Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 5

Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 5
5 STEFÁN VAGNSSQN: OFT ERU Árið 1955 kom naíni minn og stórfrændi, Stefán Eiríksson frá Djúpadal, hingað til lands- ifis eftir 25 ára dvöl, samfleytt, í Kanada. Hingað til Sauðár- króks kom hann flugleiðis frá Reykjavik, og dvaldi hér hjá systrum sínum og frændum um vikutíma, en að því loknu fór hann fram í Djúpadal til bræðra sina, þar sem hann hefur dval- ið síðan. ■ Sem gamall Blöndhlíðingur tók ég boði hans feginsamlega, að fara með honum þessa fyrstu ferð, á fornar stöðvar. Lögðum við af stað um miðjan daginn. Var þá komið fram í nóvem- ber, en veður dásamlegt og jörð snjólaus. Ekið var austur yfir Hegranes og fi-am héraðið að austanverðu. Er við ókum fram hjá fyrsta bænum segir nafni minn: „Hér er þá buiðaðbyggja upp, og hvaða déskoti eru þeir búnir að þenja túnið út, og allt rennslétt, að mér sýnist.“ Ég skaut við drjúglæti og sagði hann hefði nú séð minnst af þeim framförum, sem hér hefðu gerzt, þann aldarfjórðung sem hann hefði verið fjarverandi, enda birtist þessi sama sýn við hvern bæ, er við fórum fram hjá. Sími livarvetna — vegur á hlað. Allsstaðar hafði verið byggt upp og stóraukin ræktun. Mýrar og forarflóar, þar sem illt var að fara um með hesta, höfðu nú verið ræstir fram og sumsstaðar komið vel á veg með að gera þetta land að þurru og rennisléttu túni. Sími var kominn á hvern bæ, og vegur heim á hlað, en vestan vatna leiftruðu rafmagns-útiljósin á öllum bæjum, því þá mun raf- veitan hafa náð fram í Varma- hlíð. Þegar við stigum út úr bílnum á hlaðinu í DjúpadaJ, segir Stefán: „Það er varla, að ég þekki mig aftur hér í Skaga- firði.“ „Já,“ segi ég. „Mundi nú ekki sannast, sem skrifað stend- ur: Hið gamla er horfið, sjá, allt er orðið nýtt.“ „Jú, þetta er rétt hjá þér, nafni. Hér er allt orðið nýtt, sem fyrir augun ber, nema Glóðafeykir.“ Þessa frásögn tek ég sem dæmi um það, hvílíkum breyt- ingum margt hefur tekið í þjóð- lífi voru á síðasta aldarfjórð- ungi og þó raunar enn skemmri tíma. Ég hafði lifað samhliða þessari þróun, séð jarðirnar breyta um svip smám saman, íbúðarhús og peningshús rísa frá jörðu, túnin aukast, og önn- ur eins þægindi eins og sími og rafmagn halda ár af ári inn- reið sína á sveitaheimilin. En fyrir hinum framandi gesti birt- J ÓLABLAS VÍSIS KRÖGGUR í 7) VETRAR FERÐU M VP Hestar og haröfengir ökumenn í Skagafiröi Stefán Vagnsson. Þau leiðinlegu mistök hafa orðið á hiá ritstjórninni við umbrot á jólablaðinu, að mynd Stefáns Vagnssonar var látin f.vlgja greininni „Á Norðfirði“ eftir Þorstein Þ. Víglundsson og sögð af honum. Biðlir Vísir við- komandi velvirðingar á þess- um mistökum. — Ennfremur hefur fallið niður nafn Arn- gríms Fr. Bjarnarsonar, sem er höfundur sögunnar „Hann skal heita Eiríkur“, sem birtist á bls. 27. ist þetta allt í einni svipan. Hér var þetta engin draumsýn fyrir honum, heldur veruleik- inn bláber. Samanburður á nýju og gömlu. Seinna um kvöldið áttum við samræður um þessar breyting- ar, sem okkur töldust til batn- aðar, til stórra muna frá því sem áður var. Nú þurfti ekki að rorra með sláturlestirnar á haustin í rigningum og krapa- hríðum. Nú var allt slíkt sett á bílinn og keyrt á stuttum tíma heim í hlað, og sá er átti góssið, sat þurr og þokkalegur inni í bilnum, og öll kaupstaðar- ferðfn hafði ekki tekið nema einn dag, og verið að nokkru sem skemmtiferð, borið saman við 3—4 daga þrotlaust erfiði og illviðri í gamla daga. Eða áníðslan á blessuðum klárunum iþann tíð! Sannarlega fóru þess- ar haustferðir illa með þá, þótt feitir væru undan sumrinu. Nú eru þeir lausir við allt það erf- iði, enda horfnir úr búi bónd- ans, sem óþarfa skepnur, og það í sjálfum hinum hestauðga Skagafirði. Nú þurfti ekki að fara til grasa, til að drýgja kornmatarögnina, ekki að færa frá, því að skyrið var sent frá samlaginu heim á hvern bæ ár- ið um kring. Enginn fór leng- ur á „flekaiðkun“ til Drangeyj- ar, eins og Gísli gamli Konráðs- son komst að orði. Þar voru veiddir allt að 100 þúsund svartfuglum vor hvert, eins og veiðiskýrslur frá Drangey bera með sér í sýslufundargjörðum Skagafjarðarsýslu, langt fram yfir aldamót. Nú er þess ekki þörf lengur, því allskonar ný- meti er fáanlegt, hvenær sem er á árinu, úr frystihúsunum, og nú heyrir énginn, sem kem- ur út á hlaðið, á kyrru vetrar- kvöldi ciunandi sleðaferð og dillandi • kvæðastemmur berg- mála í kvöldkyrrðinni, neðan frá ísunum, sem þöktu stund- um eylendið utan frá sjó og fram undir. Vindheimabrekkur. Vetraraksturinn er horfinn. Öll slik rómantík heyrir for- tíðinni til, og fólkið sem nú er að alast upp, mun aldrei kom- ast í kynni við neitt af þessu, að fram að þeim tíma væri allri björg til heimilanna, frá því snemma vetrar og fram til vor- kauptíðar, ásamt öllu bygging- arefni, ekið að vetrinum á sleð- um; og vegna þess, að eftir nokkur ár verður það gleymt og ég hef séð lítið um það skráð datt mér í hug að gaum- gæfa það hér með nokkrum orðum. Bezti vetrarvegurinn! Skömmu eftir aldamót var ég eitt sinn staddur á leiðarþingi á Stóru-Ökrum, og var til þess boðað af Ólafi Briem á Álfgeirs- völlum, sem þá var 1. þingm. sýslunnar. Gleymt er mér nú hvaða mál þar voru á ferðinni, en eftir einni fyrirspurn man ég enn og svarinu við henni. Bóndi nokkur gerði þá fyrir- spurn hvernig stæði á því, að þann bezta vetrarveg, sem til væri á norðurhveli jarðar! j I'rumlcgur útbúnaður. \ Mikið var satt f því, að vetr* arvegurinn væri góður, því eiga mátti það víst, að einhverntíma á vetrinum kæmi það, sem kall- að var „syngjandi færi“, en þá var ein glæra utan af Sauðár* krók og fram allt héraðið. Stundum flæddu „Vötnin“ og Húseyjarkvíslin yfir bakka sína, er jakastíflur komu í þau vatnsföll og fraus svo allt, áður en það gat runnið burt af flat* anum. Og jafnvel þó snjófært væri, ef mikið var ekið, mynd* aðist óðar braut, sem tróðst svo, að sleðar mörkuðu varla í hana þó að kafhlaup væri á báðar hliðar, ef út af henni var farið. Sleðar þeir, sem notaðir voru fyrir og rétt eftir aldamótin. voru næsta frumlegir, meira lagt upp úr því að þeir væru sterkir, en léttir og liðlegir. Engin voru aktygin, en kaðli hnýtt í hring, er var framar- lega á hvorum meiði, og var svo lykkjan höfð mátulega löng og henni smeygt fram yfir hnakknefið á hestinum og undir löfin. Síðan var bandi brugðið yfir hestinn — vanalega reip- tagli — og sett bragð um hvora dráttartaug, og reiptaglið svo bundið undir kviðinn. Oftast settist svo stjórnandinn á bak og var alveg furða hvað röskir héstar drógu með þessum út- búnaði. Sleðarnir endurbættir. Eftir að aktygi komu til sög- unnar, voru sleðataugarnar bundnar á þau og naut hest- urinn sín stórum betur með þeim útbúnaði, en sá ágalli fylgdi þessu, að ef um bratta var að ræða, vildi sleðinn renna á hestinn og eins vildi hann slangrast til hliðanna á glæru, svo slys gátu stundum hlotizt og varla trúa, að það hafi nokk- urntíma átt sér stað. En hinir, sem þetta hafa lifað, og oftast sigrað þá erfiðleika, er slíkum búskap voru samfara, þeir geta ekki gleymt þeim atburðum og ævintýrum, sem þeir rötuðu í, á þeim ferðum, og þau eiga ekki að gleymast, því yngri kynslóðin má gjarnan kynnast því, hvernig foreldrar þeirra og afi og amma háðu sína lífsbar- áttu, og bera það saman við hliðstæð dæmi dagsins í dag. Eitt, sem nú er gersamlega horfið hér í Skagafirði, eftir að samgöngur hófust á bílum, er vetraraksturinn, en heita mátti, Æki Skjóna var miklu mest. hér væri ekki hugsað um vega- gerð um héraðið, á sama tíma er Sunnlendingar byggðu akvegi, svo að bændum þar syðra væri nú mögulegt að flytja nauðsynj- ar sínar að og frá búi á hest- vögnum. Mæltist hann einnig til þess, að þigmaðurinn ýtti undir ráðamenn landsins, að þeir hæfust handa hvað þetta snerti, enda meira en mál til þess komið. Ólafur Briem svar- aði þessu hóglega, en sagði, að í hvert sinn er hann hefði hreyft því máli við fj árveitinganefnd, hefðu þeir vísu menn sagt, að Skagfirðingum lægi ekkert á með vegabætur, því þeir hefðu af þessu. Það mun hafa verið Sigurður á Hellulandi, sá völ- undur, sem fyrstur setti kjálka á sleða, og smíðaði þá léttari en áður var, svo með öllum þessum umbótum var hann orð- inn sæmilegasta farartæki. Eftir 1906 flutti Ófeigur Björnsson bóndi í Svarfaðardal inn amerískan sleða fyrir 2 hesta. Voru sleðarnir reyndar tveir undir palli. Var hann ljúf- ur í drætti og góður í misjöfnu færi, því síðari sleðinn fór jafn- an í slóð þess fremra. Ekki leið á löngu, unz þeir Hellulands- feðgar, Sigurður og Ólafur son- ur hans, fóru að smiða sleða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.