Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 12

Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 12
-r. 12 J Ó LAB LAÐ VÍSIS , ------------------ ★ ÞDRSTEINN BJÖRNSSDN: « \ HORÐIJ VORI Minningar úr Skagafirði fyrir rúmri háifri öld ,,Oft jinnst oss vort land eins og helgrinda-hjarn, en hart er það aðeins sem móðir við barn. Það agar oss strangt með sin ísköldu él, en samt til blíðu það meinar allt vel." Vorið 1906. Vorið 1906 var harðasta og alversta vor sem ég man eftir, þó mörg vor hafi komið köld og erfið síðan. Eg var 17 ára þetta vor. — Hirti tæpár 70 kindur veturinn áður, 40 ær og 27 lömb. Veturinn 1905—1906 var mjög misjafn. Mátti kallast sæmilegt fram að þorra. Með þorrabyrjun gjörði verstu tíð. Jarðlag var þá orðið ilt fyrir útigönguhrossin. Allt var komið í gadd nema þúfna- kollar og hæstu tindar og hæðir. Á voru sífelldir norðan fi'ostnæðingar og oft stórhríðar- byljir. Búið var.að taka á hús öli lélegri hross, flest folöld og yngri trippi og margt af eldri hrossum. Betri hrossin gengu lengur, þó mörg tekin á hús er kom fram um þorralok. Þá mátti heita að öll hesthús á Miklabæ væru orðin full af hrossum og flest öll hrossin komin á hús. Sauðfé var öllu gefið inni, frá því um miðjan vetur og til Góuloka. Þetta var annar vet- urinn sem ég hafði skepnuhirð- ingu á hendi. Mér heppnaðist mjög vel með þessar skepnur. Ærnar á annan veturinn voru mjög vel aldar. Ef ég lét þær ut fyrir húsdyr þennan harð- indakafla um veturinn, léku þær sér sem mest þær gátu. Það eldi var mjög í minnum baft, af öllum þeim er sáu þær. Hornahlaup voru mikil á þeim, holdgrónar mjög, ullbólgnar. Heyið sem ég gaf þeim var út- hey af Miklabæjarþiljaengi. -— Töluvert hafði hitnað í því, það var þó nokkuð bliknað, alltaf þétt að taka á því inn í hey- stálið og stundum volgra í því. Ein tvævetlan fékk höfuðsótt. Henni var lógað rétt fyrir sum- armálin. Skrokkurinn af henni vóg 42 pund, 10 punda gæra og mörin 10 pund. Þessi kind var rétt í meðaliagi úr hópnum, margar væ’nni og þó nokkrar eitthvað slakari. Þessar ær hirti ég í Lækjarhúsum á Miklabæ, rétt sunnan við Þjófalaut. Lömbin sem ég hirti voru 27 gimbrarlömb, allt fjallalömb, Krókárdalsgengin sumarið áð- ur. Handa þeim hafði ég græn- verkað hey af norðari Fitinni í Miklabæ. Gaf þeim 3 föng á dag. Þau voru heilsugóð og fóðruðust vel, fengu góða fram- för. Þó ekki jafn stálgróin og tvævetlurnar. Aldrei nein vomela í nokkurri skepnu. Þá þurfti ekki að gefa inn orma- lyf eða sprauta fénaðinn nein- um sprautum. Þá þekktist held- ur ekki tilbúni áburðurinn og hið mikla magn sem gefið er aí heyi, sem framleitt er af honum. Þá var aldrei gefið síld- armjöl eða annar matur, utan rúgmjöl til að halda lífi í fén- aði í mestu harðindum að vor- inu, þó aðeins stuttan tíma. Sauðfé var líka ‘áreiðanlega mjög' miklu heilsubetra en það er nú. Lömbin vóru höfð í Kýrhóls- húsi á Miklabæ. Þessi harðindaskorpa sem byrjaði með þorrakomu hélzt óslitið til Góuloka. Snemma á Einmánuði gekk í sunnan átt allhvassa og rosasama. ísa leysti mjög, snjó og frera af jörðu. Hugðu menn þá allgott tii vorsins og harðindin mundu um garð gengin. Á skírdag var úrhellis rigning allan daginn og fór að festa snjó um kvöldið, logndrífa var á um alla nóttina. Föstudagsmorguninn langa var komin mikil lognfönn. Þá var orðið mjög jarðlítið, sökum bleytunnar sern á var þegar snjóaði. Gekk þá í norðan átt með fosti, jörð fór öll í gadd og storku. Húshross fóru öll í hús aftur, sem búið var að sleppa í góðu tiðinni. Þetta veðurlag hélzt fram um páskaheigina, ekki rosasamt, en frost og kuldi. Páskana bar þá upp á sunnu- daginn seinasta í vetri. Á sum- ardaginn fyrsta var stillt veður, heiðríkt og sólfar. Þá seig snjórinn mikið, svo að grunnt var orðið á hæstu þúfnakolla, sem allir voru nauðsorfnir í harðindaskorpunni fyrr um veturinn. Á föstudaginn fyrsta í sumri var komin norðan stórhríð, sem hélst allan næsta sólarhring. Á laugardag var hríðin á enda að mestu, en rakin norðan átt og kuldi eins og um hávetur, ahhvass utan og skafrenning- ur fram eftir degi, en lægði að mig minnir undir kvöldið. Þá voru hey mjög til þurrðar gengin hjá flestum og útlit mjög alvarlegt með tíðarfarið. Á laugardagskvöldið var lagt á stað með öll betri hross á Miklabæ fram í Silfrastaða- fjall. Vitað var að þar var alltaf jörð, úr því komið var fram yíir sumarmál stenst snjór þar sjaldan við. Rekin voru útigönguhrossin, sem mest sóttu fram til afrétt- arinnar á vorin og öll betri húshross, folöld og betri trippi. Lélegri hross voru eftir heima við heygjöf. Eftir fyrstu sumarhelgiiia voru hey orðin mjög lítil eftir handa sauðfénu. Sjáanlegt var að það mundi illa endast því öllu, ef vorið yrði mjög kalt. Þá afréð faðir minn að láta reka yngri ærnar og gemling- ana fram í Egilsdal, talið þar veðursælt og vorgott. Þetta voru kindurnar sem ég hafði hirt um veturinn. Kom nú vel nð haldi hve þær voru vel ald- ar. Mest af heyi eftir hjá tvæ- vetlunum og á þær heyleifar helzt að treysta handa eldri ánum sem eftir voru heima, því þeirra heyforði var orðinn mjög rýr. Við fórum þrír með fram í Egilsá, faðir minn, Þorlákur Thorarensen og ég, allir á hest- um. Mig minnir að kindurnar væru 96. Tæpar 70 sem ég hirti um veturinn, 12 tvævetlur, sem voru úr öðru húsi og með voru svo tekin fóðralömb „prest- lömb“ fram á bæjunum í leið- inni. Við gistum á Egilsá um nótt- ina, faðir minn og eg, en Þor- lákur hélt heim um kvöldið. — Kindunum var gefið hey um kvöldið og morguninn eftir og hýstar um nóttina. Svo voru þær reknar upp á Egilsdal og sleppt. Þá var veður sæmilegt, en þó frekar kalt, en maður hugði að vorið væri í nánd. — Eftir það héldum við feðgar lieim. Búið var að sléppa þó nokkuð mörgu fé neðan úr sveit á Egilsdal. Það voru gemlingar frá Stóru-Ökrum. Þegar liðnir voru nokkrir dagar, eitthvað þrír—fjórir, rann upp stórhríð af norðri, sem stóð í sólarhring eða leng- ur. Þegar rofaði fórum við þrír fram eftir að vitja um féð og jafnvel til að sækja það ef okk- ur svo litist. Það voru: Jóhann- es Jónsson á Stóru-Ökrum, Jón Guðmundsson bóndi á Minni- Ökrum og ég. Við fórum af stað frá Miklabæ úr dagmálum og gengum fram að Egilsá. Þar stöðvuðum við töluvert. Þaðan héldum við upp á hálsinn upp frá bænum og svo ofan í dal- inn. Færð var sæmileg, nokkur snjór hið efra, en minna er nær dróg árgilinu. Féð var allt niður í árgili, því þar hafði snjórinn lítt fest eða ekki. Virtist okkur að því líða sæmilega eftir ástæðum. Eg man að Jóhannesi varð að crði: „Ég sé það á ykkur að þið ætlið að hafa kindurnar hér kyrrar að þessu sinni, en óálit- legt er að hafa þær hér í þessu tíðarfari, sem nú er, og væri mér mest í skapi að fara heim með Akra-gemlingana, ef eitt- hvert hey væri til að gefa þeim.“ Það varð úr, að við lét- um féð eiga sig í dalnum í þetta sinn. Veður líka batnandi í þann svipinn. Við héldum svo heim á leið, komum heim um náttmál. Þá var orðið mjög hai'ðindalegt í Blönduhlíð og um allan Skaga- fjörð, sjór yfir allt,nauðasorfnir þúfnakollarnir upp úr fönninni. Fiestir nær búnir með hey sín og fáir aflögufærir. Man þó eftir tveimur bændum í fremri hluta Blönduhlíðar sem förg- uðu heyi til muna. Það voru þeir: Sigurður Sigurðsson bóndi á Víðivöllum og Stefán Sveins- son bóndi á Uppsölum. Pétur Andrésson bóndi í Stokkhólma í Valihólmi var mjög heybirgur og hjálpaði mörgum um hey, bæði austan Vatna og vestan. Eftir fáa daga var aftur á stað farið að vitja um féð sem fram frá var. Þá fórum við tveir fram eftir, Kristján Gislason frá Ökrum og ég. — Kiddi var tveimur árum eldri en ég. Við fórum heiman að siðla dags. Veður var bjart, en uppgenginn þokubakki eða hríðar til hafsins jafnt Tinda- stól. Við fórum fram í Egilsá um kvöldið og litum upp í dal- inn til kindanna, sem allar voru í Heimadalnum. Okkur sýndist eð þeim líða sæmilega. Eitthvað hafði roðnað þar framan um hlíðar, sólin hafði skinið þann daginn. Þá nóttina á eftir gistum við Kiddi á Egilsá. Um kvöldið var alldrungalegt og hríðarlegt orðið að sjá ofan til héraðsins, uppgenginn dimmur kólgu- mökkur með fjöllum hið neðra til héraðsins. Þegar við vökn- uðum morguninn eftir var komin dimmviðris norðan hríð og allhvasst. Hríðarstrenginn lagði neðan úr sveitinni og yfir Norðurárdalinn neðanverðan cg upp á Egilsdal. . -Sýndist okkur þá engin leið að hafa kindurnar lengur í Fgilsdalnum. Fórum um morg- uninn að smala dalinn og feng- um Friðfinn bónda með okkur. Gengum svo allan Heimdalinn, Framh. á bís. 30. 'j ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.