Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 9

Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ VÍSIS 9 > Stuðlaberg, margbreytilegt og fallegt, er sumstaðar í Grímsey, en aðallega þó syðst í henni. Þar eru margar víkur og vogar sem skerast inn í eyna og ganga þar stuðlabergshamrar í sjó fram. Grímsey er blágrýtisklettur, sem rís úr hafi, röska 40 kíló- metra frá landi norður af Gjögri. Hún er sæbrött og hömr- um girt allt um kring. Hæst er hún um miðbikið og nær þar rösklega 100 metra hæð, en það- an hallar henni til beggja enda. Grímsey er 5.3 ferkílómetrar að stærð, um 6 km. að lengd, en 2ja km. breið þar sem hún er breiðust. Hún mjókkar til beggja enda og þó einkum til norðurs. Að austan liggur samfellt standberg að eynni og þar er nær öll fuglabyggðin. Þar er bjargið hæst, 80—100 metrar og þar er venjulega sigið eftir fugli og eggjum á vorin. Fugla- bjargið er einstaklega litríkt, mikið af gróðri í því, einkum skarfakáli, en auk þess er berg- ið þéttsetið fugli á vorin og sumrin og það setur sinn á- kveðna svip á bjargið og lífgar og lýsir það upp. Víkur og vogar að vestan. Að vestanverðu er eyjan nokkru lægri og á nokkrum stöðum skerast þar inn í hana víkur og vogar. Þar er lending eða höfn eyjarinnar og þar er öll byggðin. Standa bæirnir í samfelldri röð uppi á sjávar- kambinum, 10—15 metra fyrir ofan sjávarmál. Víða er fagurt og sérkennilegt stuðlaberg r.vik- unum framan við bæina, en handan við þá til austurs og norðurs hækkar eyjan skyndi- lega og þar taka beitilönd henn- ar við. Að ofan er eyjan mishæðótt, með hólum og kvosum, og í kvosirnar safnast sums staðar vatn í smátjarnir á vorin. Það sígur þó víðast hvar niður, þeg- ar klaka leysir úr jörðu. Gríms- ey er öll vafin grasi að heita má frá nyrztu tá til þeirrar syðstu, að undanskildum smá klapparholtum, sem stinga hér og hvar upp kollinum. En allt er land þetta þýft. og fremur ógreitt yfirferðar, nema þá helzt til endanna, en þar eru ræktuð t.ún syðst og vestast á eynni, en sléttar flesjur nyrzt. Sífelld sól um sólstö&ur. í Grímsey er nyrzta byggð íslands, en eyjan er öll norðan heimskautsbaugs. Þar hverfur sól aldrei af lofti um þriggja eða fjögurra vikna skeið um sólstöðurnar á vorin, en jafnvel í svartasta skammdeginu sézt sólin svífa stundarkorn yfir fjallgarðinum í landi, þegar sól- argangui' er skemmstur. Frá Grimsey er mikil og víð útsýn til lands. í austri sér á Rauðanúp og hæstu bungur eða ása Melrakkasléttunnar, en síð- an tekur við hálendið austan Axarfjarðar og svo strandlengj- an öll vestur á Skaga. í suðri rísa brattar hlíðar úr sjó með hvössum brúnum og tindum, en dalir og firðir skerast inn á milli. í feguráta skyggni er tal- ið, að Hornstrandir sjáist, en það mun þó næsta fátítt. í norð- urátt sér aðeins hafið eitt, enda- laust svo langt sem augað eyg- ir. En hafið hefur sína töfra til að bera. í hamförum er það ógn- þrungið og stórbrotið í senn, en um sólstöðurnar á vorin, þegar sólin syndir yfir haffletinum alla nóttina og varpar purpura- ljóma á sæinn og morandi fugla- bjargið, sem upp úr honum rís, þá er fegurð Grímseyjar í al- mætti og þá á hún engan sinn líka. Fuglabförg og fuglalíf. Það, sem ferðalangnum mun þykja hvað tilkomumest og sér- kennilegast í Grímsey, þegar undan er skilin miðnætursólin og hin einstæða útsýn þaðan, eru tvímælalaust fuglabjörgin og fuglamergðin, sem eyjan geymir. Ef flogið er meðfram bjarg- inu sér maður hvíta mekki þyrlast til lofts. í fyrstu sýnist þetta eins og hvít reykský, sem rísa frá bjarginu í stefnu til himins, en við nánari athugun kemur í ljós, að þetta eru tug- þúsundir og milljónir bjarg- fugla, sem styggzt hafa og hefja sig til flugs af ótta við hvin eða gný tröllfuglsins mikla — flug- vélarinnar, sem nálgast með ægilegum hraða. En stvggðin varir ekki lengi, fuglinn er heimakær — og sér í1 lagi á vorin á meðan hann liggur á eggjum eða gætir unga sinna og á skammri stund er bjargið þéttsetið að nýju — fugl við fugl á hverri syllu og hvert sem litið er. Hér á fuglinn heima og hér unir hann sér vel. Dritið' er eins og hvít skán. Þegar gengið er eftir bjarg- brúninni er þvílíka fuglsmergð að sjá, allt frá neðstu stöllun- um og til efstu brúnar, að helzt sýnist sem bjargið sé lifandi og bærist. Hvert sem litið er, hvort heldur til hafs eða bjargs er allt morandi af fugli. Eins og annars staðar í björgum, þar sem sjófugl hefst við að ráði, leggur allmikinn þef af bjarg- inu, enda situr dritið eins og hvít skán í því og lýsir bjargið upp. Þarna er eilífur kliður gargandi fugla jafnt að nóttu sem degi, kliður sem varir frá vori til hausts og aldrei verður lát á. í Grímsey er talið, að um eða yfir 60 tegundir fugla hafist við og rúmlega 20 tegundir verpi þar. Mest er þar af stuttnefju, fýl, lunda, langvíu, álku og teistu, sem hafast við í bjarg- inu, en uppi á eynni eru heil svæði hvít af kríugeri og mikið kríuvarp. í Grímsey er til fugl, haftirðill, sem hvergi verpir annars staðar á íslandi svo vit- að sé. Nokkurt æðarvarp er í Grímsey og á vorin sitja kollur svo fast á eggjum sínum, að ganga má að þeim í haganum og strjúka þær. Til verulegra hlunninda telst æðarvarp þó ekki. Bjargsig og eggjatáka. Til skamms tíma var bjargsig mjög algengt í Grímsey og á hverju heimili farið í bjarg til eggjatöku eftir að fugl tók að verpa. Oftast fóru þá 6—10 manns á bjargið í einu, einn seig, annar hafði eftirlit með siginu og var kallaður sjón- bjargsmaður, en hinir drógu. Að sigi loknu var fengnum skipt og fékk hver sinn hlut. Stundum var líka farið í hand- vað niður og þurfti þá ekki fleiri en sigmanninn einn, sem festi sigkaðlinum við hæl og fór síðan óbundinn niður sem kall- að var. Þótti sú aðferð fulldjörf og ekki .hénta' öðr'um jen ofur* hugum einum, en hins vegar var þessi aðferðin miklu ábata- samari en hin. Nokkur hætta er ávallt af steinhruni, en annars eru furðu fáir, sem hafa farizt eða slas- azt við bjargsig' í Grímsey. Auk eggjatöku var einnig sig- ið eftir fugli, og var það gert á ýrnsum timum sumars eftir því um hvaða fugl var að ræða. Þannig var t. d. ekki sigið eftir- skegluunga fyrr en í 15. og 16. viku sumars og eftir fýlsunga í 18. viku. Þykir sá síðastnefndi arðsamastur allra fugla og mik- ið sótzt eftir honum. Var það siður að einn maður hafði jafn- an þann starfa á hendi að kreista húðina á fýlsunganum þar til hann spúði lýsi eða eins' konar fitu, því ella rann spýj- an sjálfkrafa upp úr honum og eyðilagði fiðrið. Þeir vilja fá fugl og egg. Nú er bjargsig, fugla- og eggjataka í Grímsey að hverfa sem atvinnugrein úr þjóðlífi þeirra eyjaskeggja, þeir eiga af- komu sína undir öðrum arð- vænlegri atvinnugreinum, sem gefa fljótteknari peninga og eru heldur ekki jafn áhættusamar. Hins vegar kunna Grímseying- ar ennþá ekki við það að ná ekki í egg eða fugl til matar, þegar hann sezt að í bjarginu á vorin og enn iðka þeir bjarg- sig, sem sjálfsagða íþrótt, þótt ekki sé það í þeim mæli, sem áður var. Nokkur brögð eru að því að fugl sé veiddur á fleka í Grims- ey, og enda þótt nú séu fleka- veiðar bannaðar með sérstakri löggjöf, hafa Grímseyingar fengið undanþágu frá henni með vissum skilyrðum. Áður þekktist, að fugl var snaraður undir bjarginu og seinna, að lundi væri veiddur í háf uppi á bjargbrún, enda áttu Grímseyingar áður fyrr afkomu sína að meira eða minna leyti undir eggja- og fuglatekju. Bjargið var matar- kista þeirra, en síðustu árin Eyjarfótur heitir nyrzti tangi Grímseyjar og er sannkallaður útvörður íslands í íshafinu. Þar þykir mörgum Grímsey hvað fegurst. - Básar var nyrzti bær á íslandi, en er nú kominn í eyði. Sumir hafa viljað lialda því fram, að Básar hafi verið fyrir norðan heimskautsbaug og aðrir að baugurinn hafi legið gegnum hjónarúmið þvert. Hvað sem því líður er það staðreynd, að heimskautsbaugur liggur um Grímsey.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.