Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 31

Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 31
JÓLABLAÐ VÍSIS 31 ám frá Miklabæ sem við fund- um neðar í fjallinu. Þær voru átján þegar komið var fram um gömlu Silfrastaðarétt. Við rákum kindurnar inn í dilk í réttinni og tókum Mikla- bæjarærnar þar frá öðru fé. Rákum ærnar svo ofan til ár- innar gegnt Egilsá. Þá sáum við mann koma á rauðum hesti hinu megin ár og fór heldur hratt. Það reyndist vera Frið- finnur bóndi á Egilsá. Hanr. tók við kindunum þegar þær komu yfir ána og rak þær upp á Egilsdal fyrir mig. Hann hafði fylgst með hvað við vorum að gjöra og komið því ofan að ánni. Þessar ær virtust allar vera í ágætu lagi, ullbólgnar og holdgrónar að taka á þeim, enda ágæt lambahöld og af- koma á þeim um vorið. f Við Jóhannes héldum svo heim í Silfrastaði. Þá var kom- in mikil snjódrífa, flyksufjúk. Eg tafði stutt á Silfrastöðum, en hélt áleiðis heim, gaf mér naumast tíma til kaffidrykkju. Veður fór heldur versnandi þegar leið á daginn, undir kvöldið jók snjókomuna og fór að hvessa af norðri en frost- laust fram undir miðaftan. Þegar ég var nýkominn heim, kcm Guðbrandur bróðir minn heim norðan af Akureyri. Hann hafði verið í Kaupmarinahafn- ar-háskóla um veturinn, en komið upp til Akureyrar um vorið. Kom svo gangandi að norðan. Hefði ég orðið ögn seinni til að fara frá Silfra- stöðum, hefðum við bræðurnir orðið samferða heim að Mikla- bæ. — Ærnar sem heima voru, voru farnar að bera, og sumar tví- lembdar. Hey var víst orðið lít- ið til, en þó engin alvarleg vandræði með það. Um kvöldið kólnaði mjög í veðrinu, frysti og mátti þá heita harðneskju stórhríð. Þá fór ég ofan í nes um kvöldið að gæta hrossa, koma þeim í skjól og sumum inn í hús. Þessi Krossmessuhríð var síðasta hríðin um vorið. Morg- uninn eftir var komið bjart veður og sólskin. Snjóinn tók fljótt upp þó minnir mig að næturkul væri þó nokkurt seinni part maímánaðar þetta vor, og gróðurlaust eða gróður- lítið nærri því út mánuðinn. Sauðburðurinn gekk vel. Lítill lambadauði þrátt fyrir gróðurleysið. Landið var kjarn- betra en venjulega þegar það leysti undan snjódrómanum, ekki eins blásið og létt. Allt slarkaðist furðanlega af og gekk sinn vanagang, þrátt fyrir allar hríðarnar og vorkuldana. Við Guðbrandur bróðir minn fórum að vinna á túninu seinni part maímánaðar. Gengum að því með kappi miklu. Jón Steingrímsson vinnumaður gætti ánna, sem heima voru Það gekk ágætlega með þær, enginn lambadauði og lömb korkulaus. Afkoma var líka á- gæt á kindunum sem úti voru í Silfrastaðafjalli og Egilsdal. Með komu júnimánaðar rann upp hin dýrlegasta vorblíða, sem ég nokkru sinni man um æfina mína löngu. Það var sig- ur lífsins yfir dauðanum. — Manni sýndist grasið grænna en venjulega og meira litskrúð á blómunum. Aldrei hlýrri og værari vorkvöldin en þennan sérstæða júnímánuð. Óhemju vatnavextir voru, því snjórinn var mikill eftir öll harðindin. Þá rann mikið vatn til sjávar hvern sólarhringinn. Sama vor- blíðan allan mánuðinn út, sól- skin og hlýindi. Sláttur byrjaði um 20. júlí, þá komið sæmilegt gras. Þó ekki svo mikið sprott- ið sem bezt getur. En grasið var kjarnbetra en venjulega. Góð nýting á heyjum um sum- arið og gras féll seint. Hey svo góð um veturinn að með ein- dæmum var. Óhætt að gefa helmingi minna af þeim í inni- stöðu en venjulegt var. Skepn- ur allar vænar um haustið. Sérstaklega man ég eftir fal- legum fjallalömbum þetta haust. Þó mér séu harðindin minn- isstæð, þá er mér eins minnis- stæð vorblíðan yfir júní. Þá fannst manni „blómgróin björgin og sérhver baldjökull hlýr“. Rétti maöurinn - Sjúklingurinn hafði óvart gleypt lausa tönn og x-geisla- mynd leiddi í Ijós að tönnin var í maga hans. „Eg sting upp á því,“ sagði tannlæknirinn, „að þér heim- sækið dr. Irvin Levy og látið hann ná tönninni.“ „En,“ sagði sjúklingurinn í mótmæla skyni, „hann er augn- læknir!“ „Það er ágætt,“ sagði tann- læknirinn. „Það er augntönn, sem þér hafið gleypt!“ HáttÚHlftWH vorra oac;a Hassing-forlagið í Kaupmannahöfn hefur gefið út skennntilega bók, sem heitir „Náttúrubörn vorra daga“ og er eftir banda- rískan mannfræðing. Myndin er af markaði hjá Kirdi-ættbálk- inum, sem heima á syðst í Súdan, og er meðal margra mynda í bókinni. ttorða Iwttanöh þurta ad vera á hverju skrifborði. Fást í bókaverzlunum og ritfangaverzlunum eða beint frá okkur. KAUPMENN KAUPFÉLDG Engin auglýsing er jafn áhrifamikil 1 sima I -1 cwU 0£ íáið upplýsingar AiJrésar Mréssonar * -x

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.