Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 18

Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 18
18 JÓLÁB I.AS VÍSIS áuga á stóran björn, sem læð- ist aftan að honum. Hann fór hratt yfir, þýtur áfram saman- hokinn. Eg hrópa eins hátt og ég get, en vindurinn feykir hljóðinu burtu og Knoph er . með hettuna yfir eyrunum. — Hann heyrir ekkert. Bjarndýrið eykur hraðann og hendíst áfram. Knoph verður einskis var. Eg verð frávita af angist, slengi byssunni að vang- anum, miða ef til vill eitt augna- blik, og hleypi af. Bjarndýrið rekur upp öskur, og Gunnar rýkur upp og þreif- ar eftir byssunni. En hún liggur upp við íshröngl dálítið frá hon- um, og hann nær henni ekki. Rétt á bak við hann, um hálf- an metra frá honum, liggur björninn og brýst um í dauða- teygjunum, blóðið spýtist út úr sárinu í þykkri heitri gusu. Einkennilegt er, hve rólegur maður getur verið, þegar hætta steðjar að. — En eftir á kom hræðslan. Eg skalf eins og lauf í vindi. „Sá var ósvífinn,11 gat ég stamað út úr mér. „Sá ósvífnasti, sem ég hef haft að bakimér,“ svaraði hann. ★ x Aldrei hef ég séð jafnmikið áf bjarndýrum, hvorki fyrr né síðar. Við gátum aðeins fellt lít- ið brot af því, sem við sáum, en okkur fannst ganga vel, þeg- ar við drápum 54 dýi' í fébrúar- mánuði. Við gátum ekki flutt þau öll heim, og urðum að grafa mörg í fönn^ þar sem þau mundu geymast óskemmd þar til veiðitíminn væri á enda. Kofann fennti í kaf, storm- Gegnfreðnir ísbirnir, sem beðið er eftir að þiðni. Veturinn 1937 á Hálfmánaeyju var harður, en nóg var af bjarndýrum, og þá var sejt met í bjarnaveiðum, 115 stykki. arnir þutu um okkur. Við urð- um að grafa okkur út og upp úr kofanum, en það gerði ekk- ert til, því heitara varð inni. Það tók okkur bara lengri tíma að komast út, ef okkur lá á, eins og einu sinni, þegar við heyrðum hundana skyndilega taka til að gelta. Það mátti ekki tæpara standa, að ég gæti skot- ið bjarndýr, sem einmitt ætl- aði að fara að gæða sér á hundakjöti. ★ Hér er náttúran miskunnar- laus, og mörg bjarndýrin drep- ast úr sulti, eða af slysförum, — klemmast milli jaka, eða hrapa niður í sprungur. En mörg þeirra geta orðið furðugömul. Einu sinni sá ég ís- björn, sem hagaði sér svo ein- kennilega, þegar hann var að éta, að ég beið og horfði á að- farirnar. Hann gerði margar at- rennur til að rífa í sig ætið, en hitti ekki á það. Hann rak haus- inn hvað eftir annað í ísþúfur, og fyrst hélt ég, að hann væri vitlaus. Skyndilega rann upp fyrir mér ljós: Björninn var blindur, og líklega var hann orðinn tannlaus, því svo ein- kennilegar voru aðfarirnar, þeg- ar hann loks fann ætið. Eg drap hann. Og vissulega: Ekki til tönn í kjaftinum. Ekki ein. Augun 'virtust mér vera starblind. Þetta var stór og mik- ill björn, en alveg grindhor- aður. ★ Marzmánuður varð erfiður í þetta sinn. Þá var blindhríð í tuttugu daga, pg í fjórtán daga samfleytt komumst við ekki út fyrir hússins dyr. Það var úti- lokað að komast út fyrir, og rétt svo að við gátum hent mat í hundana. Eg hef aldrei vitað annað eins. Þegar við svo loks komumst út, lágu dauð bjarndýr hingað og þangað í gildrunum. Aðrar gildrur voru brotnar og týndar. Þau höfðu ekki litið við agn- inu, því nógan mat var að fá í snjónum. Það var erfitt að hanga inni þessa daga. Við gerðum þá það, sem við höfðum lengi hugsað okkur: Saumuðum múla á hundana, því þeir slógust og bitu hver annan, hvenær sem færi gafst. Við hlógum dátt, þeg- ar við höfðum sett á þá múl- ana. Þeir ruku hver á annan eins og rakettur. En þeir urðu svo hissa á því, að þeir gátu ekki opnað kjaftinn, að þeir stóðu hver framan í öðrum og urruðu. Þeir nudduðu hausinn með loppunum, veltu sér og urruðu og skildu hvorki upp né niður. Það var furðuleg sýning. ★ ísinn brakaði og brast, jakar skullu saman, þrumur og eld- ingar þutu um loftin yfir isn- um. Undiraldan vaggaði ísbreið- unni upp og niður og veröldin öll veltist og brast. Fjöll fund- ust, fjöll fórust, hafið kom í ljós og sjórinn þeyttist himin- hátt. ★ Lítill, hungraður húnn kem-, ur skokkandi til okkar í kofan- um dag nokkurn í apríl. Hann var svo fullur trúnaðartrausts, að okkur hlýnaði um hjartaræt- ur. Hann kom og bað um mat. Og mat fékk hann, okkar síð- ustu mjólkurdósir, og sáum ekki eftir þeim í hann. Litið og varnarlaust grey, sem unun vra að hafa hjá sér. Hann fékk sitt eigið fleti, og þar hélt hann til eins og velupppalinn krói. Það var um þetta leyti, sem við fengum 100. bjöi’ninn. Ætl- unin var að fá sér sjúss í tilefni af því, en það var ekki dropi til í húsinu. Ekki einu sinni á afmælisdaginn min í marz — því var nú fjandans ver. Það var nefnilega merkisafmæli. Það var í fimmtánda sinn, sem ég hafði þar vetursetu og ég hafði að auki verið tíu sumur á íshafinu, eða samtals tuttugu og fimm. Þetta hefði maður átt Frh. á bls. 24. XYLDIV DG PEHLDN SDKKAH ☆ Þar sem i ☆ ei* mest ☆ gerið þér ☆ beit kau|» HEILDSÖLUBIRGÐIR: * Islenzk-Erlenda verzlunarfélagið h.f. Garðasftræii 2 Símar 15333 1108

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.