Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 32
32
JÓLABLAÐ VÍSIS
Jólabrúðirnar —
framh. af bls 10.
á sama stað og hefur verið þar
æ síðan.
í fornsogum er Grímseyjar
nokkurum sinnum getið, og af
þeim má ráða, að í Grímsey
hafi verið byggð í lok 10. ald-
ar, ennfremur að þá skömmu
síðar, hafi verið þar fiskúthald
mikið, trjáreki og hvalreki, sem
höfðingjar í landi áttu.
í Sturlungu kemur Grímsey
off við sögu, en þó hvað mest
í sambandi við sögu Guðmund-
ar biskups góða, en hann flýði
sem kunnugt er, til Grímseyjar
árið 1322 ásamt 70 manna liði
vopnfærra manna og 30 kvenna
Og stafkarla. Sturlungar eltu
þetta lið til þess að koma fram
hefndum á Guðmundi og höfðu
hálfan fjórða tug skipa. Bisk-
upsmenn gerðu allt hvað þeir
gátu að verja þeim landtökuna,
en fengu ekki við ráðið, enda
var biskupslið hugdeigt og illa
búið og auk þess liðsmunur
verulegur. Var Guðmundur
biskup þá tekinn höndum og
fluttur til lands, en þá leiðinni
hrepptu skipin veður mikið og
týndust þá sum skip þeirra
feðga Sighvats og Stui'lu.
Að lokinni Flugumýrar-
brennu voru nokkrir brennu-
menn eltir út til Grímseyjar
og kom þar til bardaga, en frá
því á Sturlungaöld fara lítt sög-
af manndrápum eða hryðju-
verkum í Grímsey, að undan-
skildu því, sem þjóðsögur
herma. Reyndar segir Hannes
Pálsson í skýrslu sinni, að Eng-
lendingar hafi haft í frammi
rán og óspektir í Grímsey árið
1423, rændu þeir kaleiknum,
bókum og skrúða og meira að
segja kirkjuklukkunum líka,
fólk börðu þeir og særðu og
nauðguðu konum.
Þeir skáru brjóst af konu.
Þjóðsagan segir svo frá þessu
að þann dag, sem Englendingar
komu til Grímseyjar, hafi eyj-
arskeggjar verið rónir til fiskj-
ar austur af eynni, en þó ekki
svo langt, að þeir sæi ekki til
eyjarinnar. Jafnskjótt og ræn-
ingjarnir lentu, var kona
send á bjargbrún þar sem eyj-
ar rís hæst, og skyldi hún breiða
hvíta boð til merkis um að
hætta vofðir yfir. Sáu eyjar-
skeggjar merkið og hröðuðu sér
heim. Lentu þeir á afviknum
stað við eyna, öfluðu sér bar-
efla og fóru mikinn til bæja.
Höfðu enskir þá gert usla þar
sem þeir gátu komið því við,
m. a. rænt og ruplað Qríms-
eyjarkirkju, nauðgað konum og
skorið brjóst af einni þeirra.
En áður en meiri spellvirki
væri í frammi höfð, komu eyj-
armenn í flasið á þeim og
sló þegar í bardaga, sem lauk
með sigri Grímseyinga. Drápu
þeir 12 eða 13 aðkomumanna,
en misstu sjálfir einn.
En þekktust er saga Gríms-
eyjaf og eftirminnilegust frá
þeim atburði, er Qlafur konung-
ur Haraldsson falaði hana af
íslendingum, en. Einar Þveræ-
ingur réð frá því og fékk fylgi
þingheims til að svo varð eigi.
Sendimaður Ólafs konungs þess-
ara.erinda, var Þórarinn Nefj-
ólfsson. Þegar hann kom á Þing-
völl, gelck hann til Lögbergs og
bar þingheimi kveðju konungs
og' þar með að hann beiddist vín
gjafar af Norðlendingum þar
sem væri útsker það, er Gríms-
ey nefndist. En Einar Þveræ-
ingur latti ákveðið gjafarinnar,
taldi, að á Grímsey mætti vel
fæða her manns, og þá er sá
færi þaðan með langskipum,
mynd mörgum kotkörlumþykja
ærið „þykkt fyrir dyrurn, þar
sem þeir réru að húsi“. Hins-
vegar kv.að .Einar að konungi
mætti senda vingjafir nokkrar
ef menn vildu svo við hafa, og
taldi til þess „hauka eða hesta,
tjöld eður segl, eða aðra þá
hluti, er sendingar eru í.“ Og
svo sem Einar hafði mælt, 'sner-
ist þingheimur allur með hon-
um og kvað Grímsey aldrei í
eign konungs koma skyldi.
Hefur Grímsey þá frægust
orðið í sögu íslands.
—-—------------—--------1—
Geymíst þar sem
börn ná ekki til
Japanir eru farnir að selja
whisky og bjór í túbum eins og
tannkrem. Galdurinn er aðeins
sá, að pressa hæfilegan skammt
út úr túbunni, alveg eins og
maður ætlaði að fara að bursta
tennur. — Saman. við þetta
blandar maður svo hæfilega
miklu af vatni, og svo getur
maður skálað!
Framh. af bls. 29.
kom mér á óvart. Á gangstétt-
inni, þar sem margt fólk gekk
fram og aftur, lagði hún arm-
ana um háls mér og kyssti mig
mjúklega og innilega á kinnina.
Við tókum hvort annað undir
arminn, létum þvottinn eiga sig
og gengum um göturnar í jóla-
hrifningu — lífshrifningu.
Árið eftir, á jólanóttina, vor-
um við gefin saman í litlu þorps-
kirkjunni. Og' jólin þar á eftir
(þriðju jólin) stóðum við við
skírnarfontinn í sömu kirkj-
unni, réttum þríburasysturnar
að prestinum og sögðum, að þær
ættu að heita Karen, Lis og
Beth.
Og' í þessari sömu kirkju á
ég á morgun að fylgja þessum
þrem brúðum upp að altarinu
til brúðgumanna.
Karen-Lisbeth og ég höfum
leigt sama herbergið í sama
gistihúsinu er við gistum í brúð-
kaupsnóttina.
Ég ligg' nú í rúminu og get
ekki sofnað. Ef ég rís upp í
rúminu, get ég komið auga á
litlu, vingjarnlegu kirkjuna.
En ég rís ekki upp. Ég sný. and-
litinu að Karen-Lisbeth— hinni
fögru og elskulegu konu minni.
Ég hlakka til að flytja brúð-
kaupsræðuna á morgun. Ég mun
enda hana með því að segja
þetta: „Ég vona, að þið verðið
eins hamingjusöm og ég og kon-
an mín höfum verið.
Við höfum verið svo sæl, að
við höfum tæplega gert okkur
grein fyrir því, að jörðin sner-
ist og að það skiptist á dagur
og nótt.
Okkar líf hefur verið upp-
fylling draums um hamingju.
Það er eins og blóð úr öllum
hamingjusömustu elskendum,
sem menningarsagan og mann-
kynssagan geta um, hafi verið
dælt í okkur. Kæra Karen-Lis-
beth---------Ég rétti út hönd-
ina og strýk hár hennar.
Úti sáldrast jólasnjórinn hægt
og mjúklega niður á jörðina.
SiMiÆiLiiKi 1
Hjúkrunarkonan var beðin
um að gera greinarmun á barni,
sem væri á brjósti og öðru
barni, sem notaði kúamjólk.
„Móðurmjólkin er betri,“
skrifaði hún í prófritgerð sína,
„af því að hún er alltaf fersk,
Það er ekki hægt að stela
flöskunum, sem standa úti, og
köttuurinn kemst ekki í hana.“
★
„Eg ætla að fá sex kassa
af mölkúlum," sagði hann við
ly fj af ræðinginn.
„Þið notið afskaplega mikið
af þeim, herra. í gær keypti
konan yðar 10 kassa.“
„Já,“ svaraði hún. „Við erum
óhittin. Við höfum hent í þær
víst þúsund kúlum og' höfum
ekki hitt eina mölflugu ennþá.“
Bréíaskóli S. I. S,
flc,
amicjt'eincu':
Islenzk réttntun,
íslenzk bragíræði,
Danska fynr byrjendur,
Danska, framhaldsílokkur,
Enska fynr byrjendur,
Enska, framhaldsflokkur,
Franska,
Þýzka,
Esperantó,
Sálarfræði,
Skipul. og starfsh. samvinnufélaga,
Fundarstjórn og fundarreglur,
Bókfærsla í tveimur flokkum,
Búreikningar,
Reikningur,
Algebra,
Eðlisfræði,
Mótorfræði í tveim flokkum,
Landbúnaðarvélar og verkfæri,
Siglmgafræði,
Skák í tveim fíokkum.
MiréitEskóH S. í. S.
Anilinprent íi.f.
Sími 1 -1640. — Pósthólí 1396. — Reykjavík.
Jraifhleiíir:
í allt aS 4 litum og einnig með vaxi öðrum eða báðum megin:
*
★
Súkkulaði- og aðrar sælgætisumbúðir.
•k
Karamellupappír í rúllum og örkum.
★
Umbúðaþappír i rúltum »g örkum, fyrir kjöt, fisk, brauð o. fi.
★
Smjör- og smjörlíkisumbiúðir úr staniol-, folíu- og pergamentpappír.
★
Flösku- og glasamiða.
★
Sellophan-umbúðir í rúllum og örkum.
★
Límrúllur ápremaðar í öllum breiddum frá 5 cm.
★
*
Hér er þó aðcins talið hið helzta, sem hægt er að framleiða.
★
★
Fáið upplýsingar hjá oss eí þér þurfið á ofangreindri
prentun að halda eða annarri,
ít kí
Sími 1 -! 640. — Pósthólf 1396. — Reykjavík.