr- mætur í sveitinni, þar sem hann sást aldrei. Eg hafði líka barizt harðri baráttu í legunni, hvort ég ætti ekki að reyna að haltrast yfir gólfið á veiku löppinni og brjóta mér bita af því. Og nú ætlaði hann að fara að gefa það einhverri stelpu. En ég sagði ekki orð við Nonna, þennan erki-glóp, því það fannst mér hann vera og ekk- ert annað. Hinsvegar va.r ég' vitanlega alltaf til í að bralla eitthvað skemmtilegt. — Þú sérð tóttirnar .þama, rétt við árbakkann,- sagði Nonni. —:Við rekum- nokkrar. trolluskjátur inn I tóttina og'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.