Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 37

Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 37
JÓLABLA'Ð VÍSIS 37 • • / m r / • a i\upt — Framh. af 24. síðu. að verða Jóhanni bónda og hreppstjóra óskiljanlegt á þess- um degi, enda hristi hann höf- uðið. En hvort sem tilveran var að verða eitthvað skritin eða ekki. þá var það staðreynd, að áður en hálftími var liðinn var Nonni lagður af stað til að sækja Móhyrnu gömlu. Hann bar sig mjög fyrirmannlega á Blesa gamla, þar sem hann reið hnarreistur niður traðirnar. Eg stóð á hlaðinu og horfði á eftir Nonna og imyndaði mér hann sem frækinn riddara i ævintýrunum, sem barizt hefði við ægilega dreka og allskonar óvætti og tröll, og kom nú heim með gull og gimsteina og héldi þegar á fund sinnar heitt- elskuðu festarmeyjar, sem beð- ið hefði milli vopar og ótta í fjölda mörg ár, í einhverri af- arstórri höll einhvers staðar langt, langt inni í blámóðu fjarlægra fjalla. Svo hætti ég að horfa á eftir Nonna og ranglaði eitthvað upp j fyrir bæinn, því ég vissi ekki hvað ég átti af mér að gera. Nú j var ekki lengur neinn ævin- týraljómi í huga mér yfir ferða- lagi Nonna að sækja rolluna. Eg fór að hugleiða það. að ef t.il vill væri ekki svo bölvað, svona í aðra röndina, að vera stelpa, ef einhver strákur væri svo vitlaus að vera skotinn i manni og gæfi manni nóg af j súkkulaði. 0—Ö Um það leyti kvöldsins. sem ég kom með kvíærnar og byrj- að var að mjólka á stöðlinum, sást til Nonna. Hann rak Mó- hyrnu á undan sér í loftköst- um, lofaði henni aldeilis að spretta úr spori. Þegar hún kom á stöðulinn blés hún eins og smiðjubelgur, svo hún varð að láta sér nægja að jarma með hvíldum. — Jæja, þarna er þá rollu- skjátan komin aftur, sagði Nonni afundinn. — Skelfing er að sjá hvern- ig þú hefur útjaskað blessaðri skepnunni. sagði Sjana gamla mjaltakerling, um leið og hún rétti úr bakinu í kvíunum og stundi vegna bölvaðrar gigtar- innar. — Eg' held hún hafi þá gott af því. Það getur verið að mað- ur þurfi þá ekki að eyða fri- tímanum sínum næsta sunnu- dag að eltast við hana. Eg brosti til Nonna og sagði: — Hæ, Nonni. En Nonni leit ekki við mér, frekar en ég væri ekki til, virti mig ekki svars eða hann Kát, smalahundinn okkar, sem rak nú upp bofs, í fagnaði sínum yfir að sjá vin sinn aftur. og dinglaði rófunni af miklum á- kafa. Nonni sló í Blesa gamla og reið heim traðirnar, án þess að Hta til hægri né vinstri. Eg stóð eftir undrandi og horfði á eftir Nonna. Eg vissi sannarlega ekki hvað ég átti að hugsa. Um kvöldmatinn, er allir sátu við matborðið í eldhúsinu fór Jóhann að spyrja Nonna írétta. Hann varð að toga hvert orð út úr honum, og á því var ekkert að græða. Þetta var ó- vanalegt um Nonna. því vana- lega kjaftaði á honum hver tuska. Að lokum virtist Jóhann missa alla þolinmæði og spurði blátt áfram: — Hvað er þetta, drengur, hefurðu misst málið? Hver andskotinn hefur hlaupið í þig? Hefur eitthvað komið fyr- ir þig, eða ertu lasinn? — Nei, sagði Nonni, svo varla heyrðist og starði ofan í diskinn sinn. Maturinn hans var ósnertur á diskinum fyrir framan hann. Svo stóð Nonni þunglamalega á fætur, án þess að líta á nokkurn mann, og gekk steinþegjandi út úr eld- húsinu. -— Hvaða bölvaður dintur hefur nú hlaupið í strákinn, sagði Jóhann, svo hnussaði hann bara, og hélt áfram að spæna upp í sig hræringnum, með stórum ropum annað slag- ið á milli spónanna. Svo var ekki meira talað um þetta^ 0—0 Þegar ég var búinn að mat- ast, fór ég út á hlað að skima eftir Nonna, en sá hann hvergi. , Eg gekk inn í baðstofu, en hann var þar ekki heldur. Eg henti mér bara upp í bólið mitt dauð- leiður í skapi. Mikið helvíti ætlaði þetta annars að verða! leiðinlegur sunnudagur. Eg spennti greipar fyrir aftan hnakka og fór *ð hugleiða um- j skiptin á Nonna eftir að hann kom heim; hversu undarleg! framkoma hans var og hvernig i á því gæti staðið, að hann hafði i ekkert talað við mig, og látið j sem hann sæi mig ekki. Ekki i hafði ég þó gert neitt á hluta j hans eða gert honum rangt til svo ég vissi. Eg hafði ekki brot- j ið agnarögn af súkkulaðinu, i sem hann ætlaði að gefa henni! Snjólaugu á Árbakka. Því lét j hann þá svona? Þegar ég var j orðinn leiður á að liggja þarna, j likt og karar-kerling stóð ég upp. Eg varð að finna Nonna j og fá úr því skorið, af hverju I hann var rekinn svona upp úr hrúshorn. Eg gekk í kringum allan bæ- j inn, inn í hlöðuna. skemmuna, smiðjuna, fjárhúsin. hesthúsin. jafnvel inn i mókofann, en hvergi var Nonni. Loks gekk ég inn í kirkjuna, upp á loft og alla leið upp í klukkuturninn og ekki var Nonni þar heldur. Síðan gekk ég inn í kirkjugarð- inn, og skimaði þar um allt, leit af hverju leiði á hvern leg- stein. Og allt í einu heyrði ég j lágan ekka. Eg gekk á hljóðið. i Bak við einn legsteininn sá' ég : í bakið á Nonna. Þarna lá hann á grúfu og grét hljóðlega niður í grasið á leiðinu. Á þessu átti ég sízt von af Nonna. Eg varð eitthvað syo undarlegur um mig allan. Eg starði steinþegjandi á hann og varð dapur innvortis og sjálfur næstum farinn að vatna mús- um. Eg hneig eins og hrúgald ó- sjálfrátt niður á næsta leiði. Eg sat þarna langa stund þögull og ringlaður — og vissi engin ráð. Viðutan fór ég að lesa letr- ið á legsteininum: Hér hvílir unglingspilturinn INGVAR KETILSSON frá Dalsseli er féll fyrir voðaskoti. F. 8. maí 1898. D. 24. okt. 1916. Friður sé með sál hans. Eg las letrið á legsteininum aftur og aftur þar til stafirnir dönsuðu fyrir augunum á mér. Loks herti ég mig upp, lagði hendurnar varlega á öxlina á Nonna og sagði lágt með titr- j andi röddu: — Af hverju liður þér svona : voða illa, Nonni minn? Það leið heil mínúta og Nonni hreyfði sig ekki. Að lok- j um sagði hann með ekkafullri, óskýrri röddu: — Það er allt búið fyrir mér! Allt búið! Lífið er mér einskis- virði úr þessu! — Því segirðu annað eins og þetta? sagði ég, eins einlægur og samúðarfullur og mér var framast unnt. Nú reisti Nonni upp höfuðið, slengdi sér afturábak upp að steininum og horfði tómlátur fram fyrir sig. Á samri stundu romsaði hann öllu út úr sér, líkt og hann skrúfaði frá krana: — .... Hún var ekki heima .....Hafði skroppið suður að Grund til að hitta vinstúlku sína, fermingarsystur sína, sagði mamma hennar .... En ég veit að það er helber ósann- indi.......Það er hann Gunn- ar á Grund. Eg' man svo sem hvernig hann lét utan í henni á ballinu í vor......Eg veit hann tælir hana frá mér...... Þessi helvítis fressnaggur, sem er á eftir hverri stelpu í sveit- inni ...... Eg gæti drepið hann! ...... Já, molað á hon- um hausinn........ Eg horfði höggdofa á Nonna. Svona æstan hafði ég aldrei séð hann fyrr, þó hann ætti vanda til að verða ofurlitið ofsafenginn, ef hann varð fyrir einhverjum geðshræringum. Eg veit ekki hvernig það var, en ég var búinn að segja það áður en ég vissi af: — Þú hefur þá aldrei gefið henni Snjólaugu súkkulaðið? — Ha, — súkkulaðið? — Hann þuklaði í vasa sinn, dró upp súkkulaðispakkann, allani saman kraminn og henti hon- um yfir til mín. — Þú mátt eiga það fyrir mér. Eg reif bréfið utan af súkku- laðinu. Það var volgt, lint og limkennt og varla hægt að brjóta það. Eg stakk samt bita upp í mig og fór að maula það„ Nonni var fallinn í eitthvert mók. Hann studdi olnbogunum á hné sér, hélt höndunum um höfuðið og stundi sáran, en hann var hættur að vola. Allt í einu virtust tilfinningarnar ætla að yfirbuga. hann á ný —• aftur kom orðflaumurinn í gus- um: — .... Æ, þú veizt ekkii hvað það er að vera ástfanginn, Mummi .... að vera alveg viti sínu fjær af ást . !.. að geta varla lifað .... Eg mundi glað- ur deyja fyrir hana Snjólaugu á Árbakka .... svo ætlar hún að láta þennan djöful. .. .fleka sig .... tæla sig . . frá mér .... sem elska hana of öllu hjarta .... Nei, ég get ekki lifað eftir það .... Eftir það er lífið einskisvert .... Hvað er þá hægt að gera? .... Ekk- ert .... Ekkert .... nema að drepa sig .... vera ekkert að Framh. á 39. síðu. i I i t i I U t \ Haíin er framleiðsla VARMA einangrunarplötur eru framleidílar í eftirtöldum þykktum: 1 r.m. 1“ iy2“ T zy2“ T 4“ ARMA PLAST einangrunarplötum gegn hita, kulda og hljóði. R e y k j a v í k t SÖLUUMBOÐ: | Þ. ÞorgrímsstÞn d €o. 1 Rorgartúni 7. — Sími 2-22-35 (2 Iínur). \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.