Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 29

Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 29
29 3 HVITKLÆDDAR jtlaknii? ♦ Frainh. af bls. 11. vikur, ef ég kynni að lesa á blóðið eins og sumir menn geta lesið á kaffikorg.“ Hún brosti, en sagði ekkert. Fyrirlesarinn hélt áfram: „Menn segjast hafa uppgötvað, að „draumaefni“ frumanna og þær geti með blóðgjöfum flutzt úr einni persónu í aðra. Sem dæmi þess er sagt að maður, sem fékk blóð úr manni, er um margra ára skeið hafði dval- izt í eyðimerkurhéraði. Mann- inn, er fékk blóðið, dreymdi upp frá því oftsinnis um Araba og stóra sandhauga.“ „Ég sagði: „Þetta þýðir það, að menn, sem fá blóðið úr okk- ur, fá einnig drauma okkar. Hvað dreymir yður um?“ „Að ég fái tvíbura í jóla- gjöf,“ svaraði hún glettnislega. „Það er merkilegt,“ sagði ég. „Mig dreymir um líkt efni. En þó er sá mismur á draumum okkar, að mig dreymir um að fá þríbura í jólagjöf.“ Hún sagði og hló: „Við skul- um vona, að þeir blandi ekki blóði okkar saman. Viðkomandi persónu myndi þá dreyma um fimmbura. Óg af því gæti leitt taugalost." í þessari andrá kom aðstoðar- læknirinn og tók glösin með blóðinu. Við áttum að liggja um stund, en áður en við risum á fætur og færum. Við fengum i „pilsner“ til þess að hressa okk- ur á. „Skál,“ sagði ég og lyfti glasinu. „Skál fyrir blóðtengsl- unum.“ „Skál,“ sagði hún, „og gleði- leg jól!“ Við bárum glösin að vörun- um og drukkum. Skyndilega þaut Karen-Lis- beth upp af bekknum, leit á úrið og mælti: „Almáttugur! Þvotturinn minn.“ Hún varð skyndilega eins alvörugefin og skyldurækin húsmóðir. „Ég þarf að hlaupa. Vertu sæll.“ Að svo mæltu fór hún. Hversvegna fór ég ekki þegar á fætur og fylgdist með henni? Ég vildi ekki vera of áleitinn. Ég gat líka tæplega trúað þvi, að ég gæti náð í hamingjuna eins og skot. Ég óttaðist að verða fyrir vonbrigðum. Ég ýtti skyrtuermunum nið- ur, fór í jakkann og frakkann og gekk út. Það var sterkt sól- skin. Á leiðinni sá ég önnum kafna starfsmenn og hjúkrunarkonur. Allt var þetta fólk með jólatré, jólaskraut og böggla. Ég trúði því tæplega, að ég hefði verið í sama herbergi um stund og þessi brúneyga, dásam- lega stúlka. Þvílík heppni. Mér kom ekki til hugar, að við ættum eftir að eignast þrí- bura. ! Eg kom auga a hana langt JÓLABLAÐ VÍSIS á undan mér. Gulu úlpuna mátti vel sjá í töluverðri fjarlægð, er hana bar við hvítann snjóinn. Ég hljóp á eftir henni. Nú hvarf hún við aðalinnganginn. Ég varð hrædd- ur um að ég myndi týna henni og aldrei sjá hana framar. Ég yrði þá um alla eilífð að leita hennar. „Karen-Lisbeth,“ hróp- aði ég. Hún heyrði kallið, sneri sér við og brosti. Þá ætlaði hún að ganga yfir götuna til mín. En í sama bili varð slys. Ung- ur maður með tvær hvítar föt- ur á hjólhestsstýrinu kom fyr- ir götuhornið og óttaðist það, að hann hjólaði á Karen-Lis- beth og hemlaði þess vegna. Reiðhjólið rann á hálum vegin- um, fötui-nar ultu um leið og hann slengdist niður, pilturinn hentist áfram og meiddi sig á steini, er var á vegarbrúninni. Afarmikill blóðpollur myndað- ist í snjónum. Tvær rosknar konur, sem voru þarna á ferð, æptu ótta- slegnar, er þær sáu blóðið, sneru við og flýttu sér burt, eins hart og þeim var unnt. Lögregluþjónn kom. Hann varð afar undrandi yfir því að sjá þennan mikla blóðpoll, er var ekki í samræmi við hina litlu skrámu, sem pilturinn hafði fengið á ennið. Blóðið rann í allar áttir og litaði snjó- inn rauðan. Og Karen-Lisbeth hné hljóðlega til jarðar. Hún hafði misst meðvitundina. Bílar blésu í fjarlægð. Fjöldi fólks þyrptist saman. Tveir stórir slökkviliðsbílar ogsjúkra- bill komu þjótandi, fullskipaðir mönnum. Þegar maðurinn, sem datt af hjólinu, stóð á fætur, hafði hann hallað sér að bruna- boða og óvar.t ýtt á hnappinn, sem olli hringingu til slökkvi- liðsins. Áður en ég gat áttað mig, höfðu hraustir sjúkraflutninga- menn tekið Karen-Lisbeth, lagt hana á börur og ekið á burt með hana. Daginn eftir kom frásögn í blöðunum um þennan atburð. Var hún á þessa leið: „Blóðugt slys í nánd við sjúkrahúsið. Sendill frá hinni tækilegu efnarannsóknarstofu valt af hjóli, vegna hálku, í grennd við Amtssjúkrahúsið. Tvær fötur, er voru á hjólinu, duttu, og tíu lítrar af blóði runnu niður í snjóinn. Enginn meiddist. Blóðið, sem var hrossablóð, átti að nota til fram- leiðslu á „fibrinogen", en það er eitt þeirra efna, sem koma blóðinu til þess að storkna.“ Karen-Lisbeth hafði verið ek- ið burt í sjúkrabifreið. Eigi að síður stóð það í blöðunum, að enginn hefði meiðzt. Ef til vill var ég ekki með öllum mjalla. Þegar sjúkrabillinn og slökkviliðið var farið, mann- fjöldinn farinn leiðar sinnar og snjómokstursmenn farnir að moka blóðugum snjónum sam- an í hauga, hugði ég til heim- ferðar. Tjaldið var fallið, sviðljósin höfðu verið slökkt, fólkið var farið úr leikhúsinu. En elsk- endurnir tveir, sem verið höfðu á leiksviðinu, fengu hvort ekki annað, eins og átt hefði að vera. Ég var eins einmana og áður. , Annað kvöld er jólanóttin, hugsaði ég, og ég mun sitja einn á verði. Ég hafði álitið, að tím- inn yrði fljótur að líða, þar sem ég gæti hugsað um Karen-Lis* beth. En nú höfðu þeir ekið henni í sjúkrahús, án þess að við hefðum getað talað saman svo nokkru næmi. Þarna gekk ég hryggur og einmana meðal margs fólks, sem komið var í jólaskap. Ég verð að bíða þar til ég, einhvern morguninn, sé nærföt- in hennar fljúga upp í loftið, hugsaði ég. Ég nam staðar. Allt í einu kom mér nokkuð í hug. Þvott- urinn hennar! Ég snerist á hæli og hljóp til þvottahússins. Ég fann vélina, sem hennar tau var í, og tók það úr valtaran- um. Ég hafði mikinn hjartslátt á meðan þessu fór fram. Það var eins og ég væri að safna hinni týndu hamingju saman í smábútum. Dömurnar í þvotta- húsinu sátu eins og lamaðar og horfðu á mig. Skyndilega stökk ein þeirra á fætur og kom ógnþrungin til mín. En ég var ákveðinn í því að hætta ekki við hálfnað vei'k. Ég var að vinna fyrir Kare* Lisbeth. Ég leit út um gluggann. Þarna kom hún. Fyrst sá ég brúnu augun. Þá gulu úlpuna. Hún var allföl. En þegar hún sá mig, brosti hún. Ég gekk út til móts við hana. Við staðnæmdumst og horfðum hvort á annað. Sögðum ekkert, Ég var kominn á fremsta hlunn með að segja: „Karen-Lisbeth! Ég elska þig. Viltu giftast mér?“ En ég sagði það ekki. Ég lét nægja að segja: „Ég var að líta eftir þvottinum.“ Þá gerði hún nokkuð sem Framh. á bls. 32. STROJSXPaSST PRAHA - czechoslovakia lítvegum allar geröir véla og tækja með stuttum fyrirvara frá Nýjar gerðir af gaffalíyfturum nú komnar á markaðinn. Leitið upplýsinga. — Verðið hvergi hagstæðara. IHÉÐINN Símar 2-42-60 (10 línur). — Seljavegi 2. IknH vélar 5TR0JEXP0RT PRAHA _ TSCHECHOSLOWAKE I Aldagömul reynsla tryggir yður gæðin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.