Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 42
JÓLABLAÐ VÍSIS
42
því ráðlegast að hafa hann í
ihaldi á meðan frekari rannsókn
færi fram, enda þótt hann héldi
því fram, að allt væri satt, er
hann hefði sagt. Var í ráði að
senda símskeyti til lögreglunnar
£ heimabæ Kalla og biðja hana
að rannsaka kringumstæður
hans þar, samkvæmt þeim upp-
lýsingum, sem hann hafði þegar
látið í te um fjölskvldu sína,
efnahag og aðra aðstöðu. En áð-
ur en kom til þeirrar skeyta-
sendingar játaði Kalli að kæra
sín væri eintómur uppspuni svo
og flestallt annað, sem hann
hafði tilfært í því sambandi.
Var það reyndar ekki annað en
það, sem lögreglan bjóst við að
fram myndi koma eftir því, sem
á undan var gengið.
En hver var þá tilgangur
Kalla með þessu? Gat hann á
nokkurn hátt séð sér hagnað í
tiðrum eins heimskupörum?
Svarið er að finna í því, sem
hér fer á eftir.
, Þegar Kalli losnaði úr sjúkra-
húsinu átti hann ekkert fé og
þekkti engan í borginni. Var
honum þá ráðstafað til fæðis og
húsnæðis, sem fyrr segir. Inn-
an skamms komst hann svo I
kynni við fólk á sínu reki. Þar
á meðal var stúlka, sem brátt
varð honum hugþekk og eftir-
lát. Og ekki leið á löngu unz
þeim kom saman um að binda
sín tryggðabönd. En Kalli fann
hrátt, að það var annmörkum
bundið að vera í góðu tilhuga-
lífi og eiga ekkert skotsilfur.
Unnustunni farinst það ekki
undarlegt, að hann væri „blank
ur“, þar sem hann varð sjúkur
að yfirgefa skiprúm sitt og
leggjast á spítala..En hann varð
að gera henni nokkra grein fyr-
ir hvernig högurn hans væri
háttað í heimalandinu. Til þess
nú að halda góðu áliti í augurn
unnustunnar og hennar vanda-
fólks þá leyndi hann því alveg
að hann átti hvergi eyrisvirði
en sagði þess í stað þá sögu, að
faðir sinn væri ríkur maður í
góðri stöðu, og sjálfur aétti hanri
húseignir nokkrar í sínum
heimabæ, sem stæði til að selja,
og sæi faðir sinn um það, og nú
biði hann eftir peningasend-
ingu að heiman, Með þessar
upplýsingar vaknaði sú spuro-
ing, hvers vegna Kalli væri að
þræla til sjós, fyrst hann hafði
þessar glæsilegu ástæður heima
fyrir, en honum vafðist ekki
tunga um tönn við það, heldur
kvaðst stunda skólanám' og hafa
farið til sjós í skólafríinu af æv-
intýraþrá og ,sér til hressingar.
Svo liðu dagar og vikur að pen-
ingasendingin kom ekki, og var
Kalli (sem geta má nærri!) ekki
hvað minnst undrandi á því.
Samfara þessu tók nú óðum að
líða að þeim tíma að skipið
kæmi og Kalli vissi, að úr þvi
myndi sér vel borgið. En því
seinkaði til muna og Kalli bjó
sig undir að nota nýtt ráð til
þess að tryggja álit sitt. Þeg-
ar hann hafði fengið örugga
vissu um komudag skipsins, sló
hann út hinu nýja trompi sínu
í þeifri trú, að það myhdi nægja
til þess að halda uppi virðingu
sinni meðal kunningjanna þang-
að til. Hann sagði matselju
sirini ög fleirum, að nú loks
hefði sér borizt peningasending
að heiman og falaði peninga-
kassann að láni tii þass að
geyma sjóðinn í. Það .mál var
auðsótt, og nú var Kalli ríkur
maður og baðaður sólskini áúð-
legðárinnar í augum unnust-
unnar og annarra vina.
Svo skeði ógæfan rétt á eftir.
Matseljuna vanhagaði um
nokkra tugi króna og bað Kalla
að lána sér upphæðina um
stundarsakir. Þetta var honurn
óþægilegt í meira lagi því nú
gat hann ekki borið við pen-
ingaleysi; Ekki varð hann samt
uppnæmur heldur sagði lánið
guðvelkomið •— hann þyrfti
bara að skreppa heim eftir aur-
unum. En kassinn var galtóm-
ur heima eins og hánn hafði
verið og Kalli hafði engin önn-
ur úrræði en búa til söguna um
þjófnaðinn. Kom hann brátt til
baka og sagði hvernig komið-
væri, og enginn dró orð hans
í efa. Var honum ráðlagt að
leita aðstoðar lögreglunnar, en
hann taldi, að það myndi lítið
gagna. Samf fór hann að því
ráði með þeim árangri, er að
framah greinir.
Þegar unnustan frétti, að
Kalli hafði verið tekinn fastur,
brást hún við hin reiðasta og
vandamenn hennar sömuleiðis.
Þau höfðu trúað frásögnmn
Kalla alveg skilmálalaust og
töldu þetta tiltæki lögreglunn-
ar slíkt ranglæti að eklti næði
nokkurri átt. LTnnustan lagði
fram bréf, sem hún geymdi fyr-
ir Kalla, og hafði hann sagt þau
vera frá föður sínum. Var þar
aðallega rætt um viðskipti og
góða, meðal annars skýrt frá
tilboði, sem gert hafði verið í
húseign Kalla, og var það tilboð
upp á nokkra tugi þúsunda
króna. En faðirinn réð syninum
eindregið frá því að selja að
sini, því verðlag væri hækkandi.
Allt var þetta tilbúningur Kalla
fpálfs. Hann skrifáði- bréfin,
setti þsfu 4 pósthúsið og síðan
voru þau borin heim til hans.
Þar næst lét hann vmnustuna
lesa þau og geyma, og allt var
þetta gert til þess að þjóna áð-
ursögðum tilgangi hans og allt
játað af honum að lokum.
Sá varð endirinn á þessu æv-
intýri, að Kalli var hafður í
haldi unz skip hans kom að
nokkrum dögum liðnum. Með
því var hann látinn sigla sinn
sjó og hefur ekki til hans spurzí
síðan. Unnustan sat eftir með
sárt enni en síðar fréttist, að
hún hafði farið til útlanda og
eytt þar ævinni eftir það. Hún
hafði orðið skammlíf.
ÆL
M K
S I
M K
Æ L
Enskur glímumaður hafði
verið lengi kvölds með vinum
sínum í þorpsknæpunni. Þegar
tími var kominn til þess að fara
vísuðu vinir hans honum á
leið yfir engin, er myndi stytta
honum förina heim töluvert.
En þeir gleymdu því að tarfur
gekk laus á enginu. Þegar
glímumaðurinn var korninn svö
sem hálfa leið heim, réðist boli
á hann. Hann greip urn hornin
á honum og þvældi honum um
engið þangað til hann sá sinn
kost vænstan að slíta sig lausan
pg strjúka.
„Það var slæmt að eg skyldi
drekka þessi -tvö síðustu glös,“
sagði glímumaðurinn við sjálf-
an sig. „Annars hefði eg getað
hrakið þenna náunga af hjól-
hestinum hans.“
k
Strákur ofan úr fjöllum var
dreginn fyrir dómarann fyrir
áflog.
„Seg þú þína sögu,“ sagði
dómarinn.
„Eg var í símaklefa og var
að tala við vinstúlku mína þeg-
ar þessi náungi kemur, greíp
mig steinbítstaki og heriti mér
út úr klefanum.“
„Þá hefir þú náttúrlega
reiðzt?“ spurði dómarinn.
„Nei,“ svaraði strákurinn.
„Eg varð ekki eiginlega reiður
þá. En þegar hann greip stúlk-
una mína og henti henni út
líka, þá reiddist eg.“
SIM ACi 34 24