Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 36

Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 36
36 JÓLABLAÐ VÍSIS SEMENTVERKSMIÐJA RÍKISINS framleiðir: PORTLANDSEMENT PUZZOLANSEMENT HRAÐSEMENT ÁBURDARKALK Sementssala og aígreiðsla íer íram á Akranesi og Reykjavík virka daga ki. 8 f.h. ti! k). 5 e.h., nema _ laugardaga ki. 8—12 f.h. ,•- ■• ’ ' r ' ■ 7;■: .■• ■' Verksmiója Akranesi * * ^ * r • * ■. * . , Sementsafgreiðsia í Sími 555. Reykjavík við Kalkofnsveg, sími 22-200. SEMENTVERKSMIÐJA RÍKISINS Skrifstofa Hafnarhvoli, Reykjavík. Sími 22-200. Heiður að vei'a meðal „nafnanna“. Tryggingamennirnir í Lead- enhall Street eru aðeins hluti af Lloyds. Hver sá, sem kosinn er meðlimur í Lloyds, má ganga í eitt eða fleiri trygingarfélög, allt eftir tegund og stærð við- skiptanna, sem hann hyggst reka. Tryggingar þessara félaga eru endurtryggðar í Lloy.dsfélaginu .— félögin hans eru „nöfnin“ hans. Að verða einn hinna 2000 „nafna“ er eins mikill heiður og að vera aðlaður eða að fá hin æðstu heiðursmerki. Umsækjandinn verður að hafa meðmæli sex meðlima og nákvæm rannsókn fer fram á fjárhag hans og kaupmanns- heiðri. Verði hann tekinn í fé- lagsskapinn, verður hann að setja tryggingar í samræmi við það, hve umfangsmikil viðskipti hann ætlar að reka. Hann verð- ur að njóta fyllsta trausts, vera vel kynntur í viðskiptaheimin- um og vera brezkur þegn. Um það hefur reyndar verið rætt, að leyfa Bandaríkjamönnum að gerast „nöfn“. Þó er talið mjög ólíklegt, að svo byltingarkennd samþykkt nái nokkurn tíma fram að ganga. Svo miklar kröfur eru gerð- ar til nýrra félaga, að af nokkr- um hundruðum manna, sem ár- lega sækja um upptöku, fá að- eins tveir eða þrír náð fyrir augum samkundunnar. Hagnaður hcinur ekki strax. Oft er það aðeins heiðurinn ehln að verða „nafn“ hjá Lloyds. Þá loks er slíkur heið- ur hlotnast dauðlegum manni, verður hann að horfa á það að allur ágóðinn af viðskiptunum fari í tryggingarsjóð til þess að geta síðar staðið undir hugsan- legu tjóni. Á meðan verður hann að greiða skatta af þess- um ósýnilegu tekjum sínum og á þó á hættu að þær komi aldr- ei í hans vasa. „Nafnið“ á það algerlega und- ir tryggingarumboðsmönnum sínum, hve mikill ágóðinn verð- ur. Þó má oftast nær búast við 10% á ári af því fé, sem „nafn- ið“ hefur lagt fram. Talið er, að eitt nafn fái um 7500 pund á ári að meðaltali í arð af á- hættuspilinu. Félaginn sjálfur fær um 1000 pund á ári fyrir hvert „nafn“ og þar sem hver félagi hefur um 30 „nöfn“, eru þetta dálaglegar tekjur. Auk þess fær hann umboðslaun af öllum vátrygingarskírteinum, og nema þau tíðum þriðja hluta alls ágóða tryggingarfélagins. Margir félagar hafa því um 100.000 pund í tekjur á ári. Dýr mundi Hafliði allur. í mörg ár græddu félagarnir drjúgan skilding á einkenni- legri tryggigu, sem þeir tókust á hendur gagnvart Gold Mill hótelinu í Malvern, sem er við landamæri Wales. í héraðinu eru 20 heimavistarskólar og tryggingin var í því fólgin að greiða hótelinu tjónið, sem það yrði fyrir, ef foreldrar nemend- anna í heimavistarskóluniim yrðu hindraðir í því að heim- sækja þá. Árið 1952 kom fyrst til þess að bæta þyrfti slíkt tjón. Ástæðan var sú, að skól,- arnir höfðu verið settir í sótt- kví vegna mislingafaraldurs. Lloyds borgaði. Fyrir fjórum árum fékk læknir einn í Kansas City í Bandaríkjunum greidda háa upphæð úr hendi Lloyds. Byggð- ist skaðabótagreiðslan á einu orði í tryggingarskírteininu. Læknir þessi var þekktur skurð- læknir, og hafði hann tryggt afkomu sína þannig, að honum skyldu greiddar vissar bætur ef hann missti aðra höndins\ eða svo hafði hann til ætlazt. Dag nokkurn var hann að koma af veiðum og gekk niður í kjallarann í húsi sínu. Hann datt í stiganum og hljóp þá skot úr byssunni, sem hann hélt á. Skotið hljóp í fótinn og varð að taka hann af honum. Það kom nú í ljós, að í skír- feininu stóð ekki „missir hand- ar“, heldur „missir útlims“. Lloyds greiddi honum vátrygg- ingarupphæðina möglunarlaust, en þetta var sú hæsta upphæð, sem nokkuru sinni hefur verið greidd fyrir slíkt t.ión — fjögur hundruð þúsund dollarar! Miklar eignir á hafsbotni Það, sem tryggir öruggan rekstur Lloyds er samábyrgð félaganna, sem allir standa sem einn maður undir áhættunni, ef til kemur. Verði einn fyrir tjóni. hlaupa hinir undir bagga. Það er þetta fóstbræðralag, sem varla á sinn lika í nútímafé- lagsskap. Það eru engin tak- mörk fyrir samhjálp Lloyds- manna, ef um það er að ræða að vernda orðstír þeirra og skapa traust á þeim. Fyrir nokkrum árum tók einn félaganna að haga sér eins og óður maður og hvert tjónið á fætur öðru dundi yfir hann. Hann var búinn að tapa ógrynnf fjár á hinum skuggalegustu við- skiptum, áður en hann var rek- inn úr félagsskapnum. Þótt Lloydsmenn bæru á engan hátt ábyrgð á vátryggingarfélögum hans, skutu þeir allir saman, unz allar' hinar brjálæðis- kenndu skuldbingingar hans voru greiddar að fullu. Þegar öll kurl komu til grafar, kom í ljós, að þeir höfðu greitt eina og hálfa milljón dollara til þess að bjarga áliti sínu og viðhalda trausti fyrirtækisins. Það eru ófrávíkjanleg ákvæði, að hið tryggða fellur Lloyds til fullrar eignar, ef fullt tjón er greitt fyrir það. Þess vegna eiga tryggingarfélögin ógrynni fjár- muna á sjávarbotni um víða veröld. Stundum tekst að bjarga miklum fjársjóðum, eins og þeg- ar 5 milljóna dollara virði af guíli og silfri var bjargað úr skipinu Egypt ári eftir að það sökk. Fyrir skömmu tryggði Lloyds amerískan veðhlaupahest. Hest- urinn datt og fótbrotnaði. Vá- tryggjendurnir í Leadenhall Street urðu að greiða 250 þús- und dollara vegna tjónsins. En þar með var því máli ekki lok- ið. Hesturinn var nú eign Lloyds. Hyggjast hinir nýju eig- endur nú bæta sér tjónið með því að nota hestinn til undan- eldis. ☆ ☆☆☆☆☆☆☆ Oft eru kröggur í VETRARFERDUM - ☆ ☆ ☆☆☆☆☆☆☆ Framh. af bls. 33 stöðu, en hann gerði þeim næsta aðvart, og svo hver af öðrum, unz komið var að sleðanum. Vcir nú stefnan tekin í háaust- ur, og ekki stanzað fyrr en hjá heyinu, og þó ekki lengi, og eftir dálitla stund vorum við komni nyrzt á túnið í Réttar- holti, og var þá auðratað heim að bænum. Mikil var sú gleði hjá heimilisfólkinu, er allir komu heilir á húfi til húsa, og fór það eftir getu Rögnvald- ar, sem fleira, að hann háttaði heima í rúmi sínu um kvöldið. Undir kvöldið herti frostið, og stóð bylur þessi alla nóttina og fram á næsta dag. Nú er þáttur hinna harðfengu ökumanna úr sögunni. Enginn ækishestur stendur nú lengur við stall, vel járnaður, kembd- ur og klipptur, og sleðana er búið að brenna eða nota spýt- urnar úr þeim í árefti. Nú er eylendið, þar sem hinar fornu sleðaslóðir lágu, víða sundur- grafið af hinum stórvirku skurðgröfum og þurrkað upp, svo að þar leggur ekki svell framar. Á frostkyrrum tungl- skinskvöldum heyrir nú enginn framar sleðadunur og lotulang- ar stemmur kvæðamannanna, sem komu góðglaðir úr kaup- staðnum. Nú hlustum við á jazz- inn í útvarpinu. Má segja, að hvað hæfi sínum tíma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.