Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 39
JÓLABLAÐ VfSIS
Framh. af 37. síðu.
tvínóna við það eða velta vöng-
um .... drepa sig . . Já
Eg hendi mér bara í hana
Dalsá .... þá rekur líkið af
mér ef til vill upp á landareign
Árbakka . Kannski finnur
hún það sjálf ... Og þá skilur
hún, að ég hef elskað hana .
og ekki getað lifað lengur
Éða ég hengi mig bara hérna í
hlöðunni . Þú veizt ekki
hvernig hann Ingvar frá Dals-
seli dó .... Hann var á rjúpna-
veiðum ... En sumir segja
það fullum fetum, að hann hafi
bara skotið sig með vilja út af
ástarsorg . . En það hafa nú
ekki allir byssu við höndina
til slíkra hluta í raunum sín-
um .... Þeir verða að láta sér
nægja að hengja sig ...
Á þessari stundu fann ég, að
ég var bara stálpaður krakki,
en enginn kaldur karl — að-
eins ráðþrota barn, sem kunni
engin ráð, að tala um fyrir vini
mínum. Eg sat aðeins yfir hon-
um þögull og mállaus, líkt og
tryggt dýr. Eg þekkti ekki held-
ur þá þau lífssannindi, að því
stærri og fleiri sem orðin eru
því minna er gildi þeirra.
Eg lokaði augunum, og hætti
að tyggja súkkulaði. Eg sá
þegar fyrir innri sjónum mín-
um hinn voveiflega og hrylli-
lega atburð, Nonna hangandi
og dinglgndi í reipi á einhverri
sperrunni í hlöðunni, eins og
hengdan kött. ----- Eg opnaði
augun aftur. Eg var gripinn
ú JVúpi —
einhverjum annarlegum beyg,
hrolli og óhugnaði, og starði á
Nonna sitja þarna á leiðinu
andspænis mér, í þverrandi
kvöldskininu og djúpri kyrrð
kirkjugarðsins, líkt og ég sæi
hann afturgenginn .... draug
.... á hans eigin leiði.... Ég
hélt áfram að starblína á
Nonna eins og dáleiddur kálfur
Eg vaknaði eins og af dvala
við mannamál fyrir utan
kirkjugarðinn. Eg rétti ofurlít-
ið úr mér og leit yfir kirkju-
garðsvegginn. Það voru Rósant
og Fía, er leiddust hönd í hönd,
sæl og hamingjusöm — vafa-
laust að koma úr kvöldgöngu
ofan frá Núpnum. Og þau voru
horfin.
Eg fór að hugsa um það, hví
guð gæti ekki verið honum
Nonna eins miskunnsamur, og.
gert hann eins hamingjusaman
og Rósant og Fíu — úr því hann
þurfti nú endilega að vera
svona skotinn í þessari stelpu
frá Árbakka.
Aumingja Nonni var aftur
tekinn að vola. Þetta allt var
svo hræðilegt. Hræðilegast af
öllu var þó það, sem hann hafði
sagt.
Nú skeði það, að ég fór að
tala — líkt og maður, sem talar
upphátt við sjálfan sig, án þess
að hafa hugmynd um það. Og
það sem ég sagði var ef til vill
orðað á annan v'eg en sálusorg-
arinn hér í sveitinni, hann séra
Joakim, hefði g'ert, enþað bætti
það þá upp, að það var talað
af einlægni barnshjartans:
— Eg er viss um að hún Snjó-
laug á Árbakka er góð stelpa.
— Já, reglulega góð stelpa. —
Hún er ekki stelpa, sem kyssir
tvo stráka eins og hver önnur
léttúðardrós, sem er sama um
heiður sinn. — Nei, það er ég
alveg viss um. — Hún er ekki
svoleiðis stelpa. — Eg þori að
i'étta upp þrjá fingur til guðs
upp á það. — Og þó ég verði
að játa, að mér var ekki tamt
að nota slík orð, fannst mér á
þessari alvarlegu stundu sann-
arlega ekki skaða að vera svo-
lítið hátíðlegri en vanalega. —
Eg gæti bezt trúað, að hún
Snjólaug á Árbakka gæti alls
ekki þolað þenna Gunnar á
Grund fyrir monti .... Strák-
ar, sem eru á eftir hverju pilsi
.... svoleiðis kvennabósa
.... eru álltaf svo óskaplega
montnir .... Góðar stelpur
setja nú frat á svoleiðis mont-
rassa .... Góðar stelpur vilja
eiga piltinn sinn einar....Eg
er næstum viss um, að hún
Snjólaug á Árbakka hefur bara
skroppið suður að Grund til
að biðjá vinstúlku sína að
sauma nýjan kjól...... Stelpur
eru svo hrifnar af fötum, þær
eru alltaf að hugsa um föt og
alltaf að tala um föt .... og
vilja alltaf vera svo fínar og
sætar, þegar þær hitta stráka,
sem þær eru skotnar í.........
Og næsta sunnudag verður
messað hér að Núpi, og hver
veit nema hún Snjólaug á Ár-
bakka komi þá hingað til
kirkju, í nýjum kjól, til að sjá
þann, sem hún kallar piltinn
sinn .... þá væri nú lítið gam-
an að vera dauður .... bara til
að stríða....Og á eftir væri
enginn til að hugga hana Snjó-
laugu á Árbakka......Og svo
mundi aumingja stúlkan smátt
og smátt veslast upp og deyja.
.... Eg vildi ekki vera sá, sem
valdur yrði að öðru eins. Það
hlýtur að vera alveg ægileg
synd .... það yrði lika ekki
falleg saga fyrir fólkið í sveit-
inni. .... Nei, ég er viss um,
að það er voða Ijótt að græta
fallega og góða stúlku, sem
manni þykir samt voða vænt
um.....Það gerir enginn góð-
ur maður, það er ég alveg viss
um.....Já, hugsaðu um þetta
allt, góði Nonni minn......
— Hún Snjólaug á Árbakka
er góð stúlka — góð stúlka,
sagði Nonni nú, með aumkun-
arlegum málrómi, og saug upp
í nefið, og hann endurtók þessi
orð upp aftur og aftur eins og
páfagaukur.
Eg veit að ég hefði skellt upp
úr í einhverju öðru tilfelli. En
á þessari stundu var mér ekki
hlátur í huga.
Nonni var farinn að þurrka
sér um augun með handarbak-
inu og verða eitthvað meira lif-
andi í andlitinu og mannboru-
legri í hreyfingum. Og mér
sjálfum var farið að verða eitt-
hvað léttara fyrir brjóstinu. Eg
meira að segja rétti Nonna þrjá
rimla af súkkulaðinu hans og
hann tók við því og stakk upp
í sig bita. Þetta allt fannst mér
reglulega góðsviti — líkt og
himnesk bending og fyrirheit
um að hugur Nonna væri að
nýju að taka stefnu til lífsins
frá dauðanum. Maður, sem ætl-
aði að fara að hengja sig færi
f jandakornið ekki að eta súkku-
laði.
En allur var varinn góður —■
því hélt ég áfram björgunat>
starfinu af brennandi áhugss
fyrir hinu góða málefni, að
frelsa sál Nonna frá eilífri glöt<
un, með því að tala um hinatl
fögru og göfugu dyggðir ást*
meyjarinnar, hennar Snjólaug-
ar á Árbakka, sem ég hafði
aldrei augum litið. Eg veit ekkj
hvaða vitleysu ég sagði, enda
skiptir það litlu heldur hitt, að
Nonni fann einhverja huggun
eða fróun í þessum barnalegu
orðum — og þau voru honum
á þessari stundu líkt og líkn*
andi smyrsl og balsam á hans
ósýnilegu hjartasár.
Þegar við höfðum etið allt
súkkulaðið, sem ástmærin —*
hún Snjólaug á Árbakka —*
átti að gæða sér á, stóðum viði
þegjandi upp af leiðunum.
Nonni tók í hönd mína, án þesS
að mæla orð af vörum. Þögult
þakklæti. Mér fannst það mikilg
virði, því svo mjög hafði ég
alltaf litið upp til Nonna. Eg
tók þetta svo, að hann liti á mig
nú sém jafningja sinn. Þetta
minnti líka einhvern veginn á
fóstbræðralag fornkappanna,
Hafði ég ekki líka svo að segja
hrifið Nonna úr dauðans greip-
um? En þetta allt tók nú samt
svo á mig, að ég varð að bíta á
jaxlinn, til að fara ekki að
snökkta af eintómri tilfinn*
ingasemi — en sem betur fór
var þessu þó ekki snúið öllu
við á þann veg, að Nonni þyrfti
að fara að hugga mig.
Svo gengum við út úr kirkju*
garðinum til bæjar — og það
voru hljóðir og kyrlátir dreng*
ir, sem gengu til sængurs þetta
kvöld, að Núpi í Hraunssveit.
Ferðaritvélar, Skólantvélar, Sknfstofu
ritvélar, Rafritvélar, Samlagningavélar
Reiknivélar.
Farið varlega með eldinn.
Jólatrén eru bráðeldfim.
Ef kviknar í jólatré, þá kæfið eldinn
með þvi að breiða yfir hann. Setjið
ekki kertaljós í glugga eða aðra staði,
þar sem kviknað getur í gluggatjöldum
eða fötum.
Preníarar, liókhindarar!
Eigum fyrirliggjandi: prentliti, messingstrik, kvaðrata myndamóta'
undrrlegg úr léttmálmi, prentteljara og formatstiga.
Utvegum hverskonar vélar og tæki fynr prentsmiðjur, bókband o£
prentmyndagerðir.
aróœ
<?oman<
BRUNABÓTAFÉLAd ÍSLANÐS
Skrifstofur: Laugavegi 105
Símar: 14915, 16 og 17.