Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 7
JÓLABLAÐ VÍSIS 7 Á meðan á Kóreustyrjöldinni stóð kom ungur, gamansamur stúdent frá Cambridgeháskóla inn í marmaraskreýtta salinn, sem þekktur er sem „The Room“ — herbergið — og er aðalmiðstöð Lloyds vátrygg- ingafélagsins í Lundúnum, og sagði: „Ég ætla að líftryggja Mao Tse Tung.“ Hinum unga stúdent var allra vinsamlegast bent á það, að hann þyrfti að færa sönnur á, að honum væri það verulegt hagsmunamál að herra Mao héldi lífi. Fyrr væri ekki hægt að taka ósk hans til greina. Svo er bjartsýni Lloydsmanna fyrir að þakka, að þeir eru reiðubúnir að hætta á svo að segja hvað sem er, hvort sem um er að ræða að tryggja gegn ránum eða slysum, dauða eða náttúruhamförum. — Þeir eru jafnvel fúsir til að tryggja kroppinn á einhverri gleðikon- unni. Stúdentinn okkar frá Cambridge fékk þó það svar, að Lloyds hefði engan áhuga fyrir því að gefa út vátryggingar- skírteini, sem væri eins konar írskt happdrætti. Lloyds er notað í ýmsu skyni. Lloydsmönnum er meinilla við að starfsemi 'þeirra sé gerð að tilefni blaðafregna og sér- staklega af því, að blaðamenn hafa tilhneigingu til að líkja Sonja Henie, skautamærin fræga, tryggði fæturna á sér í'yrir of fjár. henni við fjárhættuspil, Aug- lýsinga- og áróðursfyrirtæki rejma oft að halda á loft hróðri misheppnaðra listamanna, sem eru að syngja sitt síðasta og nota oft í því skyni hið mikla álit, sem Lloyds nýtur. Þannig sló áróðursmaður einn mikið um sig, er hann gerði það kunn- ugt, að viðskiptavinur hans einn hefði tryggt mállýzkufram- burð sinn hjá Lloyds fyrir 1 milljón dollara. Maðurinn hafði amerískan suðurríkjaframburð og átti þetta að sýna hvílíkur eindæma listamaður væri hér á ferðinni. Af þessum og svipuð- um ástæðum gæta Lloydsmenn þess vel, að litið sé á trygginga- samninga þeirra sem einkamál. Það er ekki langt síðan að skozkur vátryggingarumboðs- maður, Primrose að nafni, tók að sér óvanalega tryggingu fyr- ir golfleikara. Sá siður ríkir, að golfleikari gefi öllum viðstödd- um hressingardrykk, ef hann hittir í holu í fyrsta höggi. Út- gjöldin, sem eru samfara þess- um veitingum, skyggja oft á ánægjuna af íþróttaafrekinu hjá hinum samhaldssömu Skotum. Primrose samdi því við Lloyds um tryggingarkerfi, þar sem golfleikurum er gefinri kostur á að tryggja sig gegn slíkum út- gjöldum. Dag nokkurn komust blaðamenn á snoðir um þetta og meira að segja komst nafn Primrose á milli tannanna á þeim. Hinn konunglegi golf- klúbbur, sem kenndur er við St. Andrews, taldi, að þessi tryggingarháttur spillti leik- reglunum og þar sem Lloyds fannst heiðri sínum misboðið, er þetta fréttist, var þessum tryggingum hætt. Verða Skotar nú að greiða veizluhöldin úr eigin vasa. Trygging gegn ofdrykkjudauða. Það hefur margt á dagana drifið hjá Lloyds síðan það var stofnað fyrir rúmum 260 ár- um, þegar fjármálamenn fóru að venja komur sínar í kaffi- húsið hans Edwards Lloyds og buðu hverjum sem hafa vildi að tryggja svo að segja hvað sem var — jafnvel lif manns gegn dauða af ofdrykkju. í dag á Lloyds engan sinn líka og má segja, að félagið sé tákn hins kapítaliska skipulags. Nærri 270 ára ferill, varðaður snilli fjármálamannanna og gulli hinna auðugu liggur að baki vá- tryggingarkerfis þess, sem kennt er við Lloyds í London. Það má í rauninni segja, að Lloyds sé frjálst og óháð heims- veldi. Umboðsmenn Lloyds eru dreifðir um allar jarðir, en tengdir órjúfandi böndum skipulagsins, hvort sem þeir eru á íslandi eða í Zansibar, Amst- erdam eða í Zululandi. Fátt er það á þessari jörð, sem Lloyds er óviðkomandi. Það getur alveg eins verið te- drykkja í einhverju garðshorni í London eins og náttúruham- farir í Burma, hvort tveggja kann að vera skráð á vátrygg- ingarskírteini hjá Lloyds. Durante tryggði nefið á sér. Menn frá öllum löndum heims koma í „The Room“ í Leadenhallgötu nr. 12 í London til að tryggja sig gegn styrj- öldum, eða gegn því að konan þeirra fæði þríbura eða gegn því að rigni á skemmtisam- komu. Lloyds hefur gefið út vátryggingarskírteini um flest milli himins og jarðar. — Þar tryggði Jimmy -Durante hið fræga nef sitt og Hitler einka- flugvél sína. Jafnvel svæsnustu kommúnistar hafa flúið á náð- ir þessa arðránsfyrirtækis kapí- talismanns og gert við það alls konar samninga. Mönnum finnst jafnvel dauð- inn og skattarnir ekki eins ógn- andi eftir að þeir hafa fórnað nokkrum skildingum á altari þessa skurðgoðs. Já, það má með sanni segja, að það eigi engan sinn líka. Ef amerískt fyrirtæki óttast að það lendi skyndilega í fjár- hagsvandræðum, snýr það sér til Lloyds og leitar eftir trygg- ingu gegn tapi, því að geti Lloyds það ekki, er varla í annað hús að venda. Ef þing dregst á langinn. Þannig var það, þegar Brook- lyn Dodgers óttaðist, að það gæti átt það á hættu, að að- göngnjumiðar þess yrðu falsaðir. Það ^neri sér auðvitað til Lloyds með þetta vandamál sitt og fékk þá tryggingu, sem um var að ræða. Og svo rann upp sá dagur, að falsaðir aðgöngu- miðar komust í umferð og streymdu inn. Félagið gerði óð- ara skaðabótakröfu á hendur Lloyds á grundvelli tryggingar- samningsins og það stóð ekki á Lloyds að greiða bæturnar — 98.000 dollara. Árið 1952 tryggði sjónvarps- fyrirtæki sig gegn því tjóni, er það'yrði fyrir ef flokksþing- um demókratá og republikana lyki ekki á nákvæmlega réttum tíma. Þing demókrata stóð ein- um degi lengur en ætlað hafði verið, og Lloyds borgaði. Þótt nýbygging Lloyds, sú hin mikla, er það hefur reist við Leadenhallgötu, sé ólík sautjándu aldar kaffistofunni hans Edwards Lloyds, eru gaml- ir siðir enn í heiðri haldnir þar. Varðmennirnir, klæddir rauð- um og svörtum búningum, kall- ast enn „þjónar“ og svara því kalli. í skipstjóraherberginu, þar sem félagarnir hittast til að bera saman bækur sínar, xúfja upp endui’minningar um ævin- týralega leit að týndum fjár- sjóðum og annað því um líkt, er enn boi’ið fram kaffi — hjá ’ Lloyds drekkur enginn te. Fjöður stafur enn í notkun. í skránni yfir týnd skip, er hinum minnstu fleytum ætlað jafn mikið rúm og stærstu út- hafsjötnum, og enn er notaður fjöðurstafur við ritun skrár- innar. í stóra salnurn með marm- ai’asúlunum, sem kallast „The Room“ eða herbergið, stigur kallarinn í ræðustólinn eins og í garnla daga, er hann les áríð- andi tilkynningar um siglingar. Vátryggjendurnir sitja enn sem fyrr í óhefluðum tréstúkum, því þannig var það í gamla daga og. þannig verður það á meðan Lloyds er til. Gestir, sem koma í TheRoom og búast við að þar sé líkt um- hoi’fs og í hinum nýtízkulegu skrifstofusölum amerískra vá- tryggingarfélaga, verða alveg undrandi og skilja ekki, að þarna skuli vera ys og þys, hróp og sköll og að þetta skuli vei’a hinar frægu menn, sem kalla sig Lloyds. Því var það, að kona ein, sem kom þarna í heimsókn og gekk upp að pöntunni, spurði þegar hún leit í kringum sig: „Hvað er þá Lloyds?“ Kallarinn, heiðursmaður að nafni William Farrant, brosti og svaraði hæglátlega: „Sem einstaklingar erum við vátrygg- ingamenn, en sameiginlega er- um við Lloyds.“ Áhættan dreifist á marga. Lloyds, sem félag, gefur ekki út váti-yggingarskíi’teini. Það gera hinir einstöku umboðs- menn upp á sitt eindæmi. Þeir takta á sig áhættuna, meta hana og borga tjónið ef til kemui*. Stjórn Lloyds er laus í reip- unum og líkist einna helzt einkaklúbbi kaupsýslumanna, en það er nefnd, sem setur regl- ur og lítur eftir því, að með- limur standi við skuldbinding- ar sínar og verði ekki gjald- þi’ota, þótt hann verði fyrir miklu tjóni. Styrkleiki Lloyds er fólginn í því, að mikilli áhættu er dreift á marga vátryggingamenn og þess vegna er jafnvel hið gífur- legasta tjón greitt án tafar. Þegar eitt af póstskipum Breta, Magdalena, fórst undan Rio de Janeiro í jómfrúför sinni 1949, greiddi Lloyds 10 millj- ónir dollara í tjónsbætur innan tveggja vikna. Fyllibýljir valda. Árið 1954 var vont ár fyi’ir Lloyds. Fellibylurinn Carol og systir hans kostuðu vátryggj- endurna 112 milljónir dollara í skaðabætur. Ein samtök, sem í voru 15 váti’yggjendur, töp- uðu 2,8 milljónum dollara af völdum þessara náttúruham- fara. Þetta ár var líka slæmt fyrir sjóváti-yggingarfélögin. — Hver skiptapi er mikill harmleikur í augum Lloydsmanna — harm- leikur, sem þeir taka innilegan þátt í. í skipaskrá Lloyds er skipstjórinn ávallt nefndur „master under God“. Þar eru öll skip kölluð „good ships“, góð skip og þeir tryggja þau gegn tjóni af völdum „men- Þetta er „The Room“, herbergið svo kallaða, þar sem tryggingarnar fara fram hjá Lloyds í London. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.